Tuga milljóna tjón 19. október 2004 00:01 Víst þykir að kviknað hafi í út frá heyi þegar 600-700 fjár brunnu inni á bænum Knerri á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Fjárhús, hlaða og vélageymsla, og margar vinnuvélar, brunnu þar til kaldra kola. Tjón er metið á tugi milljóna króna. Menn lögðu sig í mikinn háska við að reyna að bjarga sauðfénu. Bærinn Knörr er í Breiðuvík á utanverðu Snæfellsnesi. Fólk á bænum varð eldsins vart á áttunda tímanum í gærkvöldi og kallaði þegar á hjálp. Upptök eldsins voru í heyi í hlöðu en súrheysþurrkun var í gangi. Milli 20 og 30 slökkviliðsmenn úr slökkviliðum Snæfellsbæjar og Grundartanga börðust við eldinn en slökkvistarf gekk afleitlega vegna hvassviðris og sviptivinda. Menn lögðu sig í mikla hættu; bæði fuku bárujárnsplötur og eldtungur gusu á móti mönnum þegar þeir reyndu að bjarga sauðfénu út. Í fjárhúsunum voru hátt í 700 lömb en til stóð að senda þau í sláturhús í fyrramálið. Aðeins tókst að bjarga 10-20 lömbum úr eldinum. Eldurinn barst einnig í vélageymslu og eyðilagðist fjöldi dýrra og stórra tækja, þ.á m. þrjár dráttarvélar, flutningabíll, skurðgrafa og heyvinnutæki. Slökkviliðsmenn lentu í vandræðum vegna vatnsskorts og þurftu að sækja vatn á næsta bæ. Svo skjótt magnaðist raunar eldurinn að það var líkast til sem sprenging yrði og þótti mikið mildi að mennirnir, sem reyndu að bjarga fénu, skulu hafa sloppið ómeiddir. MYND/PjeturMYND/Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Víst þykir að kviknað hafi í út frá heyi þegar 600-700 fjár brunnu inni á bænum Knerri á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Fjárhús, hlaða og vélageymsla, og margar vinnuvélar, brunnu þar til kaldra kola. Tjón er metið á tugi milljóna króna. Menn lögðu sig í mikinn háska við að reyna að bjarga sauðfénu. Bærinn Knörr er í Breiðuvík á utanverðu Snæfellsnesi. Fólk á bænum varð eldsins vart á áttunda tímanum í gærkvöldi og kallaði þegar á hjálp. Upptök eldsins voru í heyi í hlöðu en súrheysþurrkun var í gangi. Milli 20 og 30 slökkviliðsmenn úr slökkviliðum Snæfellsbæjar og Grundartanga börðust við eldinn en slökkvistarf gekk afleitlega vegna hvassviðris og sviptivinda. Menn lögðu sig í mikla hættu; bæði fuku bárujárnsplötur og eldtungur gusu á móti mönnum þegar þeir reyndu að bjarga sauðfénu út. Í fjárhúsunum voru hátt í 700 lömb en til stóð að senda þau í sláturhús í fyrramálið. Aðeins tókst að bjarga 10-20 lömbum úr eldinum. Eldurinn barst einnig í vélageymslu og eyðilagðist fjöldi dýrra og stórra tækja, þ.á m. þrjár dráttarvélar, flutningabíll, skurðgrafa og heyvinnutæki. Slökkviliðsmenn lentu í vandræðum vegna vatnsskorts og þurftu að sækja vatn á næsta bæ. Svo skjótt magnaðist raunar eldurinn að það var líkast til sem sprenging yrði og þótti mikið mildi að mennirnir, sem reyndu að bjarga fénu, skulu hafa sloppið ómeiddir. MYND/PjeturMYND/Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira