Samstaða dugði ekki Degi 10. nóvember 2004 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. "Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónulega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig." segir Dagur B. Eggertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Fréttablaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim forsendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ásgrímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. "Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna" segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að forysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: "Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni." Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. "Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíðinni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við." Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði verið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. "R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgarstjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi." Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóraefni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár sagði Stefán Jón: "Það er ekki einu sinni víst að það verði R listi þeim kosningum" segir Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: "Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu. "MYND/Pjetur Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. "Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónulega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig." segir Dagur B. Eggertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Fréttablaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim forsendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ásgrímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. "Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna" segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að forysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: "Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni." Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. "Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíðinni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við." Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði verið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. "R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgarstjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi." Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóraefni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár sagði Stefán Jón: "Það er ekki einu sinni víst að það verði R listi þeim kosningum" segir Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: "Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu. "MYND/Pjetur
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira