Hafa hótanir áhrif á kjósendur? 31. október 2004 00:01 Þegar hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden birtist á sjónvarpsskjánum um heim allan í lok síðustu viku og hafði uppi hótanir um frekari árásir á Bandaríkin veltu margir því fyrir sér hvað raunverulega vekti fyrir honum. Margir spurðu hvort hann væri að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs sem fram fara á morgun. Var hann ef til vill að reyna að hræða kjósendur frá því að styðja Bush og fá þá til að kjósa John Kerry? Í því sambandi rifjaðist upp atvikið á Spáni í sumar þegar Al kaída vann mannskætt hryðjuverk í Madríd þegar gengið var til þingkosninga þar í landi. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um svör við þessum spurningum. En ljóst er að sé það ætlunin að hræða kjósendur frá stuðningi við Bush er bin Laden á villigötum. Það er einmitt á sviði hryðjuverkanna sem Bush nýtur mun meira trausts kjósenda en Kerry. Menn treysta honum betur en Kerry til að verja Bandaríkin fyrir Al kaída. Hótanirnar gætu því haft þveröfug áhrif. Og einhverjar skoðanakannanir munu einmitt hafa sýnt fylgissveiflu yfir til Bush eftir að myndbandið með ávarpi bin Ladens var birt. Getur þá verið að hryðjuverkaforinginn vilji að Bush sigri eða er hann bara svona mikill kjáni? Eða er myndbandið jafnvel samsæri Bush-manna? Þetta síðast nefnda hljómar fjarstæðukennt en samt lét hinn kunni fréttaskýrandi og fyrrum aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, Walter Cronkite, þau orð falla á CNN um helgina að líklega væri Karl Rove, helsti hugmyndafræðingur Bush forseta, heilinn á bak við birtingu myndbandsins. Engir aðrir hafa þó orðið til þess að taka undir þau ummæli. Þau sýna kannski helst hitann og taugaveiklunina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Líklega stendur bin Laden á sama um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er áreiðanlega jafn lítið hrifinn af báðum forsetaframbjóðendunum, Bush og Kerry. Og hann er enginn kjáni. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir honum með myndbandinu að nota tækifærið, það besta sem hann gat fengið, til að hafa í frammi hinn hefðbundna hatursáróður sinn gegn vestrænni menningu og þjóðskipulagi. Bin Laden hugsar í senn sögulega og til framtíðar og þess vegna er ólíklegt að hann eyði miklu púðri í skammtímamál eins og þau hver er forseti Bandaríkjanna þetta árið eða hitt. Hann vill hins vegar vekja ugg og óhugnað, efa og óvissu á Vesturlöndum. Hann vill eyða vestrænu þjóðfélagskerfi enda hefur hann sagt gildismati þess stríð á hendur. Markmið hans er að koma á íslömsku miðaldaþjóðfélagi og í því skyni eru öll meðul leyfileg að hans mati. Sumum finnst að fjölmiðlar eigi ekki að birta myndband eins og það sem Osama bin Laden sendi frá sér. Með því séu Vesturlandabúar að grafa sína eigin gröf. Bent er á að hryðjuverkasamtök séu ekki eins og hver og önnur lýðræðisleg stjórnmálasamtök sem rétt eigi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum. En í rauninni er ómögulegt að fylgja slíkri stefnu eftir í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um neina miðstýringu fjölmiðla að ræða. Fjölmiðlar skipta þúsundum og dreifileiðir efnis eru óteljandi. Hætt er við að tilraun til ritskoðunar efnis af þessu tagi mundi leiða til þess að alls konar hviksögur færu á kreik. Það gæti aftur leitt af sér ótta og ólgu. Lýðræðisþjóðfélagið stendur að ýmsu leyti berskjaldað gagnvart þeim sem vilja notfæra sér leikreglur þess til að koma því á kné. Hryðjuverkamenn af skóla íslamskrar miðaldastefnu eru ekki fyrstir til að reyna það. Nasistar og kommúnistar hafa reynt hið sama, stundum með árangri. Baráttan gegn slíkum öflum verður því ávallt mikilvægur þáttur í stjórnmálum lýðræðisríkjanna.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden birtist á sjónvarpsskjánum um heim allan í lok síðustu viku og hafði uppi hótanir um frekari árásir á Bandaríkin veltu margir því fyrir sér hvað raunverulega vekti fyrir honum. Margir spurðu hvort hann væri að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs sem fram fara á morgun. Var hann ef til vill að reyna að hræða kjósendur frá því að styðja Bush og fá þá til að kjósa John Kerry? Í því sambandi rifjaðist upp atvikið á Spáni í sumar þegar Al kaída vann mannskætt hryðjuverk í Madríd þegar gengið var til þingkosninga þar í landi. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um svör við þessum spurningum. En ljóst er að sé það ætlunin að hræða kjósendur frá stuðningi við Bush er bin Laden á villigötum. Það er einmitt á sviði hryðjuverkanna sem Bush nýtur mun meira trausts kjósenda en Kerry. Menn treysta honum betur en Kerry til að verja Bandaríkin fyrir Al kaída. Hótanirnar gætu því haft þveröfug áhrif. Og einhverjar skoðanakannanir munu einmitt hafa sýnt fylgissveiflu yfir til Bush eftir að myndbandið með ávarpi bin Ladens var birt. Getur þá verið að hryðjuverkaforinginn vilji að Bush sigri eða er hann bara svona mikill kjáni? Eða er myndbandið jafnvel samsæri Bush-manna? Þetta síðast nefnda hljómar fjarstæðukennt en samt lét hinn kunni fréttaskýrandi og fyrrum aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, Walter Cronkite, þau orð falla á CNN um helgina að líklega væri Karl Rove, helsti hugmyndafræðingur Bush forseta, heilinn á bak við birtingu myndbandsins. Engir aðrir hafa þó orðið til þess að taka undir þau ummæli. Þau sýna kannski helst hitann og taugaveiklunina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Líklega stendur bin Laden á sama um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er áreiðanlega jafn lítið hrifinn af báðum forsetaframbjóðendunum, Bush og Kerry. Og hann er enginn kjáni. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir honum með myndbandinu að nota tækifærið, það besta sem hann gat fengið, til að hafa í frammi hinn hefðbundna hatursáróður sinn gegn vestrænni menningu og þjóðskipulagi. Bin Laden hugsar í senn sögulega og til framtíðar og þess vegna er ólíklegt að hann eyði miklu púðri í skammtímamál eins og þau hver er forseti Bandaríkjanna þetta árið eða hitt. Hann vill hins vegar vekja ugg og óhugnað, efa og óvissu á Vesturlöndum. Hann vill eyða vestrænu þjóðfélagskerfi enda hefur hann sagt gildismati þess stríð á hendur. Markmið hans er að koma á íslömsku miðaldaþjóðfélagi og í því skyni eru öll meðul leyfileg að hans mati. Sumum finnst að fjölmiðlar eigi ekki að birta myndband eins og það sem Osama bin Laden sendi frá sér. Með því séu Vesturlandabúar að grafa sína eigin gröf. Bent er á að hryðjuverkasamtök séu ekki eins og hver og önnur lýðræðisleg stjórnmálasamtök sem rétt eigi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum. En í rauninni er ómögulegt að fylgja slíkri stefnu eftir í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um neina miðstýringu fjölmiðla að ræða. Fjölmiðlar skipta þúsundum og dreifileiðir efnis eru óteljandi. Hætt er við að tilraun til ritskoðunar efnis af þessu tagi mundi leiða til þess að alls konar hviksögur færu á kreik. Það gæti aftur leitt af sér ótta og ólgu. Lýðræðisþjóðfélagið stendur að ýmsu leyti berskjaldað gagnvart þeim sem vilja notfæra sér leikreglur þess til að koma því á kné. Hryðjuverkamenn af skóla íslamskrar miðaldastefnu eru ekki fyrstir til að reyna það. Nasistar og kommúnistar hafa reynt hið sama, stundum með árangri. Baráttan gegn slíkum öflum verður því ávallt mikilvægur þáttur í stjórnmálum lýðræðisríkjanna.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun