Bandaríkjamenn kunna að krefjast framsals Fischers 17. desember 2004 00:01 Ekki er hægt að útiloka að bandarísk stjórnvöld krefjist framsals á skákmeistaranum Bobby Fischer fari svo að hann komi hingað til lands. Framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Slík krafa hefur hins vegar ekki verið lögð fram í Japan, þar sem Fischer hefur verið í haldi í fimm mánuði og ámóta samningur er í gildi. Íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig ekki við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en tekin var ákvörðun um að bjóða Fischer landvistarleyfi. "Þeim var skýrt frá þessu og tekið fram að ekki væri um pólitískt hæli að ræða," segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann áréttar að með ákvörðuninni sé ekki á nokkurn hátt tekið undir skoðanir eða gagnrýni sem Fischer kunni að hafa haft í frammi. "Þetta er gert í fullum vinskap og virðingu við Bandaríkin. Okkar áhersla snýst eingöngu um mannúðarsjónarmið. Fischer leitaði til okkar í kröggum og við viljum verða við þessu kalli hans." Þá segir Gunnar Snorri skipta máli að Bandaríkjamenn hafi ekki sett af stað formlegt framsalsmál í Japan. "Svo verður bara að koma í ljós hvað þeir gera," segir hann og bætir við að viðbrögð Bandaríkjanna hafi einungis verið að taka fram að málið væri í vinnslu og á forræði dómsmálaráðuneytisins þar. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna, segir ekki rétt að James Irvin Gadsen sendiherra hafi verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Bobby Fischer, heldur hafi á miðvikudag verið fyrir fram ákveðinn fundur þar sem ýmis mál voru á dagskrá. "En við þetta tækifæri var sendiherranum tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda," segir Pia og hefur ekki trú á að gengið hafi verið fram hjá sendiráðinu í samráði við bandarísk stjórnvöld. Hún segir verið að skoða lagalega hlið mála í Bandaríkjunum. "Það er búið að vísa þessu í dómsmálaráðuneytið og þar eru lögfræðingar að athuga málið." Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að bandarísk stjórnvöld krefjist framsals á skákmeistaranum Bobby Fischer fari svo að hann komi hingað til lands. Framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Slík krafa hefur hins vegar ekki verið lögð fram í Japan, þar sem Fischer hefur verið í haldi í fimm mánuði og ámóta samningur er í gildi. Íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig ekki við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en tekin var ákvörðun um að bjóða Fischer landvistarleyfi. "Þeim var skýrt frá þessu og tekið fram að ekki væri um pólitískt hæli að ræða," segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann áréttar að með ákvörðuninni sé ekki á nokkurn hátt tekið undir skoðanir eða gagnrýni sem Fischer kunni að hafa haft í frammi. "Þetta er gert í fullum vinskap og virðingu við Bandaríkin. Okkar áhersla snýst eingöngu um mannúðarsjónarmið. Fischer leitaði til okkar í kröggum og við viljum verða við þessu kalli hans." Þá segir Gunnar Snorri skipta máli að Bandaríkjamenn hafi ekki sett af stað formlegt framsalsmál í Japan. "Svo verður bara að koma í ljós hvað þeir gera," segir hann og bætir við að viðbrögð Bandaríkjanna hafi einungis verið að taka fram að málið væri í vinnslu og á forræði dómsmálaráðuneytisins þar. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna, segir ekki rétt að James Irvin Gadsen sendiherra hafi verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Bobby Fischer, heldur hafi á miðvikudag verið fyrir fram ákveðinn fundur þar sem ýmis mál voru á dagskrá. "En við þetta tækifæri var sendiherranum tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda," segir Pia og hefur ekki trú á að gengið hafi verið fram hjá sendiráðinu í samráði við bandarísk stjórnvöld. Hún segir verið að skoða lagalega hlið mála í Bandaríkjunum. "Það er búið að vísa þessu í dómsmálaráðuneytið og þar eru lögfræðingar að athuga málið."
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira