Farþegarnir bera ábyrgðina sjálfir 20. október 2004 00:01 Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. "Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir," sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikilvægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. "Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæruleysi þegar fólk notar þau ekki," segir Sigurður. "Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvikum að sýna sjálfum okkur þá virðingu að vera með beltin spennt." Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri farþegum að spenna beltin. "Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því," segir Sigurður. "Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt." Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. "Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar," segir Sigurður. "Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeganna. Það er samt ekki hægt í öllum gömlum rútum, sem er auðvitað mjög slæmt." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. "Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir," sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikilvægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. "Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæruleysi þegar fólk notar þau ekki," segir Sigurður. "Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvikum að sýna sjálfum okkur þá virðingu að vera með beltin spennt." Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri farþegum að spenna beltin. "Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því," segir Sigurður. "Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt." Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. "Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar," segir Sigurður. "Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeganna. Það er samt ekki hægt í öllum gömlum rútum, sem er auðvitað mjög slæmt."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira