Völdu kennslu í stað gjaldþrots 29. september 2004 00:01 Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trúnaðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennarasambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunnskólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. "Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamningi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör," segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennarasambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: "Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara." Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. "Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli," segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasambandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundinum að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennarasambandið blandi bágri fjárhagsstöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: "Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaksskóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn." Undir það tekur Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: "Við erum mjög fjarri gjaldþroti." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trúnaðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennarasambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunnskólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. "Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamningi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör," segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennarasambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: "Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara." Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. "Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli," segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasambandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundinum að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennarasambandið blandi bágri fjárhagsstöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: "Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaksskóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn." Undir það tekur Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: "Við erum mjög fjarri gjaldþroti."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira