Kristinn H. fallinn í ónáð 28. september 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki sitja í þingnefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknarmanna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þingvetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með með trúnaðarstörf í þingnefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðugleikar en síðan brast hver strengurinn á fætur öðrum þangað til algjör trúnaðarbrestur var orðin rauninn. Þetta var eins og hjá hjónum sem áttuðu sig á því að ástin, traustið og vináttan voru farin." Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálmar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þingflokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokkinn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokksins. Framundan séu fundir kjördæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gærkvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varaformennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árnason tók sæti hans sem varaformaður samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin formennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Sjá fréttaskýringu Guðmundar H. Guðmundssonar Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki sitja í þingnefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknarmanna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þingvetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með með trúnaðarstörf í þingnefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðugleikar en síðan brast hver strengurinn á fætur öðrum þangað til algjör trúnaðarbrestur var orðin rauninn. Þetta var eins og hjá hjónum sem áttuðu sig á því að ástin, traustið og vináttan voru farin." Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálmar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þingflokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokkinn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokksins. Framundan séu fundir kjördæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gærkvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varaformennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árnason tók sæti hans sem varaformaður samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin formennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Sjá fréttaskýringu Guðmundar H. Guðmundssonar
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira