Hvernig á stjórnarskráin að vera? 10. desember 2004 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hafist skuli handa um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ritaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra formönnum stjórnmálaflokkanna bréf um það efni í vikunni og bað þá að tilnefna fulltrúa sína í nefnd sem gera á tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Með nefndinni á að vinna hópur sérfræðinga í lögum og stjórnmálafræði. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart því eftir stjórnarfars- eða stjórnskipunarkreppuna í sumar sem leið sögðu leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, að endurskoða þyrfti ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta. Ekki er enn búið að skipa stjórnarskrárnefndina og ekkert erindisbréf henni til handa er til. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur talað um að endurskoðunin eigi að vera víðtæk en ekki að beinast eingöngu að þáttum eins og valdsviði forseta og Alþingis. Ekki er hægt að skilja orð ráðherrans öðruvísi en svo að nefndin fái í raun frjálsar hendur um það hvaða þætti stjórnarskrárinnar hún kýs að skoða og gera tillögur um breytingar á. Það er auðvitað spennandi að allt skuli vera á borðinu, eins og sagt er, en það skapar líka ákveðna hættu á því að nefndin komi litlu eða engu frá sér eða takist ekki að ljúka verkinu innan tímamarka sem eru tvö ár. Hugmynd forsætisráðherra er að stjórnarskrártillögur verði tilbúnar fyrir næstu alþingiskosningar.Skoðanir á Vísi vilja benda lesendum sínum á að stjórnarskrána í heild er að finna hér á þessari vefsíðu Alþingis. Lesið hana yfir og veltið því fyrir ykkur hvernig þið vilduð að hún væri orðuð eða samansett ef þið fengjuð að ráða. Hér eru nokkur atriði til hugsa um í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Segið skoðun ykkar á þeim hér fyrir neðan. 1. Eigum við áfram að hafa þjóðkjörinn forseta með samskonar völd og nú? Eða ætti að draga úr völdum sem embættinu fylgja og gera það eingöngu að táknrænni tignarstöðu? Ættum við að láta Alþingi kjósa forsetann í stað þjóðarinnar eða jafnvel láta forseta Alþingis gegna báðum embættunum? Hvernig litist ykkur á Halldór Blöndal á Bessastöðum? Nema við lokum forsetasetrinu? Og svo má enn velta því fyrir sér hvort við ættum að nota tækifærið og koma okkur upp kóngi eins og sumir veltu fyrir sér í fullri alvöru áður en lýðveldið var stofnað árið 1944. Ýmsir með blátt blóð í æðum eru víst á lausu utanlands. 2. Eigum við að gera breytingar á framkvæmdavaldinu, ríkisstjórninni? Hvernig væri að forsætisráðherra væri þjóðkjörinn og fengi miklu meiri formlegri völd en hann hefur nú? 3. Þarf að kveða á um það í stjórnarskrá að framkvæmdavaldið geti ekki skipað dómara? Að Alþingi þurfi til dæmis að samþykkja dómara í Hæstarétti? 4. Er þetta rétti tíminn til að breyta kjördæmaskipaninni. Laga atkvæðavægið milli landshluta? Nú eða gera landið allt að einu kjördæmi? 5. Ætti að breyta stöðu þjóðkirkjunnar og kannski rjúfa tengsl hennar við ríkisvaldið. 6. Þarf að kveða fastar eða skýrar að orði um mannréttindi? Þarf að taka á friðhelgi einkalífs með skýrari hætti í stjórnarskrárnni nú þegar Stóri bróðir getur fylgst með hverri hreyfingu okkar og hvers kyns eftirlit með einstaklingum hefur aukist? 7. Er rétt að í stjórnarskránni séu einhver ákvæði um rétt óborinna manneskja, rétt dýra, um takmörk læknisfræðilegra og líffræðilegra vísindatilrauna? 8. Hvað með félagsleg réttindi? Eru þau nógu skýr og yfirgripsmikil í stjórnarskránni? 9. Fullveldið og sjálfstæðið. Þarf með einhverjum hætti að bregðast við þróun til alþjóðlegrar ríkjasamvinnu á öllum sviðum og skilgreina fullveldishugtakið upp á nýtt? 10. Og loks er spurningin hvort í stjórnarskráin eigi að vera sérákvæði sem snúa til dæmis að börnum og minnihlutahópum? Þetta er engan veginn tæmandi listi heldur aðeins umræðugrundvöllur fyrir lesendur Vísis.Leggið orð í belg! Hér er tækifæri til að segja skoðun sína áður en stjórnarskrárnefndin hefur tekið til starfa og sest á rökstóla. Hafa áhrif á umræðuna áður en hún hefst af alvöru. Orðið er frjálst!gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hafist skuli handa um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ritaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra formönnum stjórnmálaflokkanna bréf um það efni í vikunni og bað þá að tilnefna fulltrúa sína í nefnd sem gera á tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Með nefndinni á að vinna hópur sérfræðinga í lögum og stjórnmálafræði. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart því eftir stjórnarfars- eða stjórnskipunarkreppuna í sumar sem leið sögðu leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, að endurskoða þyrfti ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta. Ekki er enn búið að skipa stjórnarskrárnefndina og ekkert erindisbréf henni til handa er til. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur talað um að endurskoðunin eigi að vera víðtæk en ekki að beinast eingöngu að þáttum eins og valdsviði forseta og Alþingis. Ekki er hægt að skilja orð ráðherrans öðruvísi en svo að nefndin fái í raun frjálsar hendur um það hvaða þætti stjórnarskrárinnar hún kýs að skoða og gera tillögur um breytingar á. Það er auðvitað spennandi að allt skuli vera á borðinu, eins og sagt er, en það skapar líka ákveðna hættu á því að nefndin komi litlu eða engu frá sér eða takist ekki að ljúka verkinu innan tímamarka sem eru tvö ár. Hugmynd forsætisráðherra er að stjórnarskrártillögur verði tilbúnar fyrir næstu alþingiskosningar.Skoðanir á Vísi vilja benda lesendum sínum á að stjórnarskrána í heild er að finna hér á þessari vefsíðu Alþingis. Lesið hana yfir og veltið því fyrir ykkur hvernig þið vilduð að hún væri orðuð eða samansett ef þið fengjuð að ráða. Hér eru nokkur atriði til hugsa um í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Segið skoðun ykkar á þeim hér fyrir neðan. 1. Eigum við áfram að hafa þjóðkjörinn forseta með samskonar völd og nú? Eða ætti að draga úr völdum sem embættinu fylgja og gera það eingöngu að táknrænni tignarstöðu? Ættum við að láta Alþingi kjósa forsetann í stað þjóðarinnar eða jafnvel láta forseta Alþingis gegna báðum embættunum? Hvernig litist ykkur á Halldór Blöndal á Bessastöðum? Nema við lokum forsetasetrinu? Og svo má enn velta því fyrir sér hvort við ættum að nota tækifærið og koma okkur upp kóngi eins og sumir veltu fyrir sér í fullri alvöru áður en lýðveldið var stofnað árið 1944. Ýmsir með blátt blóð í æðum eru víst á lausu utanlands. 2. Eigum við að gera breytingar á framkvæmdavaldinu, ríkisstjórninni? Hvernig væri að forsætisráðherra væri þjóðkjörinn og fengi miklu meiri formlegri völd en hann hefur nú? 3. Þarf að kveða á um það í stjórnarskrá að framkvæmdavaldið geti ekki skipað dómara? Að Alþingi þurfi til dæmis að samþykkja dómara í Hæstarétti? 4. Er þetta rétti tíminn til að breyta kjördæmaskipaninni. Laga atkvæðavægið milli landshluta? Nú eða gera landið allt að einu kjördæmi? 5. Ætti að breyta stöðu þjóðkirkjunnar og kannski rjúfa tengsl hennar við ríkisvaldið. 6. Þarf að kveða fastar eða skýrar að orði um mannréttindi? Þarf að taka á friðhelgi einkalífs með skýrari hætti í stjórnarskrárnni nú þegar Stóri bróðir getur fylgst með hverri hreyfingu okkar og hvers kyns eftirlit með einstaklingum hefur aukist? 7. Er rétt að í stjórnarskránni séu einhver ákvæði um rétt óborinna manneskja, rétt dýra, um takmörk læknisfræðilegra og líffræðilegra vísindatilrauna? 8. Hvað með félagsleg réttindi? Eru þau nógu skýr og yfirgripsmikil í stjórnarskránni? 9. Fullveldið og sjálfstæðið. Þarf með einhverjum hætti að bregðast við þróun til alþjóðlegrar ríkjasamvinnu á öllum sviðum og skilgreina fullveldishugtakið upp á nýtt? 10. Og loks er spurningin hvort í stjórnarskráin eigi að vera sérákvæði sem snúa til dæmis að börnum og minnihlutahópum? Þetta er engan veginn tæmandi listi heldur aðeins umræðugrundvöllur fyrir lesendur Vísis.Leggið orð í belg! Hér er tækifæri til að segja skoðun sína áður en stjórnarskrárnefndin hefur tekið til starfa og sest á rökstóla. Hafa áhrif á umræðuna áður en hún hefst af alvöru. Orðið er frjálst!gm@frettabladid.is
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun