Fanginn í Japan 12. desember 2004 00:01 Skáksnillingurinn Bobby Fischer, sem nú er í fangelsi í Japan, hefur óskað eftir griðastað á Íslandi. Hrafn Jökulsson hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli. Hann vill að við Íslendingar liðsinnum Fischer og bjóðumst til þess að hýsa hann. Hrafn hefur skifað eftirfarandi pistil að ósk Skoðana á Vísi: "Á dögunum barst utanríkisráðherra bréf frá Bobby Fischer, sterkasta skákmanni allra tíma. Hann hefur verið í japönskum fangabúðum síðan í júlí og á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans 10 ára fangelsi. Glæpurinn? Að hafa teflt skák í Júgóslavíu – landi sem ekki er lengur til – fyrir tólf árum. Bobby Fischer er einn mesti afreksmaður Bandaríkjanna, og heimsins alls, á 20. öld. Upp á eigin spýtur braust hann til æðstu metorða, strákur frá New York sem skoraði sovéska skákskólann á hólm – og sigraði. Bobby Fischer varð heimsmeistari í Reykjavík 1972 þegar hann lagði rússneska prúðmennið Boris Spassky. Þetta var einvígi allra tíma, uppgjör Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar kalda stríðið var sem kaldast. Ráðamenn í Kreml og Hvíta húsinu fylgdust grannt með gangi mála í Laugardalshöll, og hinn litríki Bobby Fischer sá til þess að einvígið í Reykjavík var vikum saman á forsíðum heimsblaða. Aldrei áður höfðu svo margir fréttamenn komið til Íslands – heimsmeistaraeinvígið var tvímælalaust langmesta landkynning sem hið unga lýðveldi í norðri hafði fengið. Sumarið 1972 urðu Íslendingar og Bobby Fischer vinir. Við lærðum að meta þennan mótsagnakennda og kraftmikla strák, sem var kominn alla leið á toppinn án þess að hafa nokkru sinni gert málamiðlun um nokkurn skapaðan hlut. Bobby var rekinn áfram af viljanum til að sigra, til að skapa meistaraverk. Hann er skáklistinni það sem Beethoven er tónlistinni og Shakespeare skáldskapnum. Og nú er þessi vinur okkar í miklum þrengingum. Hann er kominn á sjötugsaldur og hefur í fimm mánuði verið í haldi Japana. Framsal til Bandaríkjanna er dauðadómur í huga Fischers, sem hefur afsalað sér bandarísku ríkisfangi – og leitað til Íslendinga um hjálp á neyðarstundu. Íslendingar geta, líklega einir þjóða, komið Fischer til hjálpar. Mikilvægast er að fá hann lausan úr hinni japönsku prísund, og að tryggja að gamli maðurinn geti um frjálst höfuð strokið. Það væri sterkur leikur af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða Fischer vist á Íslandi og leysa þannig mestu þraut skákheimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skáksnillingurinn Bobby Fischer, sem nú er í fangelsi í Japan, hefur óskað eftir griðastað á Íslandi. Hrafn Jökulsson hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli. Hann vill að við Íslendingar liðsinnum Fischer og bjóðumst til þess að hýsa hann. Hrafn hefur skifað eftirfarandi pistil að ósk Skoðana á Vísi: "Á dögunum barst utanríkisráðherra bréf frá Bobby Fischer, sterkasta skákmanni allra tíma. Hann hefur verið í japönskum fangabúðum síðan í júlí og á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans 10 ára fangelsi. Glæpurinn? Að hafa teflt skák í Júgóslavíu – landi sem ekki er lengur til – fyrir tólf árum. Bobby Fischer er einn mesti afreksmaður Bandaríkjanna, og heimsins alls, á 20. öld. Upp á eigin spýtur braust hann til æðstu metorða, strákur frá New York sem skoraði sovéska skákskólann á hólm – og sigraði. Bobby Fischer varð heimsmeistari í Reykjavík 1972 þegar hann lagði rússneska prúðmennið Boris Spassky. Þetta var einvígi allra tíma, uppgjör Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar kalda stríðið var sem kaldast. Ráðamenn í Kreml og Hvíta húsinu fylgdust grannt með gangi mála í Laugardalshöll, og hinn litríki Bobby Fischer sá til þess að einvígið í Reykjavík var vikum saman á forsíðum heimsblaða. Aldrei áður höfðu svo margir fréttamenn komið til Íslands – heimsmeistaraeinvígið var tvímælalaust langmesta landkynning sem hið unga lýðveldi í norðri hafði fengið. Sumarið 1972 urðu Íslendingar og Bobby Fischer vinir. Við lærðum að meta þennan mótsagnakennda og kraftmikla strák, sem var kominn alla leið á toppinn án þess að hafa nokkru sinni gert málamiðlun um nokkurn skapaðan hlut. Bobby var rekinn áfram af viljanum til að sigra, til að skapa meistaraverk. Hann er skáklistinni það sem Beethoven er tónlistinni og Shakespeare skáldskapnum. Og nú er þessi vinur okkar í miklum þrengingum. Hann er kominn á sjötugsaldur og hefur í fimm mánuði verið í haldi Japana. Framsal til Bandaríkjanna er dauðadómur í huga Fischers, sem hefur afsalað sér bandarísku ríkisfangi – og leitað til Íslendinga um hjálp á neyðarstundu. Íslendingar geta, líklega einir þjóða, komið Fischer til hjálpar. Mikilvægast er að fá hann lausan úr hinni japönsku prísund, og að tryggja að gamli maðurinn geti um frjálst höfuð strokið. Það væri sterkur leikur af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða Fischer vist á Íslandi og leysa þannig mestu þraut skákheimsins.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun