Lést eftir högg á kjálka 16. nóvember 2004 00:01 Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jónsson, verjandi Scott, segir umbjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá aðstandendum hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar hann sló Felmming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitingastaðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. "Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfsvarnaríþróttir," segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleiðingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. "Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkomandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi," segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé áhætta sem er tekin þegar höggið er slegið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jónsson, verjandi Scott, segir umbjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá aðstandendum hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar hann sló Felmming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitingastaðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. "Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfsvarnaríþróttir," segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleiðingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. "Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkomandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi," segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé áhætta sem er tekin þegar höggið er slegið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira