Ofbeldi handrukkara orðum aukið 22. október 2004 00:01 "Það heyrir til undantekninga að hótunum og ógnunum sé fylgt eftir með ofbeldi," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Lögreglan heyrir alltaf af og til sögur og sagnir um ógnir og hótanir handrukkara. Sögur og sagnir okkar Íslendinga hafa þjónað ákveðnum tilgangi í gegnum aldirnar og gera það enn þann dag í dag. Ætlunin með þeim er að hræða. Hins vegar hættir fólk að taka mark á sögunum ef þeim er aldrei fylgt eftir," segir Ómar Smári. Hann segir að slík tilvik séu sem betur fer fá. Brynjólfur Mogesen, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, tekur undir orð Ómars. Hann segist ekki telja að aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum sem tengja mætti við handrukkara. "Starfsfólk hér á Bráðamóttökunni er mjög næmt fyrir öllum breytingum. Ég hef ekkert heyrt talað um það að einhver bylgja ofbeldis sem tengst gæti handrukkurum sé í gangi," segir Brynjólfur. Íslendingar kveða sterkt að orði Ómar Smári segir að ofbeldið sé alls ekki á þeim nótunum sem umræðan í þjóðfélaginu hefur gefið til kynna. "Íslendingar eru vanir að kveða sterkt að orði svo heyrist í gegnum eldgosadrunurnar og jarðskjálftagnýinn eins og Jón Hreggviðssson sagði. Menn vilja kannski gera viðkomandi skýrlega grein fyrir því, með því að mála sterkum orðum, að honum beri að greiða skuld sína," segir Ómar Smári. Brynjólfur segir að sögusagnir um ofbeldi handrukkara séu sterkar og lifi lengi. "Ef handrukkari brýtur hnéskel á manni verður það að sögu sem lifað getur ef til vill í fimm ár. Sagan kemst á kreik og henni er viðhaldið. Ég hef enga trú á því að hnéskeljar séu brotnar annan hvorn dag. Ég er alls ekki að halda því fram að það komi ekki fyrir, en það er alls ekki algengt," segir Brynjólfur. Flestar kærur vegna hótana ðeins eru kærð til lögreglunnar nokkur tilvik á ári sem tengjast handrukkurum. "Kærurnar eru í langflestum tilfellum vegna hótana um ofbeldi. Fólki er ógnað með hótunum um ofbeldi sem það verði fyrir standi það ekki í skilum. Það er engin spurning í okkar huga að slíkt á að kæra til lögreglu. Það skiptir miklu máli að lögreglan hafi vitneskju um þá sem beita hótunum eða ofbeldi svo hægt sé að grípa til aðgerða gegn þeim, " segir Ómar Smári. Aðspurður segir Ómar Smári að innheimta vegna skulda sem ekki eru greiddar fari oftast þannig fram að handrukkarar sæki verðmæti í hendurnar á fólki. Flestar skuldir vegna fíkniefna Í langflestum tilfellum eru skuldir sem handrukkarar eru fengnir til að innheimta tilkomnar vegna fíkniefna. Fólk hefur keypt fíkniefni umfram getu. Fíkniefnin hafa verið lánuð gegn loforði um greiðslu síðar en ekki hefur verið hægt að standa í skilum þegar á hólminn er komið," segir Ómar Smári. "Ein ástæðan fyrir því að fólk veigrar sér við því að leita aðstoðar lögreglu er sú að skuldin er tilkomin vegna einhvers ólöglegs athæfis, sem sagt kaupa á fíkniefnum. Til að komast hjá því að lenda í slíkri stöðu er besta ráðið að neyta ekki fíkniefna," segir hann. Tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir Aðspurður segir Brynjólfur að ekki sé hægt að taka saman tölulegar upplýsingar um þau tilvik sem fólk hafi leitað á bráðavaktina vegna ofbeldis af höndum handrukkara. "Skráningarkerfið tekur ekki sértaklega á ofbeldi vegna handrukkara þó svo að sérstakt skráningarkerfi sé vegna ofbeldisverknaða. Til þess að taka saman tölur um ofbeldi vegna handrukkara þyrfti því að fara í gegnum allar sjúkraskrár," segir Brynjólfur. "Auk þess þarf hinn slasaði að tilkynna að hann hafi verið meiddur af handrukkara. Þetta er hins vegar líkt og með heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum, að fólk segir ekki frá. Ef við fáum ekki réttar upplýsingar frá hinum meidda er erfitt fyrir okkur að fylgjast með þessu," segir Brynjólfur. Innheimta í takt við tímann "Þetta er bara í raun og veru einn máti innheimtu," segir Ómar Smári. Til eru aðrar aðferðir, svo sem að senda innheimtubréf, hringja í fólk, koma í heimsóknir þar sem fólk er hvatt til að greiða skuldir sínar. Þetta hefur viðhafst síðan Skálholt fór að innheimta skuldir af bændum fyrr á öldum. Þetta hefur síðan þróast í takt við breytta tíma," segir hann. Ómar Smári segir að flestar kærur vegna ofbeldis handrukkara sem koma upp á borð lögreglu varði frelsissviptingu. "Það eru fyrst og fremst tilfelli þar sem einstaklingar eru sviptir frelsi sínu í smá tíma. Farið er með þá á afvikinn stað þar sem þeim er hótað og síðan sleppt án þess að hljóta skaða af. Sem betur fer fylgja menn ekki eftir þessum hótunum sínum í þeim mæli sem fólk virðist hafa á tilfinningunni," segir hann. "Íslendingar horfa mikið á kvikmyndir og mega ekki heimfæra veruleikann sem þar fer fram á íslenskan veruleika," segir Ómar Smári. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
"Það heyrir til undantekninga að hótunum og ógnunum sé fylgt eftir með ofbeldi," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. "Lögreglan heyrir alltaf af og til sögur og sagnir um ógnir og hótanir handrukkara. Sögur og sagnir okkar Íslendinga hafa þjónað ákveðnum tilgangi í gegnum aldirnar og gera það enn þann dag í dag. Ætlunin með þeim er að hræða. Hins vegar hættir fólk að taka mark á sögunum ef þeim er aldrei fylgt eftir," segir Ómar Smári. Hann segir að slík tilvik séu sem betur fer fá. Brynjólfur Mogesen, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, tekur undir orð Ómars. Hann segist ekki telja að aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum sem tengja mætti við handrukkara. "Starfsfólk hér á Bráðamóttökunni er mjög næmt fyrir öllum breytingum. Ég hef ekkert heyrt talað um það að einhver bylgja ofbeldis sem tengst gæti handrukkurum sé í gangi," segir Brynjólfur. Íslendingar kveða sterkt að orði Ómar Smári segir að ofbeldið sé alls ekki á þeim nótunum sem umræðan í þjóðfélaginu hefur gefið til kynna. "Íslendingar eru vanir að kveða sterkt að orði svo heyrist í gegnum eldgosadrunurnar og jarðskjálftagnýinn eins og Jón Hreggviðssson sagði. Menn vilja kannski gera viðkomandi skýrlega grein fyrir því, með því að mála sterkum orðum, að honum beri að greiða skuld sína," segir Ómar Smári. Brynjólfur segir að sögusagnir um ofbeldi handrukkara séu sterkar og lifi lengi. "Ef handrukkari brýtur hnéskel á manni verður það að sögu sem lifað getur ef til vill í fimm ár. Sagan kemst á kreik og henni er viðhaldið. Ég hef enga trú á því að hnéskeljar séu brotnar annan hvorn dag. Ég er alls ekki að halda því fram að það komi ekki fyrir, en það er alls ekki algengt," segir Brynjólfur. Flestar kærur vegna hótana ðeins eru kærð til lögreglunnar nokkur tilvik á ári sem tengjast handrukkurum. "Kærurnar eru í langflestum tilfellum vegna hótana um ofbeldi. Fólki er ógnað með hótunum um ofbeldi sem það verði fyrir standi það ekki í skilum. Það er engin spurning í okkar huga að slíkt á að kæra til lögreglu. Það skiptir miklu máli að lögreglan hafi vitneskju um þá sem beita hótunum eða ofbeldi svo hægt sé að grípa til aðgerða gegn þeim, " segir Ómar Smári. Aðspurður segir Ómar Smári að innheimta vegna skulda sem ekki eru greiddar fari oftast þannig fram að handrukkarar sæki verðmæti í hendurnar á fólki. Flestar skuldir vegna fíkniefna Í langflestum tilfellum eru skuldir sem handrukkarar eru fengnir til að innheimta tilkomnar vegna fíkniefna. Fólk hefur keypt fíkniefni umfram getu. Fíkniefnin hafa verið lánuð gegn loforði um greiðslu síðar en ekki hefur verið hægt að standa í skilum þegar á hólminn er komið," segir Ómar Smári. "Ein ástæðan fyrir því að fólk veigrar sér við því að leita aðstoðar lögreglu er sú að skuldin er tilkomin vegna einhvers ólöglegs athæfis, sem sagt kaupa á fíkniefnum. Til að komast hjá því að lenda í slíkri stöðu er besta ráðið að neyta ekki fíkniefna," segir hann. Tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir Aðspurður segir Brynjólfur að ekki sé hægt að taka saman tölulegar upplýsingar um þau tilvik sem fólk hafi leitað á bráðavaktina vegna ofbeldis af höndum handrukkara. "Skráningarkerfið tekur ekki sértaklega á ofbeldi vegna handrukkara þó svo að sérstakt skráningarkerfi sé vegna ofbeldisverknaða. Til þess að taka saman tölur um ofbeldi vegna handrukkara þyrfti því að fara í gegnum allar sjúkraskrár," segir Brynjólfur. "Auk þess þarf hinn slasaði að tilkynna að hann hafi verið meiddur af handrukkara. Þetta er hins vegar líkt og með heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum, að fólk segir ekki frá. Ef við fáum ekki réttar upplýsingar frá hinum meidda er erfitt fyrir okkur að fylgjast með þessu," segir Brynjólfur. Innheimta í takt við tímann "Þetta er bara í raun og veru einn máti innheimtu," segir Ómar Smári. Til eru aðrar aðferðir, svo sem að senda innheimtubréf, hringja í fólk, koma í heimsóknir þar sem fólk er hvatt til að greiða skuldir sínar. Þetta hefur viðhafst síðan Skálholt fór að innheimta skuldir af bændum fyrr á öldum. Þetta hefur síðan þróast í takt við breytta tíma," segir hann. Ómar Smári segir að flestar kærur vegna ofbeldis handrukkara sem koma upp á borð lögreglu varði frelsissviptingu. "Það eru fyrst og fremst tilfelli þar sem einstaklingar eru sviptir frelsi sínu í smá tíma. Farið er með þá á afvikinn stað þar sem þeim er hótað og síðan sleppt án þess að hljóta skaða af. Sem betur fer fylgja menn ekki eftir þessum hótunum sínum í þeim mæli sem fólk virðist hafa á tilfinningunni," segir hann. "Íslendingar horfa mikið á kvikmyndir og mega ekki heimfæra veruleikann sem þar fer fram á íslenskan veruleika," segir Ómar Smári.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira