Vissi ekki af líkinu 18. október 2004 00:01 Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír menn sæta ákæru í líkfundarmálinu: Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 200 grömmum af amfetamíni sem Vaidas Júsevisíus kom með í iðrum sínum þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeir eru ennfremur ákærðir fyrir að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar og fyrir ósæmilega meðferð á líki eftir að Vaidas lést. Tómas játar sök varðandi fíkniefnainnflutninginn en öðrum ákærum neita allir þrír. Grétar og Tómas eru þó sammála að mestu um eftirfarandi atburðarás: Þeir fóru með Vaidas, þegar eftir að hann kom til landsins, að heimili Tómasar í Furugrund. Eitrið í iðrum Vaidasar vildi ekki ganga niður af honum, þrátt fyrir að hann fengi hægðalosandi lyf og stólpípu. Heilsu hans fór hrakandi og fjórum dögum síðar, föstudaginn 6. febrúar, lést hann. Grétar gekk frá líkinu í plastpoka og vafði því inn í blátt filtteppi. Mennirnir leigðu jeppa og settu líkið inn að aftan með því að leggja niður aftursæti bílsins. Grétar flaug síðan austur í Neskaupstað í heimsókn til móður sinnar. Jónas og Tómas óku jeppanum austur og lentu í hrakningum á leiðinni vegna veðurs. Þeir komu til Neskaupstaðar tveimur dögum síðar og sunnudagskvöldið 8. febrúar sökktu þeir líkinu af Vaidasi í sjóinn við netagerðarbryggjuna. Þeir vöfðu keðjum og bobbingum um líkið og Grétar segist hafa stungið þrjú göt á það svo það sykki betur. Vitnisburður þriðja sakborningsins, Jónasar Inga Ragnarsssonar, er allur á aðra lund. Hann neitar með öllu allri aðild að þessu máli. Jónas kannast ekkert við að hafa vitað af Vaidasi þessa fimm daga sem líf hans var að fjara út á heimili Tómasar, þrátt fyrir að hafa komið þar reglulega. Enn síður kannast hann við að hafa ekið með lík austur til Neskaupstaðar. Hann viðurkennir að hafa ekið með Tómasi austur en segir upphaflegan tilgang hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Það ferðalag vatt svo upp á sig og fyrir röð tilviljana hafi þeir endað austur í Neskaupstað. Jónas segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar líkinu var sökkt í höfnina. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir. Aðalmeðferð málsins lýkur á morgun. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír menn sæta ákæru í líkfundarmálinu: Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 200 grömmum af amfetamíni sem Vaidas Júsevisíus kom með í iðrum sínum þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeir eru ennfremur ákærðir fyrir að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar og fyrir ósæmilega meðferð á líki eftir að Vaidas lést. Tómas játar sök varðandi fíkniefnainnflutninginn en öðrum ákærum neita allir þrír. Grétar og Tómas eru þó sammála að mestu um eftirfarandi atburðarás: Þeir fóru með Vaidas, þegar eftir að hann kom til landsins, að heimili Tómasar í Furugrund. Eitrið í iðrum Vaidasar vildi ekki ganga niður af honum, þrátt fyrir að hann fengi hægðalosandi lyf og stólpípu. Heilsu hans fór hrakandi og fjórum dögum síðar, föstudaginn 6. febrúar, lést hann. Grétar gekk frá líkinu í plastpoka og vafði því inn í blátt filtteppi. Mennirnir leigðu jeppa og settu líkið inn að aftan með því að leggja niður aftursæti bílsins. Grétar flaug síðan austur í Neskaupstað í heimsókn til móður sinnar. Jónas og Tómas óku jeppanum austur og lentu í hrakningum á leiðinni vegna veðurs. Þeir komu til Neskaupstaðar tveimur dögum síðar og sunnudagskvöldið 8. febrúar sökktu þeir líkinu af Vaidasi í sjóinn við netagerðarbryggjuna. Þeir vöfðu keðjum og bobbingum um líkið og Grétar segist hafa stungið þrjú göt á það svo það sykki betur. Vitnisburður þriðja sakborningsins, Jónasar Inga Ragnarsssonar, er allur á aðra lund. Hann neitar með öllu allri aðild að þessu máli. Jónas kannast ekkert við að hafa vitað af Vaidasi þessa fimm daga sem líf hans var að fjara út á heimili Tómasar, þrátt fyrir að hafa komið þar reglulega. Enn síður kannast hann við að hafa ekið með lík austur til Neskaupstaðar. Hann viðurkennir að hafa ekið með Tómasi austur en segir upphaflegan tilgang hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Það ferðalag vatt svo upp á sig og fyrir röð tilviljana hafi þeir endað austur í Neskaupstað. Jónas segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar líkinu var sökkt í höfnina. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir. Aðalmeðferð málsins lýkur á morgun.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira