Ætti að banna reykingar með öllu? 21. desember 2004 00:01 Smáríkið Bútan í Himalayafjöllum hefur riðið á vaðið og fyrst allra landa í heiminum bannað tóbaksreykingar. Fólki er þó heimilt að reykja á heimilum sínum en tóbakið verður það sjálft að flytja inn frá útlöndum og greiða 100% skatt á innflutningsverðið til ríkisins. Ekki er talið að þessi einstæða ákvörðun muni valda miklu uppnámi. Aðeins um 1% af um 700 þúsund íbúum Bútan reykja þannig að það er fámennur minnihluti sem finnur fyrir banninu. Er líklegt að þetta eigi eftir að smita út frá sér? Önnur ríki eigi eftir að fylgja þessu fordæmi? Það má vel vera. En það verður líklega ekki alveg í bráð. Til þess eru tóbaksreykingar enn of útbreiddar víðast hvar og of miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Aftur á móti hefur markvisst verið þrengt að reykingamönnum á undanförnum árum, sérstaklega á Vesturlöndum. Það þekkjum við Íslendingar vel. Okkur er nú til dæmis bannað að fjalla opinberlega um tóbak nema hallmæla því og reykingar eru ekki leyfðar innandyra í opinberum stofnunum. Fjölmörg einkafyrirtæki hafa fylgt því fordæmi. Enginn dregur lengur í efa óhollustu tóbaksreykinga. Landlæknir hefur fullyrt að á degi hverjum látist einn maður hér á landi af völdum sjúkdóms sem rekja megi til reykinga.Og sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að óbeinar reykingar skaði fólk einnig, það er að segja að reykur frá tóbaki hafi vond áhrif og jafnvel hættuleg á fólk sem ekki reykir. Þetta síðast nefnda hefur aukið mjög stuðning við hugmyndir um að útrýma reykingum sem víðast á almannafæri og þar sem fólk kemur saman.Írar voru einna fyrstir til að banna reykingar á veitingahúsum. Norðmenn fylgdu á eftir í sumar sem leið og nú eru Svíar og Belgar að fara sömu leið. Á næsta ári hyggjast þessar þjóðir banna reykingar á öllum veitingastöðum í löndum sínum. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa fylgst grannt með þessum hræringum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur lýst áhuga á að setja löggjöf sem bannar eða takmarkar verulega reykingar á skemmtistöðum og veitingahúsum hér á landi. Upplýst hefur verið að frumvarp um það efni sé í smíðum í ráðuneyti hans og ef til vill er það þegar tilbúið. Talað var um að leggja það fram á haustþinginu en af því varð ekki. Kannski kemur það fram eftir áramót.Ekki eru allir sannfærðir um að þetta verði rétt skref, ef stigið verður. Sumir óttast fjárhagslegar afleiðingar fyrir veitingastaði. Bent hefur verið á að hluti veitingastarfseminnar muni í kjölfarið færast inn í einkaklúbba sem ekki muni lúta lögunum og um leið skapist grundvöllur fyrir "svartari" veitingastarfsemi en nú er við lýði. Yfirlýstur tilgangur bannsins er ekki síst að vernda starfsfólk veitingastaða fyrir áhrifum óbeinu reykinganna, en það er helstu fórnarlömb þeirra. En þversögnin er sú að bannið getur leitt til fækkunar veitingahúsa og þar með atvinnumissis fjölda starfsmanna. Svo eru ýmsir sem vilja líta á málið út frá hreinum pólitískum sjónarmiðum, finnst reykingabann vera af ætt forsjárhyggju og blása á rökin bak við það. Þeir segja að á sama hátt og hver og einni megi reykja heima hjá sér á eigin ábyrgð og bjóða öðrum að gera hið sama, ætti veitingahúsamönnum að vera leyfilegt að bjóða fólki að reykja á eigin ábyrgð á veitingastöðum sínum. Þeir sem eru andvígir tóbaksreykingum, finnst reykurinn óþægilegur og lyktin vond eða óttast um heilsu sína geti bara setið heima. Enginn neyði þetta fólk til að koma á reykfyllta veitinga- og skemmtistaði. Á móti þessu tefla heilbrigðisyfirvöld röksemdum um að stundum verði hið opinbera að hafa vit fyrir fólki í heilbrigðismálum, t.d. unglingum. Og bent er á að reykingar valdi samfélaginu miklum kostnaði við heilbrigðisþjónustu og ekki sé sjálfgefið að fólki eigi að vera leyfilegt að stofna til útgjalda fyrir ríki og skattborgara með ábyrgðarlausri neyslu og hegðun. En kannski ætti bara að stíga skrefið til fulls, hætta þessari vitleysu sem reykingar eru og banna þær að fullu? Fara að fordæmi Bútanmanna í Himalayfjöllum? Um það þarf ekki að deila að reykingar eru óhollar, dýrar og frekar sóðalegar. Stafa þá ekki andmælin gegn slíkri ráðstöfun, þegar allt kemur til alls, eingöngu af þröngum peningahagsmunum eða óheilbrigðri fíkn sem fólk hefur ánetjast og nær ekki að brjótast út úr? Verða fíklarnir ekki á endanum þakklátir fyrir frelsið úr viðjum tóbaksins? Og eru ekki næg tækifæri í atvinnu- og viðskiptalífinu fyrir uppbyggilegri starfsemi en tóbakssölu þegar hún hefur verið bönnuð? Hvað segja lesendur Vísis? Nú er boltinn hjá þeim. Orðið er laust.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Smáríkið Bútan í Himalayafjöllum hefur riðið á vaðið og fyrst allra landa í heiminum bannað tóbaksreykingar. Fólki er þó heimilt að reykja á heimilum sínum en tóbakið verður það sjálft að flytja inn frá útlöndum og greiða 100% skatt á innflutningsverðið til ríkisins. Ekki er talið að þessi einstæða ákvörðun muni valda miklu uppnámi. Aðeins um 1% af um 700 þúsund íbúum Bútan reykja þannig að það er fámennur minnihluti sem finnur fyrir banninu. Er líklegt að þetta eigi eftir að smita út frá sér? Önnur ríki eigi eftir að fylgja þessu fordæmi? Það má vel vera. En það verður líklega ekki alveg í bráð. Til þess eru tóbaksreykingar enn of útbreiddar víðast hvar og of miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Aftur á móti hefur markvisst verið þrengt að reykingamönnum á undanförnum árum, sérstaklega á Vesturlöndum. Það þekkjum við Íslendingar vel. Okkur er nú til dæmis bannað að fjalla opinberlega um tóbak nema hallmæla því og reykingar eru ekki leyfðar innandyra í opinberum stofnunum. Fjölmörg einkafyrirtæki hafa fylgt því fordæmi. Enginn dregur lengur í efa óhollustu tóbaksreykinga. Landlæknir hefur fullyrt að á degi hverjum látist einn maður hér á landi af völdum sjúkdóms sem rekja megi til reykinga.Og sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að óbeinar reykingar skaði fólk einnig, það er að segja að reykur frá tóbaki hafi vond áhrif og jafnvel hættuleg á fólk sem ekki reykir. Þetta síðast nefnda hefur aukið mjög stuðning við hugmyndir um að útrýma reykingum sem víðast á almannafæri og þar sem fólk kemur saman.Írar voru einna fyrstir til að banna reykingar á veitingahúsum. Norðmenn fylgdu á eftir í sumar sem leið og nú eru Svíar og Belgar að fara sömu leið. Á næsta ári hyggjast þessar þjóðir banna reykingar á öllum veitingastöðum í löndum sínum. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa fylgst grannt með þessum hræringum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur lýst áhuga á að setja löggjöf sem bannar eða takmarkar verulega reykingar á skemmtistöðum og veitingahúsum hér á landi. Upplýst hefur verið að frumvarp um það efni sé í smíðum í ráðuneyti hans og ef til vill er það þegar tilbúið. Talað var um að leggja það fram á haustþinginu en af því varð ekki. Kannski kemur það fram eftir áramót.Ekki eru allir sannfærðir um að þetta verði rétt skref, ef stigið verður. Sumir óttast fjárhagslegar afleiðingar fyrir veitingastaði. Bent hefur verið á að hluti veitingastarfseminnar muni í kjölfarið færast inn í einkaklúbba sem ekki muni lúta lögunum og um leið skapist grundvöllur fyrir "svartari" veitingastarfsemi en nú er við lýði. Yfirlýstur tilgangur bannsins er ekki síst að vernda starfsfólk veitingastaða fyrir áhrifum óbeinu reykinganna, en það er helstu fórnarlömb þeirra. En þversögnin er sú að bannið getur leitt til fækkunar veitingahúsa og þar með atvinnumissis fjölda starfsmanna. Svo eru ýmsir sem vilja líta á málið út frá hreinum pólitískum sjónarmiðum, finnst reykingabann vera af ætt forsjárhyggju og blása á rökin bak við það. Þeir segja að á sama hátt og hver og einni megi reykja heima hjá sér á eigin ábyrgð og bjóða öðrum að gera hið sama, ætti veitingahúsamönnum að vera leyfilegt að bjóða fólki að reykja á eigin ábyrgð á veitingastöðum sínum. Þeir sem eru andvígir tóbaksreykingum, finnst reykurinn óþægilegur og lyktin vond eða óttast um heilsu sína geti bara setið heima. Enginn neyði þetta fólk til að koma á reykfyllta veitinga- og skemmtistaði. Á móti þessu tefla heilbrigðisyfirvöld röksemdum um að stundum verði hið opinbera að hafa vit fyrir fólki í heilbrigðismálum, t.d. unglingum. Og bent er á að reykingar valdi samfélaginu miklum kostnaði við heilbrigðisþjónustu og ekki sé sjálfgefið að fólki eigi að vera leyfilegt að stofna til útgjalda fyrir ríki og skattborgara með ábyrgðarlausri neyslu og hegðun. En kannski ætti bara að stíga skrefið til fulls, hætta þessari vitleysu sem reykingar eru og banna þær að fullu? Fara að fordæmi Bútanmanna í Himalayfjöllum? Um það þarf ekki að deila að reykingar eru óhollar, dýrar og frekar sóðalegar. Stafa þá ekki andmælin gegn slíkri ráðstöfun, þegar allt kemur til alls, eingöngu af þröngum peningahagsmunum eða óheilbrigðri fíkn sem fólk hefur ánetjast og nær ekki að brjótast út úr? Verða fíklarnir ekki á endanum þakklátir fyrir frelsið úr viðjum tóbaksins? Og eru ekki næg tækifæri í atvinnu- og viðskiptalífinu fyrir uppbyggilegri starfsemi en tóbakssölu þegar hún hefur verið bönnuð? Hvað segja lesendur Vísis? Nú er boltinn hjá þeim. Orðið er laust.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun