Stjórnvöld hvika hvergi 20. desember 2004 00:01 Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þau íslensku til þess að draga til baka boðið til Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, og áréttuðu að um væri að ræða ákærðan og eftirlýstan mann. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi var hins vegar tilkynnt í dag að boðið stæði. Davíð segir það ekki þurfa að vera að Bandaríkjamenn muni leggja fram framsalskröfu. Þeir séu undrandi á ákvörðun íslenskra stjórnvalda, en það sé mat íslenskra stjórnvalda að íslensk lög standi ekki til framsals þar sem brotið sé fyrnt að íslenskum lögum. Þess vegna væri ekki framsalsskylda hér en á það yrði að reyna með formlegum hætti. Mál Fischers kemur upp á sama tíma og viðræður standa yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi veru varnarliðsins hér landi. Engin formdæmi eru fyrir því að Íslendingar veiti manni landvistarleyfi sem bandarísk yfirvöld álíta eftirlýstan glæpamann, en utanríkisráðherra hefur þó ekki áhyggjur af því að til eftimála komi. Davíð segir að á milli vinaþjóða eigi mál sem þetta að fara lögformlega leið samkvæmt samningum. En brotið sé að mati Íslendinga fyrnt. Fischer sjálfum er mikið í mun um að komast hingað til lands sem fyrst . Hann hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum, en þó ekki fyrr en tryggt verður að þau heimili honum að fara til Íslands. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segist nú bíða þess eins að það komist á hreint áður en hann heldur utan til að fylgja Fischer til Íslands. Jafnvel var búist við því að þessi mál kæmust á hreint í morgun og var Sæmundur tilbúinn að fara utan í einkaþotu til Japans um hádegisbil í dag. Síðar kom í ljós að ekkert myndi gerast strax, svo ferðin verður farin í fyrsta lagi á morgun, annað hvort með einkavél eða áætlunarflugi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira
Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þau íslensku til þess að draga til baka boðið til Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, og áréttuðu að um væri að ræða ákærðan og eftirlýstan mann. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi var hins vegar tilkynnt í dag að boðið stæði. Davíð segir það ekki þurfa að vera að Bandaríkjamenn muni leggja fram framsalskröfu. Þeir séu undrandi á ákvörðun íslenskra stjórnvalda, en það sé mat íslenskra stjórnvalda að íslensk lög standi ekki til framsals þar sem brotið sé fyrnt að íslenskum lögum. Þess vegna væri ekki framsalsskylda hér en á það yrði að reyna með formlegum hætti. Mál Fischers kemur upp á sama tíma og viðræður standa yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi veru varnarliðsins hér landi. Engin formdæmi eru fyrir því að Íslendingar veiti manni landvistarleyfi sem bandarísk yfirvöld álíta eftirlýstan glæpamann, en utanríkisráðherra hefur þó ekki áhyggjur af því að til eftimála komi. Davíð segir að á milli vinaþjóða eigi mál sem þetta að fara lögformlega leið samkvæmt samningum. En brotið sé að mati Íslendinga fyrnt. Fischer sjálfum er mikið í mun um að komast hingað til lands sem fyrst . Hann hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum, en þó ekki fyrr en tryggt verður að þau heimili honum að fara til Íslands. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segist nú bíða þess eins að það komist á hreint áður en hann heldur utan til að fylgja Fischer til Íslands. Jafnvel var búist við því að þessi mál kæmust á hreint í morgun og var Sæmundur tilbúinn að fara utan í einkaþotu til Japans um hádegisbil í dag. Síðar kom í ljós að ekkert myndi gerast strax, svo ferðin verður farin í fyrsta lagi á morgun, annað hvort með einkavél eða áætlunarflugi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira