Fylgismenn Al-Sadrs afvopnast

Uppreisnarmenn úr röðum sjítaklerksins Moqtada al-Sadrs með aðsetur í Sadr-borg, einu hverfa Bagdad-borgar, hafa fallist á að afvopnast á mánudag gegn því að Bandaríkjamenn hætti að sprengja í hverfinu. Samningar þessa efnis náðust í dag á milli skæruliðanna annars vegar og íröksku ríkistjórnarinnar og hernámsliðsins hins vegar, að sögn fulltrúa sjíta í viðræðunum. Hann segir nánari útfærslur á samkomulaginu verða ákveðnar á morgun og hinn. Ekki hefur fengist staðfesting á tíðindunum frá Bandaríkjamönnum.