Málamiðlun allra málamiðlanna 11. nóvember 2004 00:01 Talsverður kurr er í Samfylkingunni yfir því með hverjum hætti kjör Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur bar að. "Það er óþolandi að Halldór Ásgrímsson skuli velja fyrir okkur borgarstjóra", segir einn helsti leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flest bendir þó til að Steinunn Valdís muni ekki gjalda fyrir það í störfum sínum. Formaður flokksins Össur Skarphéðinsson segir að sátt hafi náðst um Steinunni einfaldlega vegna "mikilla eðliskosta" hennar. Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarflokki, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingu og Björk Vilhelmsdóttir, vinstri-grænum skipuðu nefnd sem valdi borgarstjóraefnið. Nefndin komst að samkomulagi um Dag B. Eggertsson snemma í valferlinu og eins og hann sagði í Fréttablaðinu í gær samþykktu allir borgarfulltrúar það val. Einn leiðtoga R-listans orðaði það þannig: "Við sögðumst geta stutt Dag, ef enginn annar fyndist." Einn helsti leiðtogi vinstri-grænna orðaði afstöðu flokks síns þannig: "Eftir lætin útaf Þórólfi, sögðust við samþykkja hvern þann sem hinir gætu komið sér saman um."Framsókn gegn Degi og Stefáni, Ingibjörg Sólrún hlutlaus Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarflokki bauð Degi sjálfur borgarstjórastólinn. Fréttin um Dag lak út og olli titringi í forystu Framsóknarflokksins. Þau skilaboð bárust borgarfulltrúum Framsóknarflokksins úr "baklandinu", eins og Alfreð orðar það að Dagur væri óásættanlegur. Samfylkingarmenn segja "baklandið" dulnefni yfir Halldór Ásgrímsson og Árna Magnússon. Stefán Jón Hafstein, lýsti við svo búið yfir formlegu framboði sínu til borgarstjóra. Vinstri grænir segjast hafa getað sætt sig við hann. Afstaða "baklands" Framsóknarflokksins var sú sama og með Dag B. Eggertsson að flokkurinn vildi ekki taka þátt í uppeldi nýrra foringja Samfylkingarinnar. Það sem næst gerðist er umdeildara. Þau boð bárust úr stjórnarráðinu að sögn heimildarmanna að "baklandið" gæti sætt sig við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Við svo búið lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfir hlutleysi og hún dróg sig út úr starfi valnefndarinnar. Stefán Jón Hafstein vill ekki viðurkenna að Ingibjörg Sólrún hafi snúið við honum bakinu á ögurstundu. Heimildir herma hins vegar að ætlun Stefáns Jóns hafi verið sú að neyða Alfreð Þorsteinsson til að samþykkja framboð sitt eða stofna samstarfinu í hættu. Þessi fyrirætlun hafi orðið að engu þegar Ingibjörg Sólrún hafi kippt að sér höndunum. Ingibjörg Sólrún vísar þessu algjörlega á bug og segir: "Það eru margir á ferðinni úti í flokknum sem eru í fyrsta lagi að reyna að hanna atburðarásina og í öðru lagi að túlka atburðarás og eru oft að gera það út frá einhverjum annarlegum hagsmunum að mínu viti. Ég hef enga löngun til að taka þátt í svoleiðis leik. Ég stend að sjálfsögðu þétt við bakið á Stefáni Jóni og Steinunni Valdísi í borgarstjórnarflokki Reykjavíkurlistans." Gremja er í garð Ingibjargar Sólrúnar í Samfylkingunni yfir þessu og hún sökuð um að bregðst einum traustast fylgismanni sínum á stjórmálaferli sínum sem hafi tekið margan slag fyrir borgarstjórann fyrrverandi.Styrkur Stefáns honum fjötur um fót Stefán Jón Hafstein, dregur ekki dul á að hann telji sig hafa beðið ósigur. Styrkur hans hafi orðið sér fjötur um fót. "Það hefnir sín að ég vann glæsilega í prófkjöri Samfylkingarinnar. Þetta var ekki það sem ég bjóst við að sigurinn myndi hafa í för með sér. Ég er ekki svekktur en þetta var tækifæri sem ég vildi grípa. Fyrst svona fór spila ég áfram mína stöðu í liðinu." Um þetta segir Steinunn Valdís: "Þetta snýst ekki um að refsa einhverjum heldur um að komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhver. Við erum öll mjög umdeild og þetta var niðurstaða sem allir gátu fylgt sig á bakvið. Það var andstaða við oddvita flokkana víða. Ég hefði stutt Stefán Jón sem borgarstjóra og hann styður mig núna." Steinunn Valdís segir alltof snemmt að svara því hvort hún verði borgarstjóraefni R-listans í næstu borgarstjórnarkosningum eftir innan við hálft annað ár. Allir eru raunar sammála um að óvíst sé með öllu hvort R-listinn bjóði fram. Ekki er einu sinni talið ljóst hvort Stefán sækist eftir endurkjöri til borgarstjórnar. Vel er talið hugsanlegt að Stefán Jón Hafstein og jafnvel Steinunn Valdís hugsi sér til hreyfings og bjóði sig fram til Alþingis. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Ég á þetta, ég má þetta“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Talsverður kurr er í Samfylkingunni yfir því með hverjum hætti kjör Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur bar að. "Það er óþolandi að Halldór Ásgrímsson skuli velja fyrir okkur borgarstjóra", segir einn helsti leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flest bendir þó til að Steinunn Valdís muni ekki gjalda fyrir það í störfum sínum. Formaður flokksins Össur Skarphéðinsson segir að sátt hafi náðst um Steinunni einfaldlega vegna "mikilla eðliskosta" hennar. Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarflokki, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingu og Björk Vilhelmsdóttir, vinstri-grænum skipuðu nefnd sem valdi borgarstjóraefnið. Nefndin komst að samkomulagi um Dag B. Eggertsson snemma í valferlinu og eins og hann sagði í Fréttablaðinu í gær samþykktu allir borgarfulltrúar það val. Einn leiðtoga R-listans orðaði það þannig: "Við sögðumst geta stutt Dag, ef enginn annar fyndist." Einn helsti leiðtogi vinstri-grænna orðaði afstöðu flokks síns þannig: "Eftir lætin útaf Þórólfi, sögðust við samþykkja hvern þann sem hinir gætu komið sér saman um."Framsókn gegn Degi og Stefáni, Ingibjörg Sólrún hlutlaus Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarflokki bauð Degi sjálfur borgarstjórastólinn. Fréttin um Dag lak út og olli titringi í forystu Framsóknarflokksins. Þau skilaboð bárust borgarfulltrúum Framsóknarflokksins úr "baklandinu", eins og Alfreð orðar það að Dagur væri óásættanlegur. Samfylkingarmenn segja "baklandið" dulnefni yfir Halldór Ásgrímsson og Árna Magnússon. Stefán Jón Hafstein, lýsti við svo búið yfir formlegu framboði sínu til borgarstjóra. Vinstri grænir segjast hafa getað sætt sig við hann. Afstaða "baklands" Framsóknarflokksins var sú sama og með Dag B. Eggertsson að flokkurinn vildi ekki taka þátt í uppeldi nýrra foringja Samfylkingarinnar. Það sem næst gerðist er umdeildara. Þau boð bárust úr stjórnarráðinu að sögn heimildarmanna að "baklandið" gæti sætt sig við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Við svo búið lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfir hlutleysi og hún dróg sig út úr starfi valnefndarinnar. Stefán Jón Hafstein vill ekki viðurkenna að Ingibjörg Sólrún hafi snúið við honum bakinu á ögurstundu. Heimildir herma hins vegar að ætlun Stefáns Jóns hafi verið sú að neyða Alfreð Þorsteinsson til að samþykkja framboð sitt eða stofna samstarfinu í hættu. Þessi fyrirætlun hafi orðið að engu þegar Ingibjörg Sólrún hafi kippt að sér höndunum. Ingibjörg Sólrún vísar þessu algjörlega á bug og segir: "Það eru margir á ferðinni úti í flokknum sem eru í fyrsta lagi að reyna að hanna atburðarásina og í öðru lagi að túlka atburðarás og eru oft að gera það út frá einhverjum annarlegum hagsmunum að mínu viti. Ég hef enga löngun til að taka þátt í svoleiðis leik. Ég stend að sjálfsögðu þétt við bakið á Stefáni Jóni og Steinunni Valdísi í borgarstjórnarflokki Reykjavíkurlistans." Gremja er í garð Ingibjargar Sólrúnar í Samfylkingunni yfir þessu og hún sökuð um að bregðst einum traustast fylgismanni sínum á stjórmálaferli sínum sem hafi tekið margan slag fyrir borgarstjórann fyrrverandi.Styrkur Stefáns honum fjötur um fót Stefán Jón Hafstein, dregur ekki dul á að hann telji sig hafa beðið ósigur. Styrkur hans hafi orðið sér fjötur um fót. "Það hefnir sín að ég vann glæsilega í prófkjöri Samfylkingarinnar. Þetta var ekki það sem ég bjóst við að sigurinn myndi hafa í för með sér. Ég er ekki svekktur en þetta var tækifæri sem ég vildi grípa. Fyrst svona fór spila ég áfram mína stöðu í liðinu." Um þetta segir Steinunn Valdís: "Þetta snýst ekki um að refsa einhverjum heldur um að komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhver. Við erum öll mjög umdeild og þetta var niðurstaða sem allir gátu fylgt sig á bakvið. Það var andstaða við oddvita flokkana víða. Ég hefði stutt Stefán Jón sem borgarstjóra og hann styður mig núna." Steinunn Valdís segir alltof snemmt að svara því hvort hún verði borgarstjóraefni R-listans í næstu borgarstjórnarkosningum eftir innan við hálft annað ár. Allir eru raunar sammála um að óvíst sé með öllu hvort R-listinn bjóði fram. Ekki er einu sinni talið ljóst hvort Stefán sækist eftir endurkjöri til borgarstjórnar. Vel er talið hugsanlegt að Stefán Jón Hafstein og jafnvel Steinunn Valdís hugsi sér til hreyfings og bjóði sig fram til Alþingis.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Ég á þetta, ég má þetta“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira