Axarmaðurinn játar brot sitt 7. október 2004 00:01 28 ára gamall maður játaði í gær fyrir héraðdómi að hafa rænt útibú Landsbankans við Gullinbrú með öxi að vopni í maí síðastliðnum. Hvorugur sökunauta hans gat mætt við réttarhaldið því annar var veikur en hinn úti á sjó. Gjaldkeri í bankanum sem meiddist við ránið segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við atburðinn. Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum á aldrinum 20-28 ára hófst í gær en þeim er gefið að sök að hafa rænt útibú Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Grafarvogi, föstudaginn 21. maí síðastliðinn. Aðeins einn sakborninganna mætti til réttarhaldsins en annar var með flensu og sá þriðji úti á sjó. Að sögn mannsins, höfuðpaursins í málinu, var ránið "eins óskipulagt og hægt var". Hann hafi hitt félaga sína í gleðskap í íbúð á Funahöfða nóttina áður þar sem þeir höfðu setið að sumbli. Í morgunsárið datt þeim í hug að fara í bíltúr og kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið hugmyndin að ráninu á meðan á ökuferðinni stóð en öxina hafði hann tekið með sér í gleðskapinn. Áður en maðurinn fór inn í bankann var hann kvaddur með orðunum: "Í guðanna bænum farðu varlega." Á meðan félagarnir biðu í bílnum mölbraut axarmaðurinn glerskilrúm á gjaldkerastúku með vopni sínu og komst hann svo út með 570.000 krónur. Fleygði hann þýfinu inn um glugga á bifreiðinni og hljóp svo burt en lögreglan handtók hann skammt frá bankanum. Vitorðsmennirnir komust undan með ránsfenginn og er ekki vitað hvað varð um peningana. Talið er líklegast að þeim hafi verið komið til fíkniefnasala sem axarmaðurinn skuldaði mikið fé en að eigin sögn var hann í mikilli neyslu á þessum tíma.. Gjaldkeri sem bar vitni fyrir réttinum sagðist hafa orðið einskis vör fyrr en hún heyrði mikinn skarkala og glerbrotum rigndi yfir hana. Skarst hún á andliti og handleggjum við atganginn. Varð hún skelfingu lostin þar sem ræninginn sveiflaði öxinni aðeins fáeina þumlunga frá henni. Situr atburðurinn enn í gjaldkeranum sem leitaði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans. Aðalmeðferð verður haldið áfram 13. október en þá er vonast til að sakborningum heilsist betur eða séu komnir í land. Dómsmál Fréttir Lög og regla Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
28 ára gamall maður játaði í gær fyrir héraðdómi að hafa rænt útibú Landsbankans við Gullinbrú með öxi að vopni í maí síðastliðnum. Hvorugur sökunauta hans gat mætt við réttarhaldið því annar var veikur en hinn úti á sjó. Gjaldkeri í bankanum sem meiddist við ránið segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við atburðinn. Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum á aldrinum 20-28 ára hófst í gær en þeim er gefið að sök að hafa rænt útibú Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Grafarvogi, föstudaginn 21. maí síðastliðinn. Aðeins einn sakborninganna mætti til réttarhaldsins en annar var með flensu og sá þriðji úti á sjó. Að sögn mannsins, höfuðpaursins í málinu, var ránið "eins óskipulagt og hægt var". Hann hafi hitt félaga sína í gleðskap í íbúð á Funahöfða nóttina áður þar sem þeir höfðu setið að sumbli. Í morgunsárið datt þeim í hug að fara í bíltúr og kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið hugmyndin að ráninu á meðan á ökuferðinni stóð en öxina hafði hann tekið með sér í gleðskapinn. Áður en maðurinn fór inn í bankann var hann kvaddur með orðunum: "Í guðanna bænum farðu varlega." Á meðan félagarnir biðu í bílnum mölbraut axarmaðurinn glerskilrúm á gjaldkerastúku með vopni sínu og komst hann svo út með 570.000 krónur. Fleygði hann þýfinu inn um glugga á bifreiðinni og hljóp svo burt en lögreglan handtók hann skammt frá bankanum. Vitorðsmennirnir komust undan með ránsfenginn og er ekki vitað hvað varð um peningana. Talið er líklegast að þeim hafi verið komið til fíkniefnasala sem axarmaðurinn skuldaði mikið fé en að eigin sögn var hann í mikilli neyslu á þessum tíma.. Gjaldkeri sem bar vitni fyrir réttinum sagðist hafa orðið einskis vör fyrr en hún heyrði mikinn skarkala og glerbrotum rigndi yfir hana. Skarst hún á andliti og handleggjum við atganginn. Varð hún skelfingu lostin þar sem ræninginn sveiflaði öxinni aðeins fáeina þumlunga frá henni. Situr atburðurinn enn í gjaldkeranum sem leitaði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans. Aðalmeðferð verður haldið áfram 13. október en þá er vonast til að sakborningum heilsist betur eða séu komnir í land.
Dómsmál Fréttir Lög og regla Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira