Segir engan hafa verið í lífshættu 28. október 2004 00:01 Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson byggingaverktaki segist algjörlega ósammála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Mennirnir voru sextíu metrum frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í viðtali við Fréttablaðið eftir sprenginguna, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir sprengingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. "Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slasaðist," segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert annað hefði einhver slasast í sprengingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mistökin liggja. "Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gert beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að ríma svæðið vitum við ekki, " segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. "Við teystum á að vinnueftirlitið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli," segir Geir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í Hornafirði, segir að hætt hafi verið að rannsaka sprenginguna sem samgönguráðherra sprengdi í Almannaskarðsgöngunum í byrjun október. Hann segir ljóst að menn hafi ekki verið í lífshættu. Hann segir einnig að frumrannsókn hafi verð gerð og verði einhverjir eftirmálar séu gögnin á vísum stað. Geir Þorsteinsson byggingaverktaki segist algjörlega ósammála sýslumanninum og segir að ekki verði fram hjá því horft að sex menn sem voru í vinnu hjá honum hafi verið í hættu. Mennirnir voru sextíu metrum frá sprengjunni þegar hún sprakk og sagði vinnufélagi mannanna, í viðtali við Fréttablaðið eftir sprenginguna, að mennirnir hefðu þurft að henda sér á jörðina til að verja sig fyrir grjóti sem rigndi yfir þá. Páll sýslumaður segir sprengingunni hafi verið flýtt á síðustu stundu en hún hefði samt verið innan þess tíma sem allir hefðu átt að vera farnir af svæðinu. "Þeir hefðu átt að vera farnir ef þeir hefðu viljað sína aðgæslu. Það er þeirra mál hvort þeir fóru ekki nógu langt eða hvort þeir töfðust of lengi. Þeir voru í sjálfu sér ekki í lífshættu og enginn slasaðist," segir Páll og bætir við að viðhorfið hefði verið töluvert annað hefði einhver slasast í sprengingunni. Geir Þorsteinsson segist vilja fá upp á yfirborðið hvað gerðist nákvæmlega og hvar mistökin liggja. "Í tilkynningu frá sýslumanni segir að greinilegt hafi verið að mistök hafi verið gert beggja megin skarðs. Hvort það hafi verið við eða sá sem átti að ríma svæðið vitum við ekki, " segir Geir. Hann segir jafnframt að þeir hefðu átt að vera búnir að yfirgefa svæðið en í þetta skipti hafi hins vegar ekki komið maður til að sækja þá og sjá til þess að svæðið væri hreint eins og venja var. "Við teystum á að vinnueftirlitið klári málið og geri skýrslu um það. Við erum svo sem ekki að sækjast eftir lögreglumáli," segir Geir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira