Farga og fela ólöglegt efni 2. október 2004 00:01 Aðgerðir lögreglu gegn tólf stjórnendum og stórum þátttakendum í hundrað manna hópi fólks sem skipst hefur á skemmtiefni á netinu, hafa valdið hræðslu innan hópsins. Margir hafa eytt efni út af tölvunum eða afritað það á diska og falið á öruggum stað. Maður á þrítugsaldri, innan hópsins, sem Fréttablaðið ræddi við, segist hissa á því af hverju lögregla hafi farið gegn þessum hópi sem er lokaður þegar það er til mikið stærri opinn hópur. Sjálfur er hann búinn að vera í hópnum í rúm fimm ár og segir hann niðurhalningu á efni á netinu aldrei verða stöðvaða, það sé einfaldlega ógerningur. Hann segist ekki hafa haldið sérstaklega upp á kvikmyndir sem hann hefur sótt á netið. Hann eigi hins vegar rúmlega fimmtán þúsund lög sem hann hafi safnað í mörg ár og tónlistina ætli hann að eiga þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Mikið af efninu sem var innan hópsins var upphaflega sótt til útlanda í gegnum tölvukerfi stærri fyrirtækja landsins. Innan fyrirtækjanna eru mjög öflugar nettengingar sem gerir fólki kleift að sækja heilu kvikmyndirnar á örfáum mínútum. Þannig kemst kvikmyndin til hópsins og meðlimir geta sótt hana án þess að greiða fyrir erlent niðurhal. Eins eru þráðlausar nettengingar komnar mjög víða í fyrirtækjum og fólk getur tengst netinu fyrir utan fyrirtækin og einnig á kaffihúsum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Þannig er hægt að skreppa á kaffihús og sækja kvikmynd til að horfa á án kostnaðar. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins en voru yfir 30 milljónir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Aðgerðir lögreglu gegn tólf stjórnendum og stórum þátttakendum í hundrað manna hópi fólks sem skipst hefur á skemmtiefni á netinu, hafa valdið hræðslu innan hópsins. Margir hafa eytt efni út af tölvunum eða afritað það á diska og falið á öruggum stað. Maður á þrítugsaldri, innan hópsins, sem Fréttablaðið ræddi við, segist hissa á því af hverju lögregla hafi farið gegn þessum hópi sem er lokaður þegar það er til mikið stærri opinn hópur. Sjálfur er hann búinn að vera í hópnum í rúm fimm ár og segir hann niðurhalningu á efni á netinu aldrei verða stöðvaða, það sé einfaldlega ógerningur. Hann segist ekki hafa haldið sérstaklega upp á kvikmyndir sem hann hefur sótt á netið. Hann eigi hins vegar rúmlega fimmtán þúsund lög sem hann hafi safnað í mörg ár og tónlistina ætli hann að eiga þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Mikið af efninu sem var innan hópsins var upphaflega sótt til útlanda í gegnum tölvukerfi stærri fyrirtækja landsins. Innan fyrirtækjanna eru mjög öflugar nettengingar sem gerir fólki kleift að sækja heilu kvikmyndirnar á örfáum mínútum. Þannig kemst kvikmyndin til hópsins og meðlimir geta sótt hana án þess að greiða fyrir erlent niðurhal. Eins eru þráðlausar nettengingar komnar mjög víða í fyrirtækjum og fólk getur tengst netinu fyrir utan fyrirtækin og einnig á kaffihúsum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Þannig er hægt að skreppa á kaffihús og sækja kvikmynd til að horfa á án kostnaðar. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins en voru yfir 30 milljónir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira