Geta þeir aldrei hætt þessu? Einar K. Guðfinnsson skrifar 7. desember 2004 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Það er rífandi gangur í innanlandsfluginu. Farþegunum fjölgar, fyrirtækin sem áður höfðu tapað stórfé hagnast. Starfsfólkið sem vinnur við flugrekstur gengur ánægt til vinnu sinnar á Reykjavíkurflugvelli og um land allt. Íbúar landsbyggðarinnar kunna vel að meta góða þjónustu og þægilegan ferðamáta. Ferðamenn fara um landið að aflokinni heimsókn til höfuðborgarinnar. Allir græða; Reykvíkingar þó mest því staðsetning flugvallarins býr til ótöluleg atvinnutækifæri, sem ella væru annað hvort ekki til staðar hér á landi, eða alla vega ekki innan bæjarmarka Reykjavíkur. En það ber skugga á. Enn á ný er hafin umræða um að kollvarpa þessu öllu. Svipta Íslendinga innanlandsflugi í núverandi mynd, auka bílaumferð úti á ofhlöðnum þjóðvegunum, klippa á mikilvæga atvinnustarfsemi og valda röskun mörg hundruð þúsund farþega sem nýta núna innanlandsflugið í landinu. Er þetta ekki furðulegt? Og hverjir skyldu nú standa fyrir þessu? Jú, merkilegt nokk, meðal annarra fulltrúar og meintir málsvarar höfuðborgarinnar, sem mest græðir þó á innanlandsfluginu. Er mönnunum ekki sjálfrátt? Ætla þeir aldrei að hætta þessu? Margir héldu að innanlandsflug myndi smám saman lognast út af. Bættir vegir og öflugri aðrar samgöngur myndu gera það að verkum. Raunveruleikinn er annar. Frá árinu 2002 hefur innanlandsflugið vaxið. Fjöldi farþega sem fór um Reykjavíkurflugvöll í fyrra var 346 þúsund, en 325 þúsund árið á undan. Ef við skoðum fjölda farþega sem fara um íslenska áætlunarflugvelli og berum saman tölur fyrstu 10 mánaða hvers árs (en nýrri tölur eru ekki fyrirliggjandi fyrir þetta ár), þá blasir hið sama við. Farþegarnir voru 600 þúsund árið 2002, fóru upp í 637 þúsund í fyrra og voru orðnir 695 þúsund í lok október. Þá er eftir að bæta við tveimur mánuðum til þess að fá rauntölur yfirstandandi árs. Þar inni í er desember, jólamánuðurinn, þegar mikil umferð er um flugvellina. Borgir hafa meðal annars byggst í kringum samgöngumannvirki. Væri Kaupmannahöfn ekki snautleg án Hovedbanegården, eða hvernig væri upplitið á Lundúnum án lestarstöðvanna, sem flytja íbúa í stórum stíl til vinnu sinnar í borgunum? Í þessum löndum kannast ég ekki við umræðu af því tagi sem við berjum núna augum og hlustum á í fjölmiðlunum. Reykjavíkurflugvöllur er í raun og veru samgöngumiðstöð af þessu tagi. Hann er uppspretta gríðarlegra verðmæta í borginni. Hann eykur skilvirkni, býr til störf og hagkvæmni í atvinnulífinu og skapar þannig hagvöxt og betri lífskjör. Þess vegna er hún ekki bara þreytandi þessi síbylja gegn Reykjavíkurflugvelli, sem sífellt virðist ætla að ganga aftur. Hún er hreinlega óskiljanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Það er rífandi gangur í innanlandsfluginu. Farþegunum fjölgar, fyrirtækin sem áður höfðu tapað stórfé hagnast. Starfsfólkið sem vinnur við flugrekstur gengur ánægt til vinnu sinnar á Reykjavíkurflugvelli og um land allt. Íbúar landsbyggðarinnar kunna vel að meta góða þjónustu og þægilegan ferðamáta. Ferðamenn fara um landið að aflokinni heimsókn til höfuðborgarinnar. Allir græða; Reykvíkingar þó mest því staðsetning flugvallarins býr til ótöluleg atvinnutækifæri, sem ella væru annað hvort ekki til staðar hér á landi, eða alla vega ekki innan bæjarmarka Reykjavíkur. En það ber skugga á. Enn á ný er hafin umræða um að kollvarpa þessu öllu. Svipta Íslendinga innanlandsflugi í núverandi mynd, auka bílaumferð úti á ofhlöðnum þjóðvegunum, klippa á mikilvæga atvinnustarfsemi og valda röskun mörg hundruð þúsund farþega sem nýta núna innanlandsflugið í landinu. Er þetta ekki furðulegt? Og hverjir skyldu nú standa fyrir þessu? Jú, merkilegt nokk, meðal annarra fulltrúar og meintir málsvarar höfuðborgarinnar, sem mest græðir þó á innanlandsfluginu. Er mönnunum ekki sjálfrátt? Ætla þeir aldrei að hætta þessu? Margir héldu að innanlandsflug myndi smám saman lognast út af. Bættir vegir og öflugri aðrar samgöngur myndu gera það að verkum. Raunveruleikinn er annar. Frá árinu 2002 hefur innanlandsflugið vaxið. Fjöldi farþega sem fór um Reykjavíkurflugvöll í fyrra var 346 þúsund, en 325 þúsund árið á undan. Ef við skoðum fjölda farþega sem fara um íslenska áætlunarflugvelli og berum saman tölur fyrstu 10 mánaða hvers árs (en nýrri tölur eru ekki fyrirliggjandi fyrir þetta ár), þá blasir hið sama við. Farþegarnir voru 600 þúsund árið 2002, fóru upp í 637 þúsund í fyrra og voru orðnir 695 þúsund í lok október. Þá er eftir að bæta við tveimur mánuðum til þess að fá rauntölur yfirstandandi árs. Þar inni í er desember, jólamánuðurinn, þegar mikil umferð er um flugvellina. Borgir hafa meðal annars byggst í kringum samgöngumannvirki. Væri Kaupmannahöfn ekki snautleg án Hovedbanegården, eða hvernig væri upplitið á Lundúnum án lestarstöðvanna, sem flytja íbúa í stórum stíl til vinnu sinnar í borgunum? Í þessum löndum kannast ég ekki við umræðu af því tagi sem við berjum núna augum og hlustum á í fjölmiðlunum. Reykjavíkurflugvöllur er í raun og veru samgöngumiðstöð af þessu tagi. Hann er uppspretta gríðarlegra verðmæta í borginni. Hann eykur skilvirkni, býr til störf og hagkvæmni í atvinnulífinu og skapar þannig hagvöxt og betri lífskjör. Þess vegna er hún ekki bara þreytandi þessi síbylja gegn Reykjavíkurflugvelli, sem sífellt virðist ætla að ganga aftur. Hún er hreinlega óskiljanleg.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun