Þórólfur segir af sér 9. nóvember 2004 00:01 Þórólfur Árnason tilkynnti síðdegis í gær á blaðamannafundi í Höfða að hann hygðist segja af sér embætti borgarstjóra. "Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum." Þórólfur hefur verið borgarstjóri í tæp tvö ár. Staða hans hefur verið í uppnámi frá því í byrjun síðustu viku þegar Vinstri-grænir sögðust ekki geta treyst honum fyllilega vegna þáttar hans í samráði Olíufélaganna eftir að lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út. Samþykkt var að gefa Þórólfi ráðrúm til að skýra mál sitt. Þórólfur sagðist hafa tekið ákvörðunina eftir að hafa fengið tækifæri undanfarna daga til að "verja heiður sinn". Hann hafi frá upphafi komið hreint fram varðandi starf sitt fyrir Olíufélagið h.f. "Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla Samkeppnisstofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári. Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir." Þórólfur minnir á að það hafi borið að með skjótum hætti að hann settist í borgarstjórastólinn:" Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir. Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann" sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í gær. Reykjavíkurlistinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöld að Þórólfur hafi reynst farsæll í störfum sem borgarstjóri: "Í ákvörðun Þórólfs felst að hann tekur hagsmuni borgarinnar og Reykjavíkurlistasamstarfsins fram yfir sína eigin." R-listinn hefur ekki valið arftaka Þórólfs og virðist stefna í hörð átök innan hans. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Þórólfur Árnason tilkynnti síðdegis í gær á blaðamannafundi í Höfða að hann hygðist segja af sér embætti borgarstjóra. "Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum." Þórólfur hefur verið borgarstjóri í tæp tvö ár. Staða hans hefur verið í uppnámi frá því í byrjun síðustu viku þegar Vinstri-grænir sögðust ekki geta treyst honum fyllilega vegna þáttar hans í samráði Olíufélaganna eftir að lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar kom út. Samþykkt var að gefa Þórólfi ráðrúm til að skýra mál sitt. Þórólfur sagðist hafa tekið ákvörðunina eftir að hafa fengið tækifæri undanfarna daga til að "verja heiður sinn". Hann hafi frá upphafi komið hreint fram varðandi starf sitt fyrir Olíufélagið h.f. "Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla Samkeppnisstofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári. Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir." Þórólfur minnir á að það hafi borið að með skjótum hætti að hann settist í borgarstjórastólinn:" Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir. Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann" sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í gær. Reykjavíkurlistinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöld að Þórólfur hafi reynst farsæll í störfum sem borgarstjóri: "Í ákvörðun Þórólfs felst að hann tekur hagsmuni borgarinnar og Reykjavíkurlistasamstarfsins fram yfir sína eigin." R-listinn hefur ekki valið arftaka Þórólfs og virðist stefna í hörð átök innan hans.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira