Hefur séð áverka á líkama og sál 23. október 2004 00:01 Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Þórarinn segir vímuefnaneytendur nota efni sem kosti talsvert mikið af peningum og því verði þeir skuldugir. Hann segir bankana nota sínar leiðir til að innheimta skuldir og þar séu oft engin vettlingatök. "Ætli þessi heimur hafi ekki sínar leiðir til að innheimta skuldir en ég veit ekki hvort það er gert á skipulagðan hátt. Hvernig innheimtuaðgerðirnar eru fer eftir því hver heldur á skuldinni og hver reynir að innheimta hana," segir Þórarinn. Hann segir ábyggilegt að hart sé gengið á eftir fólki sem skuldar og hefur hann sjálfur heyrt um að foreldrar og skyldmenni þeirra sem skulda verði fyrir ónæði. Aðspurður um ummæli Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þess efnis að ógnunum sé sjaldnast fylgt eftir með ofbeldi svarar Þórarinn að það fari eftir því hvernig menn túlki ofbeldi. Fólk sem búið hafi við andlegt ofbeldi viti hversu hryllilegt það getur verið og að búa við stöðugan ótta sé alveg skelfilegt. "Foreldrar og skyldmenni vímuefnaneytenda búa fyrir við þá angist að neytandinn sé í stöðugri lífshættu þó ekki sé verið að bæta við ótta um að einhverjir menn vilji beinlínis meiða hann. Þá hafa þeir sem skulda líka áhyggjur af sínum ættingum vegna skuldbindinga sem þeir hafa ekki staðið við og hafa hlaupið úr meðferð vegna þess," segir Þórarinn. Þórarinn segir ástæðu þess að lítið sé kært ekki alltaf vera hræðslu heldur hafi öllum verið gefið vit og fólk þurfi að vera sannfært um að það borgi sig að kæra. Hvort fólk hreinlega nenni að standa í málaferlum í héraðsdómi og Hæstarétti og fá kannski eitt hundrað þúsund krónur eftir allt saman. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Þórarinn segir vímuefnaneytendur nota efni sem kosti talsvert mikið af peningum og því verði þeir skuldugir. Hann segir bankana nota sínar leiðir til að innheimta skuldir og þar séu oft engin vettlingatök. "Ætli þessi heimur hafi ekki sínar leiðir til að innheimta skuldir en ég veit ekki hvort það er gert á skipulagðan hátt. Hvernig innheimtuaðgerðirnar eru fer eftir því hver heldur á skuldinni og hver reynir að innheimta hana," segir Þórarinn. Hann segir ábyggilegt að hart sé gengið á eftir fólki sem skuldar og hefur hann sjálfur heyrt um að foreldrar og skyldmenni þeirra sem skulda verði fyrir ónæði. Aðspurður um ummæli Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þess efnis að ógnunum sé sjaldnast fylgt eftir með ofbeldi svarar Þórarinn að það fari eftir því hvernig menn túlki ofbeldi. Fólk sem búið hafi við andlegt ofbeldi viti hversu hryllilegt það getur verið og að búa við stöðugan ótta sé alveg skelfilegt. "Foreldrar og skyldmenni vímuefnaneytenda búa fyrir við þá angist að neytandinn sé í stöðugri lífshættu þó ekki sé verið að bæta við ótta um að einhverjir menn vilji beinlínis meiða hann. Þá hafa þeir sem skulda líka áhyggjur af sínum ættingum vegna skuldbindinga sem þeir hafa ekki staðið við og hafa hlaupið úr meðferð vegna þess," segir Þórarinn. Þórarinn segir ástæðu þess að lítið sé kært ekki alltaf vera hræðslu heldur hafi öllum verið gefið vit og fólk þurfi að vera sannfært um að það borgi sig að kæra. Hvort fólk hreinlega nenni að standa í málaferlum í héraðsdómi og Hæstarétti og fá kannski eitt hundrað þúsund krónur eftir allt saman.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira