Sporin hræða 13. október 2005 14:44 Sjónarmið - Hafliði Helgason Hagvöxtur er á fleygiferð og framundan er tími vaxtar í þjóðarbúskapnum. Við slíkar aðstæður eykst hætta í efnahagslífinu. Það umhverfi sem nú blasir við gerir miklar kröfur um aðhaldssama stjórn ríkisfjármála. Innstreymi gjaldeyris vegna stóriðjuframkvæmda styrkir gengi krónunnar. Hækkandi vextir Seðlabankans styrkja einnig gengi krónunnar. Afleiðing sterkrar krónu er hagstætt verð innfluttra vara og aukinn viðskiptahalli. Mikill viðskiptahalli leiðir svo til leiðréttingar á gengi krónunnar þegar sér fyrir endann á veislunni með tilheyrandi verðbólguskoti. Við lok síðustu uppsveiflu gerði ríkisstjórnin mistök. Verðbólgan fór yfir níu prósent í upphafi árs 2002. Hagkerfið náði mjúkri lendingu, meðal annars vegna vaxtar nýrra atvinnugreina. Ríkið sýndi ekki næga ráðdeild þegar á reyndi, en heppnin var með okkur í það sinnið. Líklegt er að við stöndum frammi fyrir þessum hættum á ný við lok stóriðjuframkvæmda. Hvernig okkur reiðir af þá ræðst að nokkru leyti af viðbrögðum við þeim tímamótum, en að miklu leyti hvernig við tökumst á við efnahagslífið næstu tvö ár sem einkennast munu af vexti og hættu á þenslu. Seðlabankinn hefur þegar hafið hækkun vaxta, en hversu mikið bankinn þarf að hækka vexti ræðst fyrst og fremst af efnahagsákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Skattalækkanir eru ekki ofarlega á óskalistanum frá hagstjórnarsjónarmiði, nema að skorið sé niður á móti í rekstri ríkisins. Fjárlagafrumvarp Geirs Haarde gerir ráð fyrir ríflega ellefu milljarða afgangi. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 306 milljarðar króna. Ellefu milljarðar eru því ríflega þrjú og hálft prósent af tekjum ríkisins. Það verður að teljast í minna lagi ef gæta á aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum. Ekki síst ef horft er um öxl og greint milli frumvarps og veruleika undanfarinna ára. Meðalfrávik fjárlaga og afkomu ríkissjóðs er þrettán milljarðar á ári síðustu ár. Ef árið 2005 verður meðalár í þessu tilliti þá verður tveggja milljarða halli á fjárlögum. Slíkt væri algjörlega óviðunandi og ógnun við framtíðarstöðugleika. Samneysla hefur vaxið meira en sem nemur hagvexti undanfarin ár þrátt fyrir einkavæðingu. Það þýðir að ríkið tekur árvisst stærri og stærri sneið af verðmætasköpuninni. Þá þróun verður að stöðva. Ríkisútgjöld sem vaxa hraðar en atvinnuvegirnir draga að lokum máttinn úr þeim. Sígandi lukka er best í efnahagsmálum og slaki í hagstjórn næstu tvö hagvaxtarár mun hefna sín af fullum þunga í framhaldinu. Öfgafullar gengissveiflur sem fylgja í kjölfarið geta leitt til þeirrar sóunar sem fylgir gjaldþrotum fyrirtækja sem undir eðlilegum kringumstæðum byggja á ágætum rekstrargrunni. Alþingi verður allt að bera ábyrgð á hagstjórninni. Stjórnarandstaða sem leggur til aukin útgjöld til málaflokka verður að sýna fram á niðurskurð á móti. Annað er ábyrgðarleysi. Reynslan sýnir að afar erfitt er að halda aftur af útgjöldum ríkisins þegar vel árar. Það er eins og að ætla í megrun um jólin. Þess vegna eru fyrirheit um afgang sem nemur þremur og hálfu prósenti af tekjum engan veginn nægjanleg til þess að vekja vonir um að engin magapína fylgi átveislunni sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Hagvöxtur er á fleygiferð og framundan er tími vaxtar í þjóðarbúskapnum. Við slíkar aðstæður eykst hætta í efnahagslífinu. Það umhverfi sem nú blasir við gerir miklar kröfur um aðhaldssama stjórn ríkisfjármála. Innstreymi gjaldeyris vegna stóriðjuframkvæmda styrkir gengi krónunnar. Hækkandi vextir Seðlabankans styrkja einnig gengi krónunnar. Afleiðing sterkrar krónu er hagstætt verð innfluttra vara og aukinn viðskiptahalli. Mikill viðskiptahalli leiðir svo til leiðréttingar á gengi krónunnar þegar sér fyrir endann á veislunni með tilheyrandi verðbólguskoti. Við lok síðustu uppsveiflu gerði ríkisstjórnin mistök. Verðbólgan fór yfir níu prósent í upphafi árs 2002. Hagkerfið náði mjúkri lendingu, meðal annars vegna vaxtar nýrra atvinnugreina. Ríkið sýndi ekki næga ráðdeild þegar á reyndi, en heppnin var með okkur í það sinnið. Líklegt er að við stöndum frammi fyrir þessum hættum á ný við lok stóriðjuframkvæmda. Hvernig okkur reiðir af þá ræðst að nokkru leyti af viðbrögðum við þeim tímamótum, en að miklu leyti hvernig við tökumst á við efnahagslífið næstu tvö ár sem einkennast munu af vexti og hættu á þenslu. Seðlabankinn hefur þegar hafið hækkun vaxta, en hversu mikið bankinn þarf að hækka vexti ræðst fyrst og fremst af efnahagsákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Skattalækkanir eru ekki ofarlega á óskalistanum frá hagstjórnarsjónarmiði, nema að skorið sé niður á móti í rekstri ríkisins. Fjárlagafrumvarp Geirs Haarde gerir ráð fyrir ríflega ellefu milljarða afgangi. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 306 milljarðar króna. Ellefu milljarðar eru því ríflega þrjú og hálft prósent af tekjum ríkisins. Það verður að teljast í minna lagi ef gæta á aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum. Ekki síst ef horft er um öxl og greint milli frumvarps og veruleika undanfarinna ára. Meðalfrávik fjárlaga og afkomu ríkissjóðs er þrettán milljarðar á ári síðustu ár. Ef árið 2005 verður meðalár í þessu tilliti þá verður tveggja milljarða halli á fjárlögum. Slíkt væri algjörlega óviðunandi og ógnun við framtíðarstöðugleika. Samneysla hefur vaxið meira en sem nemur hagvexti undanfarin ár þrátt fyrir einkavæðingu. Það þýðir að ríkið tekur árvisst stærri og stærri sneið af verðmætasköpuninni. Þá þróun verður að stöðva. Ríkisútgjöld sem vaxa hraðar en atvinnuvegirnir draga að lokum máttinn úr þeim. Sígandi lukka er best í efnahagsmálum og slaki í hagstjórn næstu tvö hagvaxtarár mun hefna sín af fullum þunga í framhaldinu. Öfgafullar gengissveiflur sem fylgja í kjölfarið geta leitt til þeirrar sóunar sem fylgir gjaldþrotum fyrirtækja sem undir eðlilegum kringumstæðum byggja á ágætum rekstrargrunni. Alþingi verður allt að bera ábyrgð á hagstjórninni. Stjórnarandstaða sem leggur til aukin útgjöld til málaflokka verður að sýna fram á niðurskurð á móti. Annað er ábyrgðarleysi. Reynslan sýnir að afar erfitt er að halda aftur af útgjöldum ríkisins þegar vel árar. Það er eins og að ætla í megrun um jólin. Þess vegna eru fyrirheit um afgang sem nemur þremur og hálfu prósenti af tekjum engan veginn nægjanleg til þess að vekja vonir um að engin magapína fylgi átveislunni sem framundan er.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun