Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 14:47 Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari og faðir í Reykjavík. aðsend/vísir Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð. Fyrir um hálfum mánuði síðan birtist grein eftir Þorvald á Vísi með fyrirsögninni „Berum virðingu fyrir börnunum okkar,“ þar sem hann lýsir reynslu sinni sem faðir þriggja barna sem gengið hafa í bæði leik- og grunnskóla borgarinnar. Hann hrósar því starfsfólki sem sinnt hafi börnunum af „einlægni og alúð“ en bendir um leið á nokkur atriði sem hann telur að betur megi fara. Sjá einnig: Berum virðingu fyrir börnunum okkar „Í grunninn snýst þetta einfaldlega um ábyrgð og virðingu fyrir börnunum okkar. Reykjavík getur verið borg sem bregst hratt við þegar skemmdir koma upp, borg sem tryggir faglegt og gott starfsumhverfi fyrir fólkið sem vinnur í leik- og grunnskólunum, borg sem tryggir að húsnæði sé ekki bara til staðar heldur sé virkilega gott,“ skrifaði Þorvaldur meðal annars. Þá birtist önnur grein eftir leikarann á Vísi í gær þar sem hann fjallar um misjafna möguleika barna til að taka þátt í frístundastarfi og þann mikla kostnað sem því fylgir að skrá börn sín í íþróttir-, tónlist-, og aðrar frístundir. Þá reifar þrjár hugmyndir um hvað Reykjavík getur gert til að bæta aðgengi og möguleika allra barna til þátttöku í frístundastarfi. Þess má einnig geta að Þorvaldur Davíð var meðal umsækjenda um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði árið 2018. Áhugi hans á málefnum sveitarfélaga er þannig ekki nýr af nálinni. Ekki hættur að skrifa Skrifin hafa ýtt undir sögusagnir og orðróm um að leikarinn sé að kanna jarðveginn fyrir mögulegt framboð í komandi sveitarstjórnarkostningum. Vísir sló því á þráðinn til Þorvaldar Davíðs og spurði hvort hann væri á leiðinni í framboð. „Það er ekkert á stefnuskránni núna. Ég er bara faðir hérna í Laugardalnum og er bara að láta nærumhverfið mig varða,“ svarar Þorvaldur. Honum þyki mikilvægt að tekið verði á leikskólamálum og þjónustu við börn í borginni og hann stefni á að halda áfram að skrifa og taka þátt í þeirri umræðu. Fréttin hefur verið uppfærð með vísan til fyrri umsóknar um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Leikskólar Grunnskólar Frístund barna Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Fyrir um hálfum mánuði síðan birtist grein eftir Þorvald á Vísi með fyrirsögninni „Berum virðingu fyrir börnunum okkar,“ þar sem hann lýsir reynslu sinni sem faðir þriggja barna sem gengið hafa í bæði leik- og grunnskóla borgarinnar. Hann hrósar því starfsfólki sem sinnt hafi börnunum af „einlægni og alúð“ en bendir um leið á nokkur atriði sem hann telur að betur megi fara. Sjá einnig: Berum virðingu fyrir börnunum okkar „Í grunninn snýst þetta einfaldlega um ábyrgð og virðingu fyrir börnunum okkar. Reykjavík getur verið borg sem bregst hratt við þegar skemmdir koma upp, borg sem tryggir faglegt og gott starfsumhverfi fyrir fólkið sem vinnur í leik- og grunnskólunum, borg sem tryggir að húsnæði sé ekki bara til staðar heldur sé virkilega gott,“ skrifaði Þorvaldur meðal annars. Þá birtist önnur grein eftir leikarann á Vísi í gær þar sem hann fjallar um misjafna möguleika barna til að taka þátt í frístundastarfi og þann mikla kostnað sem því fylgir að skrá börn sín í íþróttir-, tónlist-, og aðrar frístundir. Þá reifar þrjár hugmyndir um hvað Reykjavík getur gert til að bæta aðgengi og möguleika allra barna til þátttöku í frístundastarfi. Þess má einnig geta að Þorvaldur Davíð var meðal umsækjenda um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði árið 2018. Áhugi hans á málefnum sveitarfélaga er þannig ekki nýr af nálinni. Ekki hættur að skrifa Skrifin hafa ýtt undir sögusagnir og orðróm um að leikarinn sé að kanna jarðveginn fyrir mögulegt framboð í komandi sveitarstjórnarkostningum. Vísir sló því á þráðinn til Þorvaldar Davíðs og spurði hvort hann væri á leiðinni í framboð. „Það er ekkert á stefnuskránni núna. Ég er bara faðir hérna í Laugardalnum og er bara að láta nærumhverfið mig varða,“ svarar Þorvaldur. Honum þyki mikilvægt að tekið verði á leikskólamálum og þjónustu við börn í borginni og hann stefni á að halda áfram að skrifa og taka þátt í þeirri umræðu. Fréttin hefur verið uppfærð með vísan til fyrri umsóknar um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Leikskólar Grunnskólar Frístund barna Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent