Kærði viku eftir árásina 26. október 2004 00:01 Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið eiginkonu sína hálstaki og hrint henni til og frá þannig að hún tognaði á hálsi og hné og hlaut yfirborðsáverka á andliti og hársverði. Jónína segir virðast sem dómarinn telji lögfulla sönnun á því að maðurinn hafi veitt konunni áverka og hafi því brotið gegn 217. grein almennra hegningarlaga. Þá segir hún dómarann ákveða í ljósi aðstæðna og atvika að fresta refsingu. Þær aðstæður og atvik séu að maðurinn hafi lagt hendur á konuna í mikilli bræði og segir í dómnum að gögn málsins hnígi frekar að því að konan kunni að hafa valdið bræðinni. "Þar segir dómarinn að hugsanlega hafi framhjáhald borið á góma á milli þeirra sem hafi réttlætt bræðina sem síðan réttlætir áverkana á konunni," segir Jónína. Jónína segir vekja athygli að í dómnum sé að eitt af því sem dómarinn virðist vísa til varðandi frestun refsiákvörðunar sé að konan hafi verið svo sein að kæra. Henni finnst undarlegt að það teljist seint fyrir konu, sem hefur sætt ofbeldi og þurft hefur að flýja heimili sitt ofsahrædd á nærfötunum, að kæra einni viku eftir atburðinn. "Ég vil enn og aftur ítreka að konur í þessari stöðu eiga ekki að þurfa að kæra og gera kröfu um refsingu og eftir atvikum skaðabóta því það ber að rannsaka þessi mál. Í þessu máli lá fyrir áverkavottorð og vitni að því að konan flúði heimilið auk þess sem konan fór til lögreglunnar því hefði lögreglan átt að rannsaka málið að eigin frumkvæði og án kæru," segir Jónína. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið eiginkonu sína hálstaki og hrint henni til og frá þannig að hún tognaði á hálsi og hné og hlaut yfirborðsáverka á andliti og hársverði. Jónína segir virðast sem dómarinn telji lögfulla sönnun á því að maðurinn hafi veitt konunni áverka og hafi því brotið gegn 217. grein almennra hegningarlaga. Þá segir hún dómarann ákveða í ljósi aðstæðna og atvika að fresta refsingu. Þær aðstæður og atvik séu að maðurinn hafi lagt hendur á konuna í mikilli bræði og segir í dómnum að gögn málsins hnígi frekar að því að konan kunni að hafa valdið bræðinni. "Þar segir dómarinn að hugsanlega hafi framhjáhald borið á góma á milli þeirra sem hafi réttlætt bræðina sem síðan réttlætir áverkana á konunni," segir Jónína. Jónína segir vekja athygli að í dómnum sé að eitt af því sem dómarinn virðist vísa til varðandi frestun refsiákvörðunar sé að konan hafi verið svo sein að kæra. Henni finnst undarlegt að það teljist seint fyrir konu, sem hefur sætt ofbeldi og þurft hefur að flýja heimili sitt ofsahrædd á nærfötunum, að kæra einni viku eftir atburðinn. "Ég vil enn og aftur ítreka að konur í þessari stöðu eiga ekki að þurfa að kæra og gera kröfu um refsingu og eftir atvikum skaðabóta því það ber að rannsaka þessi mál. Í þessu máli lá fyrir áverkavottorð og vitni að því að konan flúði heimilið auk þess sem konan fór til lögreglunnar því hefði lögreglan átt að rannsaka málið að eigin frumkvæði og án kæru," segir Jónína.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira