Völdu kennslu í stað gjaldþrots 29. september 2004 00:01 Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trúnaðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennarasambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunnskólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. "Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamningi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör," segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennarasambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: "Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara." Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. "Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli," segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasambandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundinum að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennarasambandið blandi bágri fjárhagsstöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: "Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaksskóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn." Undir það tekur Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: "Við erum mjög fjarri gjaldþroti." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trúnaðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennarasambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunnskólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. "Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamningi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör," segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennarasambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: "Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara." Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. "Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli," segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasambandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundinum að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennarasambandið blandi bágri fjárhagsstöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: "Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaksskóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn." Undir það tekur Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: "Við erum mjög fjarri gjaldþroti."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent