Logandi kindur í veðurofsa 19. október 2004 00:01 Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi um klukkan átta á mánudagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kindur drápust líka. Í tækjageymslunni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðsstjóra í Ólafsvík, töluverð verðmæti. "Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt." Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. "Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu," sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. "Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járnplötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl," sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. "Rokið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sumar brunnar í framan, blindar." Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðsmenn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til "eins og hundur að hrista sig." Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. "Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við," sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. "Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég," sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kindur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu veltandi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerðum á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar.Mynd/PjeturReykur lá yfir öllu um miðjan dag í gær og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík var á staðnum og vaktaði rústirnar.Mynd/Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi um klukkan átta á mánudagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kindur drápust líka. Í tækjageymslunni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðsstjóra í Ólafsvík, töluverð verðmæti. "Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt." Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. "Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu," sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. "Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járnplötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl," sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. "Rokið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sumar brunnar í framan, blindar." Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðsmenn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til "eins og hundur að hrista sig." Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. "Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við," sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. "Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég," sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kindur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu veltandi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerðum á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar.Mynd/PjeturReykur lá yfir öllu um miðjan dag í gær og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík var á staðnum og vaktaði rústirnar.Mynd/Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira