Blair óvænt til Bagdad 21. desember 2004 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan. Með heimsóninni sagðist hann vilja leggja sitt af mörkum til að kosningarnar í Írak verði haldnar í janúar eins og stefnt er að. Á blaðamannafundi með Allawi sagði Blair að það væru aðeins tveir valkostir í Írak eins og sakir standa, lýðræði eða ógnarstjórn og það væri skylda Vesturlanda að aðstoða íraskan almenning að verða lýðræðisríki. Blair hitti starfsmenn undirbúningsnefndar kosninganna fyrir skömmu en stuttu síðar voru þrír þeirra dregnir úr bifreið sinni í Bagdad og myrtir. Hann segist hafa tjáð þeim að þeir væru hetjur hins nýja Íraks því þeir legðu líf sitt að veði til að stuðla að því að íraska þjóðin hefði örlög sín í eigin hendi. Blair varði þátttöku Breta í árásinni á landið og veru áttaþúsund breskra hermanna þar. Hann sagði að í fyrsta lagi myndi vera erlendra hermanna flýta fyrir uppbyggingu íraska hersins sem mun leysa hernámsliðið af hólmi. Í öðru lagi væru möguleikarnir fyrir Írak miklir og ef það tækist að gera Írak að stöðugu og lýðræðislegu ríki hefði það góð áhrif í Miðausturlöndum sem hefðu á endanum góð áhrif á alla heimsbyggðina. Allawi sagði á fundinum með Blair að íraska bráðabirgðastjórnin sé staðráðin í að halda kosningar í næsta mánuði þrátt fyrir að sumir leggi til að þeim verði frestað sökum stigvaxandi ofbeldis og sagði að það hefði verið gert ráð fyrir að það myndi magnast þegar nær drægi kosningum. Blair flaug til Bagdad frá Jórdaníu í gærmorgun en af öryggisástæðum var heimsóknin ekki tilkynnt fyrirfram. Eftir fundinn með Allawi hélt hann áleiðis til Basra og heilsaði upp á breska hermenn þar. Bush Bandaríkjaforseti fór síðast til Íraks fyrir rúmu ári. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan. Með heimsóninni sagðist hann vilja leggja sitt af mörkum til að kosningarnar í Írak verði haldnar í janúar eins og stefnt er að. Á blaðamannafundi með Allawi sagði Blair að það væru aðeins tveir valkostir í Írak eins og sakir standa, lýðræði eða ógnarstjórn og það væri skylda Vesturlanda að aðstoða íraskan almenning að verða lýðræðisríki. Blair hitti starfsmenn undirbúningsnefndar kosninganna fyrir skömmu en stuttu síðar voru þrír þeirra dregnir úr bifreið sinni í Bagdad og myrtir. Hann segist hafa tjáð þeim að þeir væru hetjur hins nýja Íraks því þeir legðu líf sitt að veði til að stuðla að því að íraska þjóðin hefði örlög sín í eigin hendi. Blair varði þátttöku Breta í árásinni á landið og veru áttaþúsund breskra hermanna þar. Hann sagði að í fyrsta lagi myndi vera erlendra hermanna flýta fyrir uppbyggingu íraska hersins sem mun leysa hernámsliðið af hólmi. Í öðru lagi væru möguleikarnir fyrir Írak miklir og ef það tækist að gera Írak að stöðugu og lýðræðislegu ríki hefði það góð áhrif í Miðausturlöndum sem hefðu á endanum góð áhrif á alla heimsbyggðina. Allawi sagði á fundinum með Blair að íraska bráðabirgðastjórnin sé staðráðin í að halda kosningar í næsta mánuði þrátt fyrir að sumir leggi til að þeim verði frestað sökum stigvaxandi ofbeldis og sagði að það hefði verið gert ráð fyrir að það myndi magnast þegar nær drægi kosningum. Blair flaug til Bagdad frá Jórdaníu í gærmorgun en af öryggisástæðum var heimsóknin ekki tilkynnt fyrirfram. Eftir fundinn með Allawi hélt hann áleiðis til Basra og heilsaði upp á breska hermenn þar. Bush Bandaríkjaforseti fór síðast til Íraks fyrir rúmu ári.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira