Dvalarleyfisboðið stendur 20. desember 2004 00:01 Japanskur lögfræðingur skákmeistarans Bobbys Fischers fundar í dag með japönsku útlendingastofunni til að fá úr því skorið hvort Japanir hafi samþykkt að senda Fischer til Íslands í stað Bandaríkjanna, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. "Ég fæ ekki fréttir af þessu fyrr en um hádegi," segir hann og kveðst ekki ætla út að sækja Fischer fyrr en liggi fyrir hvort hann fái að fara hingað. "Það er ómögulegt að hanga þarna í einhverri óvissu." Sæmundur segir Fischer ekki geta fallið frá lögsókn á hendur japönskum yfirvöldum fyrr en þessi mál séu komin á hreint. "Þetta er einhver pattstaða," segir Sæmundur, sem þó segist viðbúinn að stökkva af stað með litlum fyrirvara að sækja Fischer ef af verður. "Það er ekki svo mikið sem maður þarf með sér." Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær vegna máls Fischers og tjáð að boð stjórnvalda til Fischers stæði. Ítrekað var á fundinum að með boðinu væri brugðist við með vísan til sögulegra tengsla landsins við skákmanninn, enda hefði Fischer unnið heimsmeistaratitil sinn í frækilegu einvígi hér árið 1972. Einnig var útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og uppfylltu að því leyti ekki skilyrði til framsals. Í níundu grein laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir: "Framsal er óheimilt ef sök eða dæmd refsing er fyrnd eða að öðru leyti fallin niður samkvæmt íslenskum lögum." Bandarísk stjórnvöld komu síðasta föstudag skilaboðum til íslenskra stjórnvalda þar sem þau voru hvött til að draga til baka boðið til Fischers. Áréttað var að mál hans væru í ákveðnum farvegi hjá bandarískum yfirvöldum og látin í ljós ákveðin vonbrigði með afstöðu Íslendinga. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Japanskur lögfræðingur skákmeistarans Bobbys Fischers fundar í dag með japönsku útlendingastofunni til að fá úr því skorið hvort Japanir hafi samþykkt að senda Fischer til Íslands í stað Bandaríkjanna, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. "Ég fæ ekki fréttir af þessu fyrr en um hádegi," segir hann og kveðst ekki ætla út að sækja Fischer fyrr en liggi fyrir hvort hann fái að fara hingað. "Það er ómögulegt að hanga þarna í einhverri óvissu." Sæmundur segir Fischer ekki geta fallið frá lögsókn á hendur japönskum yfirvöldum fyrr en þessi mál séu komin á hreint. "Þetta er einhver pattstaða," segir Sæmundur, sem þó segist viðbúinn að stökkva af stað með litlum fyrirvara að sækja Fischer ef af verður. "Það er ekki svo mikið sem maður þarf með sér." Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær vegna máls Fischers og tjáð að boð stjórnvalda til Fischers stæði. Ítrekað var á fundinum að með boðinu væri brugðist við með vísan til sögulegra tengsla landsins við skákmanninn, enda hefði Fischer unnið heimsmeistaratitil sinn í frækilegu einvígi hér árið 1972. Einnig var útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og uppfylltu að því leyti ekki skilyrði til framsals. Í níundu grein laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir: "Framsal er óheimilt ef sök eða dæmd refsing er fyrnd eða að öðru leyti fallin niður samkvæmt íslenskum lögum." Bandarísk stjórnvöld komu síðasta föstudag skilaboðum til íslenskra stjórnvalda þar sem þau voru hvött til að draga til baka boðið til Fischers. Áréttað var að mál hans væru í ákveðnum farvegi hjá bandarískum yfirvöldum og látin í ljós ákveðin vonbrigði með afstöðu Íslendinga.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira