Óánægja kraumar í kennurum 31. október 2004 00:01 "Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skólastjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunartillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist einnig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlunartillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. "Það er alveg sama hvernig aðstæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samninga í fjögur ár hvað sem á dynur," segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöðuna og vilja helst halda verkfallinu áfram. "Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækkanir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. "Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægileg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera "erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af." Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt. Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
"Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skólastjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunartillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist einnig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlunartillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. "Það er alveg sama hvernig aðstæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samninga í fjögur ár hvað sem á dynur," segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöðuna og vilja helst halda verkfallinu áfram. "Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækkanir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. "Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægileg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera "erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af." Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt.
Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent