Valda ekki flóðbylgjum hér 27. desember 2004 00:01 Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. Ölduhæð við Ísland er með því mesta sem þekkist að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðumanns á Siglingastofnun Íslands. Strendur landsins eru því víða vel varðar miklum öldugangi ólíkt þeim svæðum þar sem 10 metra há flóðbylgja gekk á land í kjölfar jarðskjálftans í Asíu á sunnudag. Hæsta alda sem mælst hefur við strendur landsins var 25,2 metrar en þessi ölduhæð mældist við Vestmannaeyjar og Garðskaga þann 9. janúar árið 1990. Ölduhæðin olli gríðarlegum sjávarflóðum við Eyrarbakka og Stokkseyri og náði allt frá Vík í Mýrdal í austri að Snæfellsnesi í vestri að sögn Gísla. "Þessar stóru haföldur myndast þegar mjög djúpar lægðir eru mjög lengi að grafa um sig yfir Atlantshafinu," segir Gísli. "Veðurhæð þarf að vera mikil og það verður að blása mjög lengi." Einnig þarf stórstreymi að fara saman við mesta öldugang af völdum lægðarinnar að sögn Gísla. Jarðhræringar valda hins vegar ekki flóðbylgju hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. "Jarðskjálftar sem valda flóðbylgjum eru oftast tengdir lóðréttum hreyfingum í jarðskorpunni, það þarf að sparka svolítið undir hafsbotninn til þess að flóðbylgja myndist," segir Páll. "Flestir jarðskjálftar við landið tengjast láréttum hreyfingum í jarðskorpunni en ef hafsbotninn hreyfist bara lárétt verður vatnið ekkert vart við það og engin flóðbylgja verður til. " Páll segir flóðbylgjur á borð við þá sem gekk á land í Asíu á sunnudag mjög sjaldgæfar í Atlantshafi. "Þær finnast fyrst og fremst í Kyrrahafinu en koma örsjaldan fram í Indlandshafi eins og gerðist á sunnudaginn," segir Páll. Flóðbylgjur geta einnig myndast við það að eldfjöll hrynja í sjó fram. Slíkir atburðir eru afskaplega fátíðir að sögn Páls en gerast þó. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. Ölduhæð við Ísland er með því mesta sem þekkist að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðumanns á Siglingastofnun Íslands. Strendur landsins eru því víða vel varðar miklum öldugangi ólíkt þeim svæðum þar sem 10 metra há flóðbylgja gekk á land í kjölfar jarðskjálftans í Asíu á sunnudag. Hæsta alda sem mælst hefur við strendur landsins var 25,2 metrar en þessi ölduhæð mældist við Vestmannaeyjar og Garðskaga þann 9. janúar árið 1990. Ölduhæðin olli gríðarlegum sjávarflóðum við Eyrarbakka og Stokkseyri og náði allt frá Vík í Mýrdal í austri að Snæfellsnesi í vestri að sögn Gísla. "Þessar stóru haföldur myndast þegar mjög djúpar lægðir eru mjög lengi að grafa um sig yfir Atlantshafinu," segir Gísli. "Veðurhæð þarf að vera mikil og það verður að blása mjög lengi." Einnig þarf stórstreymi að fara saman við mesta öldugang af völdum lægðarinnar að sögn Gísla. Jarðhræringar valda hins vegar ekki flóðbylgju hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. "Jarðskjálftar sem valda flóðbylgjum eru oftast tengdir lóðréttum hreyfingum í jarðskorpunni, það þarf að sparka svolítið undir hafsbotninn til þess að flóðbylgja myndist," segir Páll. "Flestir jarðskjálftar við landið tengjast láréttum hreyfingum í jarðskorpunni en ef hafsbotninn hreyfist bara lárétt verður vatnið ekkert vart við það og engin flóðbylgja verður til. " Páll segir flóðbylgjur á borð við þá sem gekk á land í Asíu á sunnudag mjög sjaldgæfar í Atlantshafi. "Þær finnast fyrst og fremst í Kyrrahafinu en koma örsjaldan fram í Indlandshafi eins og gerðist á sunnudaginn," segir Páll. Flóðbylgjur geta einnig myndast við það að eldfjöll hrynja í sjó fram. Slíkir atburðir eru afskaplega fátíðir að sögn Páls en gerast þó.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira