Um ofsafengnu framfaratrúna 13. október 2004 00:01 Ég var að lesa grein þína um ofsafengnu framfaratrúna, og rak örlítið í vörðurnar við setninguna "Nú ætla ég ekki að leggja lesti frjálshyggjunnar að jöfnu við grimmdaræði kommúnismans og nasismans." Nú ætla ég ekki heldur beinlínis að leggja "lestina" að jöfnu við "grimmdaræðið" - enda tveir hlutir ekki eins nema allir eiginleikar þeirra séu þeir sömu. Hinsvegar hljótum við að nálgast hugmyndir um grimmdaræði frjálshyggjunnar á hennar eigin forsendum - einkaframtakinu, og starfi ríkisvaldsins fyrir einkaframtakið. Þar koma auðvitað fyrst upp í hugann stríð Bandaríkjamanna fyrir olíunni og olíuleiðslunum. Og svo þrælkunarbúðir einkaframtaksins víða í þriðja heiminum, og samstarf einkaframtaksins og hins frjálshyggjusinnaða (eða bara markaðsdrifna - svo við leyfum Svíum nú að vera með) um að búa til aðstæður þar sem ýmisleg kúgun getur þrifist undir hlífiskildi "frelsisins". En auðvitað hlýtur vestræna frjálshyggjuríkið að hygla eigin þegnum, enda er neysla þeirra ekki síður undirstaða ríkisins/einkaframtaksins heldur en þrælarnir austur í Asíu. Ég er ekki endilega viss um að grimmdarverk frjálshyggjunnar sem fyrirbæris séu neitt skárri en grimmdarverk Sovétríkjanna eða þriðja ríkisins, þó þau séu ekki skipulögð með miðstýringu. Þessi sjálfvirkni frjálshyggjunnar lætur grimmdarverk hennar virðast síður grimmileg, þau virðast ekki jafn yfirveguð eða fyrirhuguð vegna þess að þau eru afleiðing kerfis en ekki eiginlegs valdboðs - enda firra stórfyrirtækin sig reglulega ábyrgð, vísa á undirverktaka og svo framvegis - en grimmdarverk þeirra eru ansi helvíti slæm þrátt fyrir undanbragðataktana. Það er léleg afsökun frjálshyggjumanna við grimmdarlegum afleiðingum frjálshyggjunnar að þessi grimmdarverk séu ólögleg, eða að þeim finnist líka að það ætti að banna þau. Peningar spyrja ekki hvert þeir mega fara eða hvað þeir mega gera, peningar láta sér nægja að framkvæma og er alveg sama þó einstaka þrælabúðastjóri lendi í fangelsi, eða einhverjar fáeinar ómerkilegar skrifstofublækur hjá Enron lendi í grjótinu - yfirgnæfandi meirihluti forstjóranna lifir af, og peningarnir skipta einfaldlega um hendur (í færri og færri hendur reyndar) ef einhver lendir í grjótinu. Valdið í Sovét var neglt niður, en vald dagsins er ekki bara fljótandi, það fossar fram eins og Ölfusá í leysingum - og það er alltaf vor. Bestu kveðjur, Eiríkur Lestu Nýhil: nyhil.org Og Fjallabaksleiðina - Með bakfjall í framrassinum! - blog.central.is/amen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var að lesa grein þína um ofsafengnu framfaratrúna, og rak örlítið í vörðurnar við setninguna "Nú ætla ég ekki að leggja lesti frjálshyggjunnar að jöfnu við grimmdaræði kommúnismans og nasismans." Nú ætla ég ekki heldur beinlínis að leggja "lestina" að jöfnu við "grimmdaræðið" - enda tveir hlutir ekki eins nema allir eiginleikar þeirra séu þeir sömu. Hinsvegar hljótum við að nálgast hugmyndir um grimmdaræði frjálshyggjunnar á hennar eigin forsendum - einkaframtakinu, og starfi ríkisvaldsins fyrir einkaframtakið. Þar koma auðvitað fyrst upp í hugann stríð Bandaríkjamanna fyrir olíunni og olíuleiðslunum. Og svo þrælkunarbúðir einkaframtaksins víða í þriðja heiminum, og samstarf einkaframtaksins og hins frjálshyggjusinnaða (eða bara markaðsdrifna - svo við leyfum Svíum nú að vera með) um að búa til aðstæður þar sem ýmisleg kúgun getur þrifist undir hlífiskildi "frelsisins". En auðvitað hlýtur vestræna frjálshyggjuríkið að hygla eigin þegnum, enda er neysla þeirra ekki síður undirstaða ríkisins/einkaframtaksins heldur en þrælarnir austur í Asíu. Ég er ekki endilega viss um að grimmdarverk frjálshyggjunnar sem fyrirbæris séu neitt skárri en grimmdarverk Sovétríkjanna eða þriðja ríkisins, þó þau séu ekki skipulögð með miðstýringu. Þessi sjálfvirkni frjálshyggjunnar lætur grimmdarverk hennar virðast síður grimmileg, þau virðast ekki jafn yfirveguð eða fyrirhuguð vegna þess að þau eru afleiðing kerfis en ekki eiginlegs valdboðs - enda firra stórfyrirtækin sig reglulega ábyrgð, vísa á undirverktaka og svo framvegis - en grimmdarverk þeirra eru ansi helvíti slæm þrátt fyrir undanbragðataktana. Það er léleg afsökun frjálshyggjumanna við grimmdarlegum afleiðingum frjálshyggjunnar að þessi grimmdarverk séu ólögleg, eða að þeim finnist líka að það ætti að banna þau. Peningar spyrja ekki hvert þeir mega fara eða hvað þeir mega gera, peningar láta sér nægja að framkvæma og er alveg sama þó einstaka þrælabúðastjóri lendi í fangelsi, eða einhverjar fáeinar ómerkilegar skrifstofublækur hjá Enron lendi í grjótinu - yfirgnæfandi meirihluti forstjóranna lifir af, og peningarnir skipta einfaldlega um hendur (í færri og færri hendur reyndar) ef einhver lendir í grjótinu. Valdið í Sovét var neglt niður, en vald dagsins er ekki bara fljótandi, það fossar fram eins og Ölfusá í leysingum - og það er alltaf vor. Bestu kveðjur, Eiríkur Lestu Nýhil: nyhil.org Og Fjallabaksleiðina - Með bakfjall í framrassinum! - blog.central.is/amen
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun