Skoðanafrelsi undirstaða lýðræðis 30. september 2004 00:01 "Menn verða að vera frjálsir að skoðunum sínum til þess að stjórnmálaflokkur sé í raun lýðræðisleg hreyfing. Stjórnmálaflokkur er grundvöllur lýðræðisins, það er einfaldlega það skipulag sem við búum við," segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. "Því verða menn að rækta stjórnmálaflokkana og þeir verða að endurspegla lýðræðislega starfshætti. Annars skekkist allur grundvöllurinn og áður en menn vita af eru þeir farnir að standa fyrir hlutum sem eiga ekki að þekkjast, eins og mér fannst ég verða var við í fjölmiðlamálinu, árásir á forsetaembættið og fjölskyldu forsetans," segir Kristinn. Vonuðust eftir úrsögn úr flokknum Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin frá öllum þingnefndum. Formaður þingflokksins, Hjálmar Árnason, sagði ástæðuna vera þá að trúnaðarbrestur hefði orðið milli Kristins og annarra þingmanna. Spurður hvort þingflokkurinn hefði í raun ætlað sér með þessari ákvörðun að losa sig við Kristin úr flokknum, því gert var ráð fyrir því að hann segði sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar útskúfunarinnar, segist Kristinn ekki viss um hverju ætlunin var að ná fram. "Ég sagði strax að ég teldi þetta óskynsamlega ákvörðun sem leiddi ekki til neinnar lausnar á neinum vanda heldur byggi til ný vandamál sem menn ættu þá erfitt með að glíma við. Ég tók eftir að þingflokksformaður notaði þegar hann skýrði málið út, orðin "leiðir hljóta að skiljast". Það virðist benda til þess að hann hafi séð málið þannig fyrir sér, að ég myndi fara. En auðvitað kemur það ekki til greina. Ekki þegar málavextir eru þannig að ágreiningsefnin innan þingmannahópsins hafa verið í málum þar sem ágreiningurinn hefur ekki fyrst og fremst verið milli mín og þingmannanna eða ráðherranna, heldur forystunnar og flokksmannanna," segir Kristinn. Við verðum að spila í liði eftir leikreglum Hann segir að í hverju málinu á fætur öðru hafi flokkurinn tekið ákvarðanir eða staðið fyrir ákvörðunum með samstarfsflokknum sem stuðningsmenn flokksins hafi algjörlega verið á móti. Kristinn nefndir sem dæmi fjölmiðlafrumvarpið, Íraksmálið og fyrirhugaða skerðingu á atvinnuleysisbótum. "Þess vegna tel ég að kastljósið eigi að vera á þessu: Af hverju eru forystu flokksins svona mislagðar hendur að hún er í stríði við sinn eigin flokk í hverju málinu á fætur öðru. Það er það sem þarf að laga. Deilurnar eða ágreiningurinn, eða trúnaðarbresturinn milli flokksforystunnar og mín, er í sjálfu sér aukaatriði í þessu samhengi. Leiðin til að taka á þessu er einfaldlega að ræða málin innan flokksins, þannig að flokksmennirnir taki málin í sínar hendur á sínum vettvangi. Þeir fjalli um málið, segi sína skoðun," segir Kristinn. "En fyrst og fremst þarf að ákveða hvernig komist er að niðurstöðu í málum. Því ef menn eru sammála um leiðina til að ná niðurstöðu, um hina lýðræðislegu aðferð, þá una menn niðurstöðunni, hver sem hún er. Þegar ákvörðun er tekin á þann hátt sem menn sætta sig ekki við, eins og í Íraksmálinu, þá una menn ekki niðurstöðunni, þannig að starfsaðferðirnar skipta gríðarlegu máli. Lýðræðið í stjórnmálahreyfingunni er grundvallaratriðið," segir hann. Kristinn bendir á að í fjölmiðlamálinu hafi töluvert verið vegið að leikreglum lýðræðisins. "Ekki aðeins innan einstakra flokka, heldur almennu lýðræðislegu skipulagi. Verið var að ráðast á forsetaembættið. Verið var að finna einhverjar leiðir eða klæki til að komast hjá einstökum ákvæðum sjórnarskrárinnar. Meðvitað var verið að reyna að sniðganga þær leikreglur sem settar höfðu verið í lög og stjórnarskrá," segir hann. "Þess vegna var fjölmiðlafrumvarpið svo víðtækt, það fjallaði ekki bara um fjölmiðlana heldur leikreglur lýðræðisins. Það er ekki til nein málamiðlun í því. Stjórnarskráin er stjórnarskrá og hún ákvarðar leikreglurnar. Við verðum að verðum að spila í liði eftir leikreglum. Ég er ekki tilbúinn að vera í liði sem breytir leikreglunum sér í hag í miðjum leiknum. Á þessu er grundvallarmunur," segir Kristinn. Tilhneigingin að tala upp í eyru forystunnar Spurður hvers vegna sjónarmið hins almenna flokksmanns komi ekki fram, svo sem til að mynda á miðstjórnarfundum segir Kristinn vera of mikal tilhneiging í Framsóknarflokknum til að talað sé upp í eyrun á forystunni. "Þetta á ekki að snúast um að vinna sér prik og komast áfram í flokknum með þeim hætti. Þetta á heldur ekki að snúast um það að þeir sem eru ósammála forystunni telji það best fyrir sig að þegja. Ég veit um marga miðstjórnarmenn sem hafa setið á fundi og þagað í málum, þar sem þeir hefðu viljað tala fyrir sjónarmiðum sínum,l þar sem þeir voru ósammála forystunni," segir Kristinn. Þegar hann er spurður hvers vegna þeir hafi ákveðið að taka ekki til máls segir hann að þeir hafi talið það best fyrir sig sjálfa að tala ekki að sinni. "Það er það sem er slæmt, þá verður umræðan ekki rétt. Hún endurspeglar ekki viðhorfið. Þá draga forystumennirnir rangar ályktanir af stöðunni innan flokksins. Mönnum finnst þeir tefla hagsmunum sínum í tvísýnu ef þeir setja fram sjónarmið í umdeildum málum sem eru á annan veg en þann sem forystan hefur gefið upp. Þetta er stóra vandamálið í flokknum," segir Kristinn. "Það vantar skoðanaskipti innan flokksins og að mönnum finnist þeir frjálsir að því að segja sína skoðun í einstökum málum. Ég hef samanburðinn úr öðrum stjórnmálaflokki, þar sem menn voru mjög frjálsir af því að segja sína skoðun í öllum málum og gerðu það alveg tæpitungulaust og var ekkert refsað fyrir það," segir hann. Segist vera í réttum flokki Kristinn segist aðspurður hafa fengið mikinn stuðning, bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, í kjölfar ákvörðunar þingflokksins að hann tæki ekki þátt í nefndarstarfi á þessu þingi. "Ég held að mönnum ofbjóði þetta. Í fyrsta lagi þarf að vera tilefni. Þetta hefur á engann hátt verið útskýrt og því vantar grundvöllinn fyrir ákvörðuninni. Í öðru lagi, ef það er tilefni, væri eðlilegra að bregðast við því eins og gert er í eðlilegum, mannlegum samskiptum. Aðgerðin á að vera í einhverju samhengi við tilefnið," segir Kristinn. "Í þessu máli er tilefnið sagt trúnaðarbrestur, en aðgerðin felur í sér að ég sit áfram inni á trúnaðarfundum. Það er ekki fundið að störfum mínum í þingnefndum en ég er tekinn út úr nefndunum, störfum sem ég hef gegnt með sóma. Það er eiginlega ekki heil brú í þessu," segir hann. Þeir framsóknarmenn sem ekki eru sáttir við framgöngu Kristins hafa jafnvel ýjað að því að hann sé einfaldlega ekki í réttum flokki. Spurður hvort hann eigi fulla samleið með Framsóknarflokknum segir Kristinn svo vera. "Í málum eins og fjölmiðlamálinu, Íraksmálinu, atvinnuleysisbótamálinu og varðandi fyrirhugaða sölu Símans, er yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna flokksins á móti þeim ákvörðunum sem flokkurinn hefur tekið en sammála þeim sjónarmiðum sem ég hef í málinu. Þess vegna segi ég, að ég á alveg samleið með þessu fólki. Spurningin er hins vegar þessi: Þarf ekki forystan að skoða sinn hug og velta því fyrir sér hvort að ákvarðanirnar sem hún er að taka þurfi ekki endurskoðunar við? Hvort menn eigi ekki að hlusta meira á viðhorfin innan flokksins og frá stuðningsmönnum en gert hefur verið?" spyr hann. Þingmenn eingöngu bundnir eigin sannfæringu "Eiðurinn sem þingmenn vinna við stjórnarskrána segir að þeir séu eingöngu bundnir við eigin sannfæringu. Þingmaðurinn sjálfur ræður hvernig hann kemst að niðurstöðu, það er ekki hægt að binda hann með fyrirmælum frá öðrum. Þannig getur stjórnmálaflokkur ekki sett í sín lög að þingmenn skuli hlýða ákvörðun miðstjórnar, þingflokks eða formanns. Það er óheimilt samkvæmt stjórnarskrá," segir Kristinn. "Hins vegar eru þingmenn hluti af flokki. Almenna reglan er að þeir undirgangast þær samþykktir sem ákveðnar eru á þeirra vettvangi. Það er ekkert athugavert við það en þeir eiga alltaf möguleika á, út frá þessu ákvæði í stjórnarskránni, að neita að hlýða fyrirmælum þegar þau ganga lengra en þeir telja eðlilegt," segir hann. Kristinn segir að sem liðsmaður í stjórnmálaflokki hafi hann gengist undir samþykktir sem hann er algjörlega ósammála. "Ég hef meira að segja talað fyrir þeim og stutt þær á grundvelli þess að þetta var niðurstaða minna flokksmanna. Niðurstaða sem var fengin með aðferðum sem ég samþykkti. Þó að hún hafi ekki verið eins og ég vildi, þá uni ég því," segir hann. Dæmi um þau mál eru veiðigjald í sjávarútvegi, ákvörðunin um að leggja niður Þjóðhagsstofnun og fyrirhuguð sala Símans. Félagslegu áherslurnar hafa deyfst um of Spurður um samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn segir Kristinn að Framsóknarflokkurinn sé félagshyggjuflokkur. "Það kemur fram í ályktunum og stefnuskrá flokksins. Í því felst að Framsóknarflokkurinn fylgir hugsjónum jafnaðarstefnu og samvinnu. Því mega menn ekki gleyma. Eftir níu ára samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eru þessar félagslegu áherslur farnar að deyfast um of," segir Kristinn. Spurður hvort framsókn hafi smitast um of af stefnu Sjálfstæðisflokksins segir hann að æ fleiri stuðningsmenn flokksins segist eiga erfitt með að sjá muninn á Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. "Það er mikið áhyggjuefni. Við erum félagshyggjuflokkur, við erum öðruvísi flokkur, og við eigum að sýna það. Út af fyrir sig hefur formaður flokksins tækifæri til þess núna sem forsætisráðherra að beita sér til þess að sýna þessar áherslur flokksins. Það held ég að hann ætti að gera," segir Kristinn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
"Menn verða að vera frjálsir að skoðunum sínum til þess að stjórnmálaflokkur sé í raun lýðræðisleg hreyfing. Stjórnmálaflokkur er grundvöllur lýðræðisins, það er einfaldlega það skipulag sem við búum við," segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. "Því verða menn að rækta stjórnmálaflokkana og þeir verða að endurspegla lýðræðislega starfshætti. Annars skekkist allur grundvöllurinn og áður en menn vita af eru þeir farnir að standa fyrir hlutum sem eiga ekki að þekkjast, eins og mér fannst ég verða var við í fjölmiðlamálinu, árásir á forsetaembættið og fjölskyldu forsetans," segir Kristinn. Vonuðust eftir úrsögn úr flokknum Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin frá öllum þingnefndum. Formaður þingflokksins, Hjálmar Árnason, sagði ástæðuna vera þá að trúnaðarbrestur hefði orðið milli Kristins og annarra þingmanna. Spurður hvort þingflokkurinn hefði í raun ætlað sér með þessari ákvörðun að losa sig við Kristin úr flokknum, því gert var ráð fyrir því að hann segði sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar útskúfunarinnar, segist Kristinn ekki viss um hverju ætlunin var að ná fram. "Ég sagði strax að ég teldi þetta óskynsamlega ákvörðun sem leiddi ekki til neinnar lausnar á neinum vanda heldur byggi til ný vandamál sem menn ættu þá erfitt með að glíma við. Ég tók eftir að þingflokksformaður notaði þegar hann skýrði málið út, orðin "leiðir hljóta að skiljast". Það virðist benda til þess að hann hafi séð málið þannig fyrir sér, að ég myndi fara. En auðvitað kemur það ekki til greina. Ekki þegar málavextir eru þannig að ágreiningsefnin innan þingmannahópsins hafa verið í málum þar sem ágreiningurinn hefur ekki fyrst og fremst verið milli mín og þingmannanna eða ráðherranna, heldur forystunnar og flokksmannanna," segir Kristinn. Við verðum að spila í liði eftir leikreglum Hann segir að í hverju málinu á fætur öðru hafi flokkurinn tekið ákvarðanir eða staðið fyrir ákvörðunum með samstarfsflokknum sem stuðningsmenn flokksins hafi algjörlega verið á móti. Kristinn nefndir sem dæmi fjölmiðlafrumvarpið, Íraksmálið og fyrirhugaða skerðingu á atvinnuleysisbótum. "Þess vegna tel ég að kastljósið eigi að vera á þessu: Af hverju eru forystu flokksins svona mislagðar hendur að hún er í stríði við sinn eigin flokk í hverju málinu á fætur öðru. Það er það sem þarf að laga. Deilurnar eða ágreiningurinn, eða trúnaðarbresturinn milli flokksforystunnar og mín, er í sjálfu sér aukaatriði í þessu samhengi. Leiðin til að taka á þessu er einfaldlega að ræða málin innan flokksins, þannig að flokksmennirnir taki málin í sínar hendur á sínum vettvangi. Þeir fjalli um málið, segi sína skoðun," segir Kristinn. "En fyrst og fremst þarf að ákveða hvernig komist er að niðurstöðu í málum. Því ef menn eru sammála um leiðina til að ná niðurstöðu, um hina lýðræðislegu aðferð, þá una menn niðurstöðunni, hver sem hún er. Þegar ákvörðun er tekin á þann hátt sem menn sætta sig ekki við, eins og í Íraksmálinu, þá una menn ekki niðurstöðunni, þannig að starfsaðferðirnar skipta gríðarlegu máli. Lýðræðið í stjórnmálahreyfingunni er grundvallaratriðið," segir hann. Kristinn bendir á að í fjölmiðlamálinu hafi töluvert verið vegið að leikreglum lýðræðisins. "Ekki aðeins innan einstakra flokka, heldur almennu lýðræðislegu skipulagi. Verið var að ráðast á forsetaembættið. Verið var að finna einhverjar leiðir eða klæki til að komast hjá einstökum ákvæðum sjórnarskrárinnar. Meðvitað var verið að reyna að sniðganga þær leikreglur sem settar höfðu verið í lög og stjórnarskrá," segir hann. "Þess vegna var fjölmiðlafrumvarpið svo víðtækt, það fjallaði ekki bara um fjölmiðlana heldur leikreglur lýðræðisins. Það er ekki til nein málamiðlun í því. Stjórnarskráin er stjórnarskrá og hún ákvarðar leikreglurnar. Við verðum að verðum að spila í liði eftir leikreglum. Ég er ekki tilbúinn að vera í liði sem breytir leikreglunum sér í hag í miðjum leiknum. Á þessu er grundvallarmunur," segir Kristinn. Tilhneigingin að tala upp í eyru forystunnar Spurður hvers vegna sjónarmið hins almenna flokksmanns komi ekki fram, svo sem til að mynda á miðstjórnarfundum segir Kristinn vera of mikal tilhneiging í Framsóknarflokknum til að talað sé upp í eyrun á forystunni. "Þetta á ekki að snúast um að vinna sér prik og komast áfram í flokknum með þeim hætti. Þetta á heldur ekki að snúast um það að þeir sem eru ósammála forystunni telji það best fyrir sig að þegja. Ég veit um marga miðstjórnarmenn sem hafa setið á fundi og þagað í málum, þar sem þeir hefðu viljað tala fyrir sjónarmiðum sínum,l þar sem þeir voru ósammála forystunni," segir Kristinn. Þegar hann er spurður hvers vegna þeir hafi ákveðið að taka ekki til máls segir hann að þeir hafi talið það best fyrir sig sjálfa að tala ekki að sinni. "Það er það sem er slæmt, þá verður umræðan ekki rétt. Hún endurspeglar ekki viðhorfið. Þá draga forystumennirnir rangar ályktanir af stöðunni innan flokksins. Mönnum finnst þeir tefla hagsmunum sínum í tvísýnu ef þeir setja fram sjónarmið í umdeildum málum sem eru á annan veg en þann sem forystan hefur gefið upp. Þetta er stóra vandamálið í flokknum," segir Kristinn. "Það vantar skoðanaskipti innan flokksins og að mönnum finnist þeir frjálsir að því að segja sína skoðun í einstökum málum. Ég hef samanburðinn úr öðrum stjórnmálaflokki, þar sem menn voru mjög frjálsir af því að segja sína skoðun í öllum málum og gerðu það alveg tæpitungulaust og var ekkert refsað fyrir það," segir hann. Segist vera í réttum flokki Kristinn segist aðspurður hafa fengið mikinn stuðning, bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, í kjölfar ákvörðunar þingflokksins að hann tæki ekki þátt í nefndarstarfi á þessu þingi. "Ég held að mönnum ofbjóði þetta. Í fyrsta lagi þarf að vera tilefni. Þetta hefur á engann hátt verið útskýrt og því vantar grundvöllinn fyrir ákvörðuninni. Í öðru lagi, ef það er tilefni, væri eðlilegra að bregðast við því eins og gert er í eðlilegum, mannlegum samskiptum. Aðgerðin á að vera í einhverju samhengi við tilefnið," segir Kristinn. "Í þessu máli er tilefnið sagt trúnaðarbrestur, en aðgerðin felur í sér að ég sit áfram inni á trúnaðarfundum. Það er ekki fundið að störfum mínum í þingnefndum en ég er tekinn út úr nefndunum, störfum sem ég hef gegnt með sóma. Það er eiginlega ekki heil brú í þessu," segir hann. Þeir framsóknarmenn sem ekki eru sáttir við framgöngu Kristins hafa jafnvel ýjað að því að hann sé einfaldlega ekki í réttum flokki. Spurður hvort hann eigi fulla samleið með Framsóknarflokknum segir Kristinn svo vera. "Í málum eins og fjölmiðlamálinu, Íraksmálinu, atvinnuleysisbótamálinu og varðandi fyrirhugaða sölu Símans, er yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna flokksins á móti þeim ákvörðunum sem flokkurinn hefur tekið en sammála þeim sjónarmiðum sem ég hef í málinu. Þess vegna segi ég, að ég á alveg samleið með þessu fólki. Spurningin er hins vegar þessi: Þarf ekki forystan að skoða sinn hug og velta því fyrir sér hvort að ákvarðanirnar sem hún er að taka þurfi ekki endurskoðunar við? Hvort menn eigi ekki að hlusta meira á viðhorfin innan flokksins og frá stuðningsmönnum en gert hefur verið?" spyr hann. Þingmenn eingöngu bundnir eigin sannfæringu "Eiðurinn sem þingmenn vinna við stjórnarskrána segir að þeir séu eingöngu bundnir við eigin sannfæringu. Þingmaðurinn sjálfur ræður hvernig hann kemst að niðurstöðu, það er ekki hægt að binda hann með fyrirmælum frá öðrum. Þannig getur stjórnmálaflokkur ekki sett í sín lög að þingmenn skuli hlýða ákvörðun miðstjórnar, þingflokks eða formanns. Það er óheimilt samkvæmt stjórnarskrá," segir Kristinn. "Hins vegar eru þingmenn hluti af flokki. Almenna reglan er að þeir undirgangast þær samþykktir sem ákveðnar eru á þeirra vettvangi. Það er ekkert athugavert við það en þeir eiga alltaf möguleika á, út frá þessu ákvæði í stjórnarskránni, að neita að hlýða fyrirmælum þegar þau ganga lengra en þeir telja eðlilegt," segir hann. Kristinn segir að sem liðsmaður í stjórnmálaflokki hafi hann gengist undir samþykktir sem hann er algjörlega ósammála. "Ég hef meira að segja talað fyrir þeim og stutt þær á grundvelli þess að þetta var niðurstaða minna flokksmanna. Niðurstaða sem var fengin með aðferðum sem ég samþykkti. Þó að hún hafi ekki verið eins og ég vildi, þá uni ég því," segir hann. Dæmi um þau mál eru veiðigjald í sjávarútvegi, ákvörðunin um að leggja niður Þjóðhagsstofnun og fyrirhuguð sala Símans. Félagslegu áherslurnar hafa deyfst um of Spurður um samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn segir Kristinn að Framsóknarflokkurinn sé félagshyggjuflokkur. "Það kemur fram í ályktunum og stefnuskrá flokksins. Í því felst að Framsóknarflokkurinn fylgir hugsjónum jafnaðarstefnu og samvinnu. Því mega menn ekki gleyma. Eftir níu ára samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eru þessar félagslegu áherslur farnar að deyfast um of," segir Kristinn. Spurður hvort framsókn hafi smitast um of af stefnu Sjálfstæðisflokksins segir hann að æ fleiri stuðningsmenn flokksins segist eiga erfitt með að sjá muninn á Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. "Það er mikið áhyggjuefni. Við erum félagshyggjuflokkur, við erum öðruvísi flokkur, og við eigum að sýna það. Út af fyrir sig hefur formaður flokksins tækifæri til þess núna sem forsætisráðherra að beita sér til þess að sýna þessar áherslur flokksins. Það held ég að hann ætti að gera," segir Kristinn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira