Á að leyfa eða banna? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. október 2004 00:01 Miklar væntingar eru til stofnfrumurannsókna um að með þeim sé hægt að finna lækningu á sjúkdómum svo sem Parkinson, Alzheimer eða mænuskemmdum. Stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í aðrar frumur líkamans, svo sem blóðfrumur, taugafrumur eða aðrar þær frumur sem ekki endurnýja sig sjálfar. Þær stofnfrumur sem notaðar eru í slíkar rannsóknir geta verið teknar úr fullorðnum einstaklingum, fósturvísum eða naflastrengjum. Rannsóknir með stofnfrumur úr fullorðnum einstaklingum hafa valdið minni deilum, en þar sem þær endurnýja sig síður en stofnfrumur út fósturvísum vilja vísindamenn síður notast við þær. Hér á landi eru allar rannsóknir og tilraunir á fósturvísum óheimilar, nema í vissum tilfellum eins og til dæmis ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Undir þessum lögum er því hægt að stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi með sérstöku leyfi. Þó er ekki heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og eingöngu má rækta fósturvísa í 14 daga. Litlar opinberar umræður hafa verið hér á landi um siðferði fósturvísarannsókna og stofnfrumurannsókna. Hugsanlega eru tvenns konar ástæður fyrir því. Annars vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir muni aldrei komast á flug vegna þess hér eru litlar sem engar deilur um fóstureyðingar. Því eru Íslendingar ekki upp til hópa að deila um það hvort manneskjur verði til við getnað, fæðingu eða einhvers staðar þar á milli. Deilur um fósturvísarannsóknir annars staðar eru í beinu framhaldi af slíkum deilum. Hins vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir verði ekki háværar vegna þess að undanfarin ár hafa svo gott sem allar umræður um lífsiðfræði snúist um gagnabankamál Íslenskrar Erfðagreiningar og sumir vilja meina að öll sú orka sem fór í þá umræðu hafi hreinlega drepið niður allar aðrar umræður sem snúa að siðfræði vísinda hér á landi. Það er mjög gott markmið að vilja lækna sjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar verður að hafa það í huga að stofnfrumurannsóknir eru mjög dýrar og því er það alltaf spurning hvort eyða eigi opinberu fé í slíkt, þegar mikil óvissa er um niðurstöðurnar. Það þarf að huga að því hvaðan fósturvísar í slíkar rannsóknir koma. Þrátt fyrir hugmyndir um að notast við ónýtta fósturvísa sem framleiddir eru til tæknifrjóvgunar og væri annars eytt, hafa vísindamenn erlendis talað um að það verði ekki nægjanlega margir sem munu leyfa slíka notkun á fósturvísum sínum. Það er þrátt fyrir að hver fósturvísir bjóði upp á miklar stofnfrumurannsóknir. Einnig þarf að hafa í huga að takmarka eigi fósturvísarannsóknir við ákveðnar tegundir rannsókna, til dæmis til að viðhalda banni á einræktun. Á slíkt bann einungis að taka til einræktunar heillra manneskja, eða á einnig að banna einræktun á ákveðnum líffærum ef þróun rannsókna sýni að slíkt verði möguleiki? Þrátt fyrir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að vísindum og vilji helst ekki setja þeim takmörk, þarf stundum að staldra við og ræða hvers konar rannsóknir við viljum. Þar sem stærstur hluti rannsóknarfés kemur úr opinberum sjóðum þarf einnig að eiga sér stað umræða um það hvernig við viljum að slíku fé sé ráðstafað.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Miklar væntingar eru til stofnfrumurannsókna um að með þeim sé hægt að finna lækningu á sjúkdómum svo sem Parkinson, Alzheimer eða mænuskemmdum. Stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í aðrar frumur líkamans, svo sem blóðfrumur, taugafrumur eða aðrar þær frumur sem ekki endurnýja sig sjálfar. Þær stofnfrumur sem notaðar eru í slíkar rannsóknir geta verið teknar úr fullorðnum einstaklingum, fósturvísum eða naflastrengjum. Rannsóknir með stofnfrumur úr fullorðnum einstaklingum hafa valdið minni deilum, en þar sem þær endurnýja sig síður en stofnfrumur út fósturvísum vilja vísindamenn síður notast við þær. Hér á landi eru allar rannsóknir og tilraunir á fósturvísum óheimilar, nema í vissum tilfellum eins og til dæmis ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Undir þessum lögum er því hægt að stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi með sérstöku leyfi. Þó er ekki heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og eingöngu má rækta fósturvísa í 14 daga. Litlar opinberar umræður hafa verið hér á landi um siðferði fósturvísarannsókna og stofnfrumurannsókna. Hugsanlega eru tvenns konar ástæður fyrir því. Annars vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir muni aldrei komast á flug vegna þess hér eru litlar sem engar deilur um fóstureyðingar. Því eru Íslendingar ekki upp til hópa að deila um það hvort manneskjur verði til við getnað, fæðingu eða einhvers staðar þar á milli. Deilur um fósturvísarannsóknir annars staðar eru í beinu framhaldi af slíkum deilum. Hins vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir verði ekki háværar vegna þess að undanfarin ár hafa svo gott sem allar umræður um lífsiðfræði snúist um gagnabankamál Íslenskrar Erfðagreiningar og sumir vilja meina að öll sú orka sem fór í þá umræðu hafi hreinlega drepið niður allar aðrar umræður sem snúa að siðfræði vísinda hér á landi. Það er mjög gott markmið að vilja lækna sjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar verður að hafa það í huga að stofnfrumurannsóknir eru mjög dýrar og því er það alltaf spurning hvort eyða eigi opinberu fé í slíkt, þegar mikil óvissa er um niðurstöðurnar. Það þarf að huga að því hvaðan fósturvísar í slíkar rannsóknir koma. Þrátt fyrir hugmyndir um að notast við ónýtta fósturvísa sem framleiddir eru til tæknifrjóvgunar og væri annars eytt, hafa vísindamenn erlendis talað um að það verði ekki nægjanlega margir sem munu leyfa slíka notkun á fósturvísum sínum. Það er þrátt fyrir að hver fósturvísir bjóði upp á miklar stofnfrumurannsóknir. Einnig þarf að hafa í huga að takmarka eigi fósturvísarannsóknir við ákveðnar tegundir rannsókna, til dæmis til að viðhalda banni á einræktun. Á slíkt bann einungis að taka til einræktunar heillra manneskja, eða á einnig að banna einræktun á ákveðnum líffærum ef þróun rannsókna sýni að slíkt verði möguleiki? Þrátt fyrir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að vísindum og vilji helst ekki setja þeim takmörk, þarf stundum að staldra við og ræða hvers konar rannsóknir við viljum. Þar sem stærstur hluti rannsóknarfés kemur úr opinberum sjóðum þarf einnig að eiga sér stað umræða um það hvernig við viljum að slíku fé sé ráðstafað.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun