Refsing fyrir að segja skoðun sína 29. september 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn. Þingflokkur Framsóknarflokksins skipti með sér verkum í gær. Niðurstaðan kom vægast sagt afar mikið á óvart og má líkja við pólitíska sprengingu. Einn þingmanna flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, var algerlega settur út í kuldann og situr einn óbreyttra alþingismanna Íslands ekki í einni einustu nefnd á næsta þingi. Allir þingmenn flokksins utan Kristins og Jónínu Bjartmarz samþykktu þessa tilhögun. Aðrir þingmenn Framsóknar sitja í þremur til fjórum fastanefndum og sitja engir alþingismenn í fleiri nefndum en þingmenn Framsóknar. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins úr fastanefndum Alþingis að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfranm að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Hjálmar segir að menn hafi reynt eins og hægt var að slíðra sverðin og hann segir að sérstaklega vel hafi verið tekið á móti Kristni þegar hann gekk til liðs við Framsókn á sínum tíma. Samskiptin hafi hins vegar þróast með þeim hætti að liðsheildin treysti honum ekki lengur að fara með sitt umboð Hjálmar segir að þetta séu ekki skilaboð til manna um að þeir skuli sitja á sannfæringu sinni, gangi hún í blóra við skoðun flokksforystunnar, en venjan sé sú að flokkurinn sé lið. Menn hafi oft ólíkar skoðanir en reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Kristinn H. Gunnarsson segir að þessi ákvörðun félaga sinna hafi komið honum afar mikið á óvart. Enginn hafi gert honum viðvart eða varað hann við því sem beið hans á fundinum í gærkvöld. Þá segir hann engan samflokksmanna sinna hafa gert nokkrar athugasemdir við nefndastörf hans. Öðru nær. Kristinn segir þetta viðbrögð við sjálfstæði sínu í tveimur málum: fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Kristinn segist þrátt fyrir þetta ekki hafa hugleitt að leita hófanna annars staðar. Hann segir að afstaða sín í mörgum umdeildum og mikilvægum málum endurspegli vilja flokksmanna Framsóknar mun skýrar en stefna flokksins í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst spurningin um trúnað og traust vera hvort það sé nægilegt traust á milli forystu flokksins og kjósenda hans, þegar forystan tekur ítrekað ákvarðanir sem ganga gegn vilja stuðningsmanna Framsóknarflokksins,“ segir Kristinn. Hann segir þessa uppákomu fela í sér skýr skilaboð til annarra Framsóknarmanna sem sitji á þingi eða hyggi á pólitískan frama innan flokksins. Þau séu að fylgja forystunni, ellegar hafa verra af. Kristinn ætlar áfram að styðja ríkisstjórnina en hann segir hluta vanda forystu Framsóknar felast í langvinnu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sem honum er lítt að skapi. Sjálfstæðismenn hafi allt aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Hins vegar dragi hver dám af sínum sessunaut og eftir níu ára samstarf sjái kjósendur ákaflega lítinn mun á forystu þessarra tveggja flokka. Hægt er að hlusta á fréttina með viðtölum við Hjálmar og Kristin úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn. Þingflokkur Framsóknarflokksins skipti með sér verkum í gær. Niðurstaðan kom vægast sagt afar mikið á óvart og má líkja við pólitíska sprengingu. Einn þingmanna flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, var algerlega settur út í kuldann og situr einn óbreyttra alþingismanna Íslands ekki í einni einustu nefnd á næsta þingi. Allir þingmenn flokksins utan Kristins og Jónínu Bjartmarz samþykktu þessa tilhögun. Aðrir þingmenn Framsóknar sitja í þremur til fjórum fastanefndum og sitja engir alþingismenn í fleiri nefndum en þingmenn Framsóknar. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins úr fastanefndum Alþingis að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfranm að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Hjálmar segir að menn hafi reynt eins og hægt var að slíðra sverðin og hann segir að sérstaklega vel hafi verið tekið á móti Kristni þegar hann gekk til liðs við Framsókn á sínum tíma. Samskiptin hafi hins vegar þróast með þeim hætti að liðsheildin treysti honum ekki lengur að fara með sitt umboð Hjálmar segir að þetta séu ekki skilaboð til manna um að þeir skuli sitja á sannfæringu sinni, gangi hún í blóra við skoðun flokksforystunnar, en venjan sé sú að flokkurinn sé lið. Menn hafi oft ólíkar skoðanir en reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Kristinn H. Gunnarsson segir að þessi ákvörðun félaga sinna hafi komið honum afar mikið á óvart. Enginn hafi gert honum viðvart eða varað hann við því sem beið hans á fundinum í gærkvöld. Þá segir hann engan samflokksmanna sinna hafa gert nokkrar athugasemdir við nefndastörf hans. Öðru nær. Kristinn segir þetta viðbrögð við sjálfstæði sínu í tveimur málum: fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Kristinn segist þrátt fyrir þetta ekki hafa hugleitt að leita hófanna annars staðar. Hann segir að afstaða sín í mörgum umdeildum og mikilvægum málum endurspegli vilja flokksmanna Framsóknar mun skýrar en stefna flokksins í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst spurningin um trúnað og traust vera hvort það sé nægilegt traust á milli forystu flokksins og kjósenda hans, þegar forystan tekur ítrekað ákvarðanir sem ganga gegn vilja stuðningsmanna Framsóknarflokksins,“ segir Kristinn. Hann segir þessa uppákomu fela í sér skýr skilaboð til annarra Framsóknarmanna sem sitji á þingi eða hyggi á pólitískan frama innan flokksins. Þau séu að fylgja forystunni, ellegar hafa verra af. Kristinn ætlar áfram að styðja ríkisstjórnina en hann segir hluta vanda forystu Framsóknar felast í langvinnu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sem honum er lítt að skapi. Sjálfstæðismenn hafi allt aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Hins vegar dragi hver dám af sínum sessunaut og eftir níu ára samstarf sjái kjósendur ákaflega lítinn mun á forystu þessarra tveggja flokka. Hægt er að hlusta á fréttina með viðtölum við Hjálmar og Kristin úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira