Ósáttir við að undankeppnina vanti 20. desember 2004 00:01 Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. "Það verður að segjast eins og er að við erum ekki hressir með þennan samdrátt sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu hvað tónlist varðar," segir Björn. Tónlist hafi ekki notið sama velvilja hjá forsvarmönnum Sjónvarpsins og hún geri meðal borgaranna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kannast ekki við að umfjöllun um tónlist eða tónlistarflutningur sé minni en verið hafi. Hann vill ítreka að hann sé sammála Birni um að æskilegt væri að vera með meira tónlistarefni. Það gildi raunar um fleiri listgreinar: "Það fé sem er til umrráða ár hvert er þó takmarkað og því er leitast við að forgangsraða með mismunandi hætti frá ári til árs. Þannig er leikið efni til dæmis sett í forgang 2005. Hafinn er undirbúningur að gerð þáttaraðar með klassískum einleikurum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning." Bjarni segir það eiga jafnt við innan raða Sjónvarpsins sem fagaðila að helst hafi menn viljað sjá undankeppni en af því geti ekki orðið næsta ár. Einar Bárðarson, fyrrum Eurovisionfari, framkvæmdastjóri Concert og Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir Ríkissjónvarpið engum skyldum hafa að gegna við íslenskt tónlistarfólk. Undankeppnir séu krydd í tónlistarlífiið, en tónlistarmarkaðurinn sé stór, gefnar séu út 128 plötur á ári á Íslandi: "Flestar þeirra eru ekki gefnar út í hagnaði og þeir sem taka þátt í Eurovision koma nú sjaldnast út í hagnaði." Einar segir undankeppni dýra. Fengist fyrirtæki til að greiða kostnað hennar væri líklegt að það tæki fjármagn sem annars færi í aðra menningarviðburði: "Ég er ekki viss um að menn yrðu hrifnir af því." Eurovision Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. "Það verður að segjast eins og er að við erum ekki hressir með þennan samdrátt sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu hvað tónlist varðar," segir Björn. Tónlist hafi ekki notið sama velvilja hjá forsvarmönnum Sjónvarpsins og hún geri meðal borgaranna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kannast ekki við að umfjöllun um tónlist eða tónlistarflutningur sé minni en verið hafi. Hann vill ítreka að hann sé sammála Birni um að æskilegt væri að vera með meira tónlistarefni. Það gildi raunar um fleiri listgreinar: "Það fé sem er til umrráða ár hvert er þó takmarkað og því er leitast við að forgangsraða með mismunandi hætti frá ári til árs. Þannig er leikið efni til dæmis sett í forgang 2005. Hafinn er undirbúningur að gerð þáttaraðar með klassískum einleikurum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning." Bjarni segir það eiga jafnt við innan raða Sjónvarpsins sem fagaðila að helst hafi menn viljað sjá undankeppni en af því geti ekki orðið næsta ár. Einar Bárðarson, fyrrum Eurovisionfari, framkvæmdastjóri Concert og Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir Ríkissjónvarpið engum skyldum hafa að gegna við íslenskt tónlistarfólk. Undankeppnir séu krydd í tónlistarlífiið, en tónlistarmarkaðurinn sé stór, gefnar séu út 128 plötur á ári á Íslandi: "Flestar þeirra eru ekki gefnar út í hagnaði og þeir sem taka þátt í Eurovision koma nú sjaldnast út í hagnaði." Einar segir undankeppni dýra. Fengist fyrirtæki til að greiða kostnað hennar væri líklegt að það tæki fjármagn sem annars færi í aðra menningarviðburði: "Ég er ekki viss um að menn yrðu hrifnir af því."
Eurovision Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira