Gleymum ekki hinum gleymnu 27. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voru slíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opinberum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til útlegðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun - Alzheimersjúkdómi - föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðarinnar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra.Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúkdómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyldum þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. "Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt," segir hún. Vonandi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að umhugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: "Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það". Undir þetta skal tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voru slíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opinberum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til útlegðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun - Alzheimersjúkdómi - föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðarinnar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra.Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúkdómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyldum þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. "Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt," segir hún. Vonandi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að umhugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: "Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það". Undir þetta skal tekið.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun