Sprengjudrunur í Bagdad

Sprengjudrunur heyrast víða í Bagdadborg nú um stundir en engar fréttir hafa borist af særðum eða látnum. Öflug sprenging kvað við í miðborginni fyrir stuttu og fréttamaður Reuters í borginni segist sjá reyk stíga upp til himins norðan við Græna svæðið svokallaða þar sem meðal annars er aðsetur hernámsliðsins og bráðabirgðastjórnar Íraks. Jafnframt er haft eftir íbúum í vesturhluta Bagdad að nokkrar sprengingar hafi kveðið við, þ.á m. í nágrenni flugvallarins í borginni.