Hinir staðföstu halda heim 14. desember 2004 00:01 Uppreisnarmenn í Írak halda áfram árásum sínum og er lögregla vinsælt skotmark. Fyrir vikið fækkar í röðum írakskra sveita og hinir staðföstu halda heim á leið. Dagurinn í Írak hófst á sjálfsmorðssprengjuárás við græna svæðið svokallaða, rétt eins og gærdagurinn. Tólf særðust, sumir hverjir alvarlega, en óljósar fregnir berast af mannfalli. Árásir hafa verið algengar undanfarið og er talið víst að þeim muni enn fjölga í aðdraganda kosninga í landinu. Yfirvöldum er mikið í mun að sýna fram á að uppreisnarmenn hafi ekki frumkvæðið í baráttunni og að árangur náist í að kveða þá niður. Yfirlýsing Iyads Allawis, forsætisráðherra Íraks, í dag var þáttur í sálfræðihernaðinum en hann sagði að í næstu viku muni réttarhöld yfir forystumönnum fyrri stjórnar hefjast. Hann greindi einnig frá handtöku eins samverkamanna hryðjuverkaleiðtogans al-Zarqawis. Skömmu síðar létu uppreisnarmenn á ný til sín taka og gerðu árás á hópferðabíla sem fluttu írakska lögreglumenn frá Basra til Bagdad. Nokkur fjöldi lá í valnum að átökunum loknum og segir eitt vitna að lík liggi á víð og dreif og að bardagar standi þar enn. Loks bárust fregnir frá Varsjá þess efnis að Pólverjar ætli að fækka hersveitum sínum í Írak um þriðjung frá og með febrúar á næsta ári. Raunar hefur fækkað í hersveitum hinna staðföstu í Írak: Nikaragúa, Spánn, Hondúras, Filippseyjar, Taíland og Nýja-Sjáland hafa kallað sveitir sínar heim, Holland og Ungverjaland ætla að kalla sínar sveitir heim á næstu vikum og Úkraína, Moldóvía, Noregur og Búlgaría hafa fækkað í herliði sínu í Írak. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Fleiri handteknir vegna ránsins á Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Sjá meira
Uppreisnarmenn í Írak halda áfram árásum sínum og er lögregla vinsælt skotmark. Fyrir vikið fækkar í röðum írakskra sveita og hinir staðföstu halda heim á leið. Dagurinn í Írak hófst á sjálfsmorðssprengjuárás við græna svæðið svokallaða, rétt eins og gærdagurinn. Tólf særðust, sumir hverjir alvarlega, en óljósar fregnir berast af mannfalli. Árásir hafa verið algengar undanfarið og er talið víst að þeim muni enn fjölga í aðdraganda kosninga í landinu. Yfirvöldum er mikið í mun að sýna fram á að uppreisnarmenn hafi ekki frumkvæðið í baráttunni og að árangur náist í að kveða þá niður. Yfirlýsing Iyads Allawis, forsætisráðherra Íraks, í dag var þáttur í sálfræðihernaðinum en hann sagði að í næstu viku muni réttarhöld yfir forystumönnum fyrri stjórnar hefjast. Hann greindi einnig frá handtöku eins samverkamanna hryðjuverkaleiðtogans al-Zarqawis. Skömmu síðar létu uppreisnarmenn á ný til sín taka og gerðu árás á hópferðabíla sem fluttu írakska lögreglumenn frá Basra til Bagdad. Nokkur fjöldi lá í valnum að átökunum loknum og segir eitt vitna að lík liggi á víð og dreif og að bardagar standi þar enn. Loks bárust fregnir frá Varsjá þess efnis að Pólverjar ætli að fækka hersveitum sínum í Írak um þriðjung frá og með febrúar á næsta ári. Raunar hefur fækkað í hersveitum hinna staðföstu í Írak: Nikaragúa, Spánn, Hondúras, Filippseyjar, Taíland og Nýja-Sjáland hafa kallað sveitir sínar heim, Holland og Ungverjaland ætla að kalla sínar sveitir heim á næstu vikum og Úkraína, Moldóvía, Noregur og Búlgaría hafa fækkað í herliði sínu í Írak.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Fleiri handteknir vegna ránsins á Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Sjá meira