Arnór í stað Snorra 21. desember 2004 00:01 Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Svíþjóð í síðasta mánuði yrði uppistaðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. "Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöðuna upp á nýtt," sagði Viggó aðspurður af hverju hann hefði valið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Dusseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska landsliðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlutverk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síðustu mótum. "Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig," sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heimsmeistaramótið. "Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því takmarki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Cuidad Real Alexander Pettersons Dusseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Svíþjóð í síðasta mánuði yrði uppistaðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. "Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöðuna upp á nýtt," sagði Viggó aðspurður af hverju hann hefði valið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Dusseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska landsliðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlutverk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síðustu mótum. "Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig," sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heimsmeistaramótið. "Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því takmarki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Cuidad Real Alexander Pettersons Dusseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira