Stefán áfram á sjúkrahúsi 24. október 2004 00:01 Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Aðspurður um hvort Stefán nái sér að fullu segir Arnór það verða að koma í ljós, en gert sé ráð fyrir því. Arnór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að Íslendingarnir verði sendir heim en hugsanlegt sé þó að Stefán komi fyrr en áætlað var. Steinar Örn Magnússon hefur verið settur í gifs að sögn Arnórs. Hann var ásamt Sverri Hauki Grönli á spítalanum fyrstu nóttina eftir árásina. "Ég held að það sem hafi ráðið því að árásin var gerð hafi verið að þeir voru á merktum bílum frá Friðargæslunni. Árásin var á friðargæsluna, ekki á Íslendingana sérstaklega," segir Arnór. Hann segir misskilning hjá erlendum fréttastofum að Íslendingarnir séu hermenn. Það sé krafa Atlantshafsbandalagsins að allir sem starfi við friðargæslu séu einkennisklæddir og þess vegna sé hugsanlegt að erlendu fréttastofurnar telji þá vera hermenn. Arnór segir Íslendingana verða að hlíta ákvæðum bandalagsins en þeir séu borgaralegir sérfræðingar sem sjái um rekstur flugvallarins. Aðspurður um hvort Íslendingunum stafi ekki meiri ógn af því að vera klæddir eins og hermenn svarar Arnór því neitandi og segir það þvert á móti. "Það hefur verið óvenju rólegt þarna undanfarnar vikur. Von var á óróa og átökum í kringum kosningarnar en svo varð ekki. Árásin var óvænt og ég held að hún sé ekki túlkuð sem byrjun á óstöðugra ástandi," segir Arnór. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Stefán Gunnarsson, friðargæsluliði í Afganistan, fékk sprengjubrot í fót og neðri hluta líkamans við sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan á laugardag. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, segir Stefán verða áfram á sjúkrahúsi. Ellefu ára afgönsk stúlka og 23 ára bandarísk kona létust í sjálfsmorðsárásinni. Aðspurður um hvort Stefán nái sér að fullu segir Arnór það verða að koma í ljós, en gert sé ráð fyrir því. Arnór segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að Íslendingarnir verði sendir heim en hugsanlegt sé þó að Stefán komi fyrr en áætlað var. Steinar Örn Magnússon hefur verið settur í gifs að sögn Arnórs. Hann var ásamt Sverri Hauki Grönli á spítalanum fyrstu nóttina eftir árásina. "Ég held að það sem hafi ráðið því að árásin var gerð hafi verið að þeir voru á merktum bílum frá Friðargæslunni. Árásin var á friðargæsluna, ekki á Íslendingana sérstaklega," segir Arnór. Hann segir misskilning hjá erlendum fréttastofum að Íslendingarnir séu hermenn. Það sé krafa Atlantshafsbandalagsins að allir sem starfi við friðargæslu séu einkennisklæddir og þess vegna sé hugsanlegt að erlendu fréttastofurnar telji þá vera hermenn. Arnór segir Íslendingana verða að hlíta ákvæðum bandalagsins en þeir séu borgaralegir sérfræðingar sem sjái um rekstur flugvallarins. Aðspurður um hvort Íslendingunum stafi ekki meiri ógn af því að vera klæddir eins og hermenn svarar Arnór því neitandi og segir það þvert á móti. "Það hefur verið óvenju rólegt þarna undanfarnar vikur. Von var á óróa og átökum í kringum kosningarnar en svo varð ekki. Árásin var óvænt og ég held að hún sé ekki túlkuð sem byrjun á óstöðugra ástandi," segir Arnór.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira