Óvíst hvort gereyðingavopn finnist 5. október 2004 00:01 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á opnum fundi í New York í gær að þær upplýsingar sem lágu að baki innrásinni í Írak hafi verið rangar. Írakar hafi líklega ekki búið yfir gereyðingarvopnum þegar innrásin í landið átti sér stað og líklega hafi aldrei nein tengsl verið á milli al-Kaída og Íraka. Rumsfeld sagðist ekki vera í stöðu til þess að svara fyrir það af hverju upplýsingarnar hafi reynst rangar en ljóst væri að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að ekki léki nokkur vafi á tengslum al-Kaída og Íraka, enda sýndi ógrynni af sönnunargögnum að slík tengsl hefðu átt sér stað í yfir áratug. Sjálfur sagði Rumsfeld í september 2002 að skotheld sönnunargögn lægju því til staðfestingar að al-Kaída liðar héldu til í Írak. Nú kveður hins vegar í fyrsta sinn við annan tón hjá varnarmálaráðherranum sem segir að meira að segja hryðjuverkamaðurinn Abu Musab Al-Zarqawi hafi engin tengsl við al-Qaeda, en stutt er síðan Bush forseti hélt því fram. Og það var ekki einungis Rumsfeld sem benti á ákveðna hnökra á innrásinni í Írak í gær því Paul Bremer, fyrrverandi landsstjóri í landinu, segir að herlið Bandaríkjanna í Írak hafi verið stórlega undirmannað allt frá upphafi innrásarinnar. Stærstu mistök Bandaríkjamanna hafi verið þau að fara ekki með stærra herlið til Íraks og að nota það til þess að berja niður óöldina í landinu, strax eftir að Saddam Hússein var tekinn höndum. Báðir þvertaka þeir Bremer og Rumsfeld þó fyrir það að innrásin sjálf hafi verið misráðin og segja heiminn betri stað eftir handtöku Saddams. Allt sé á batavegi í Írak nú og takast muni að koma á lýðræði í landinu á tilætluðum tíma. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á opnum fundi í New York í gær að þær upplýsingar sem lágu að baki innrásinni í Írak hafi verið rangar. Írakar hafi líklega ekki búið yfir gereyðingarvopnum þegar innrásin í landið átti sér stað og líklega hafi aldrei nein tengsl verið á milli al-Kaída og Íraka. Rumsfeld sagðist ekki vera í stöðu til þess að svara fyrir það af hverju upplýsingarnar hafi reynst rangar en ljóst væri að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að ekki léki nokkur vafi á tengslum al-Kaída og Íraka, enda sýndi ógrynni af sönnunargögnum að slík tengsl hefðu átt sér stað í yfir áratug. Sjálfur sagði Rumsfeld í september 2002 að skotheld sönnunargögn lægju því til staðfestingar að al-Kaída liðar héldu til í Írak. Nú kveður hins vegar í fyrsta sinn við annan tón hjá varnarmálaráðherranum sem segir að meira að segja hryðjuverkamaðurinn Abu Musab Al-Zarqawi hafi engin tengsl við al-Qaeda, en stutt er síðan Bush forseti hélt því fram. Og það var ekki einungis Rumsfeld sem benti á ákveðna hnökra á innrásinni í Írak í gær því Paul Bremer, fyrrverandi landsstjóri í landinu, segir að herlið Bandaríkjanna í Írak hafi verið stórlega undirmannað allt frá upphafi innrásarinnar. Stærstu mistök Bandaríkjamanna hafi verið þau að fara ekki með stærra herlið til Íraks og að nota það til þess að berja niður óöldina í landinu, strax eftir að Saddam Hússein var tekinn höndum. Báðir þvertaka þeir Bremer og Rumsfeld þó fyrir það að innrásin sjálf hafi verið misráðin og segja heiminn betri stað eftir handtöku Saddams. Allt sé á batavegi í Írak nú og takast muni að koma á lýðræði í landinu á tilætluðum tíma.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira