Sundkórinn æfir á föstudagsmorgnum 12. október 2004 00:01 "Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður. En það gerir hún svo sannarlega. Fríður hópur fólks á besta aldri kemur saman vikulega og syngur nokkur ættjarðarlög í eimbaðinu í Laugardalslauginni og það er svo sannarlega uppörvandi á kaldranalegum haustmorgni. "Íslendingar hafa gaman af því að syngja og það gerðist eiginlega að sjálfu sér að við fórum að taka lagið saman í gufunni," segir Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður, sem er virkur félagi í Sundkórnum. "Ég held að það sé a.m.k. komið á annað ár síðan við byrjuðum á þessu og nú er svona 15-30 manna kjarni sem syngur saman á hverjum föstudagsmorgni. Allir sem vilja eru velkomnir beint upp úr laugunum og inn í gufubaðið og menn þurfa ekki að þreyta nein sérstök inntökupróf i þennan kór. Við erum hinsvegar nokkuð heppin að því leyti til að þarna eru margir góðir söngvarar sem hafa verið burðarstoðir í góðum kórum og kunna ósköpin öll af lögum og textum. Mest er þó sungið þarna af lífsins list." Gömlu, íslensku lögin eru vinsælust á efnisskrá kórsins."Við syngjum næstum alltaf Á Sprengisandi og útlendingarnir hafa sérstaklega gaman af því að heyra það. Við syngjum oftast bara fjögur lög en ef við höldum að fólk hafi gaman af því að hlusta á okkur þá syngjum við meira." Flestir söngmannanna hafa stundað sund um árabil og mæta í laugarnar á hverjum degi og þeim er nánast sama hvernig viðrar. Er söngurinn heilsubót á við sundið? "Söngurinn er öðruvísi heilsubót því hann er gífurlega góður andlegri heilsu manna og þegar sett er saman söngur og sund er fólk í góðum málum," segir Jón Skaftason sundsöngvari að lokum og byrjar á Blátt lítið blóm eitt er og allir taka hressilega undir. Heilsa Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður. En það gerir hún svo sannarlega. Fríður hópur fólks á besta aldri kemur saman vikulega og syngur nokkur ættjarðarlög í eimbaðinu í Laugardalslauginni og það er svo sannarlega uppörvandi á kaldranalegum haustmorgni. "Íslendingar hafa gaman af því að syngja og það gerðist eiginlega að sjálfu sér að við fórum að taka lagið saman í gufunni," segir Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður, sem er virkur félagi í Sundkórnum. "Ég held að það sé a.m.k. komið á annað ár síðan við byrjuðum á þessu og nú er svona 15-30 manna kjarni sem syngur saman á hverjum föstudagsmorgni. Allir sem vilja eru velkomnir beint upp úr laugunum og inn í gufubaðið og menn þurfa ekki að þreyta nein sérstök inntökupróf i þennan kór. Við erum hinsvegar nokkuð heppin að því leyti til að þarna eru margir góðir söngvarar sem hafa verið burðarstoðir í góðum kórum og kunna ósköpin öll af lögum og textum. Mest er þó sungið þarna af lífsins list." Gömlu, íslensku lögin eru vinsælust á efnisskrá kórsins."Við syngjum næstum alltaf Á Sprengisandi og útlendingarnir hafa sérstaklega gaman af því að heyra það. Við syngjum oftast bara fjögur lög en ef við höldum að fólk hafi gaman af því að hlusta á okkur þá syngjum við meira." Flestir söngmannanna hafa stundað sund um árabil og mæta í laugarnar á hverjum degi og þeim er nánast sama hvernig viðrar. Er söngurinn heilsubót á við sundið? "Söngurinn er öðruvísi heilsubót því hann er gífurlega góður andlegri heilsu manna og þegar sett er saman söngur og sund er fólk í góðum málum," segir Jón Skaftason sundsöngvari að lokum og byrjar á Blátt lítið blóm eitt er og allir taka hressilega undir.
Heilsa Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning