Svikasumar 31. desember 2004 00:01 Þann fjórtánda maí síðastliðinn hrópaði Steingrímur J. Sigfússon úr ræðustól Alþingis að Davíð Oddsson væri "drusla". Maður trúði vart útvarpinu. Var þetta virkilega að gerast? Um kvöldið kom Davíð í sjónvarpsfréttir og gerði gott betur. Forsætisráðherra sagði forseta Íslands vanhæfan til afgreiðslu á fjölmiðlalögunum þar sem dóttir hans starfaði hjá Baugi. Maður trúði vart sjónvarpinu. Sagði maðurinn þetta virkilega? Íslensk stjórnmál höfðu náð nýjum botni. Ráðherrann hafði reddað Steingrími Joð frá sögulegri skömm: Og sannreynt orð hans: Dabbi var í alvörunni drusla. Kvöldið sem Davíð birtist með geðveikisglampann í augunum frammi fyrir Vigdísi Hjaltadóttur og okkur hinum til að djöflast á dóttur forsetans var hann settur dómsmálaráðherra í forföllum Björns Bjarnasonar. Davíð sat því með son sinn sem aðstoðarmann, sem skömmu áður hafði aðstoðað ráðherrann við að troða frænda þeirra feðga í Hæstarétt, þvert á öll lögfræðileg hæfnismöt. Forsætisráðherra var því nokkuð fjölhæfur þetta kvöld, ef ekki alhæfur. En alls ekki vanhæfur.Geðveikur leiðtogi Við vissum alltaf að Davíð væri geðveikur leiðtogi en nú hvarflaði allt í einu að okkur að taka þau orð bókstaflega. Var karlinn á leið yfir um? Hann hafði jú lengi stefnt þangað. Misserin á undan hafði hann skammað Hæstarétt eins og skólabekk, kallað stjórnarandstöðuna "dóna" í beinni, fengið biskupinn til að íhuga málsókn gegn sér, og þegið í staðinn mótmæli frá öllum prestum landsins, sönnunarlaust sakað stærsta forstjóra landsins um að ætla að múta sér, hellt sér yfir nokkra óleiðitama fréttamenn í votta viðurvist og hringt í umboðsmann Alþingis til að hóta honum öllu illu. Nánast á hverju einasta kvöldi stóð þjóðin skelkuð og langþreytt upp frá sjónvarpsfréttum, með nýjustu fúkyrði forsætisráðherra glymjandi í eyrunum. Og nú hafði hann ráðist á sjálfan forseta Íslands. Manninum var greinilega ekkert heilagt. Hann hafði í raun lokið við að lítilsvirða ALLA æðstu embættismenn þjóðarinnar. Kannski vildi hann klára það áður en hann gengi út úr Stjórnarráðinu. Og allan veturinn hafði hann verið með "Baugstíðindin" á heilanum, notað hvert tækifæri til að níða niður Fréttablaðið, DV og Stöð Tvö. Síðan hafði hann sett saman nefnd "góðra" manna til að semja álit um hið stórhættulega nýja fjölmiðlaumhverfi. Þegar vinirnir skiluðu ekki nógu svartri skýrslu öskraði hann á þá, reif skýrsluna í tætlur, svo enginn gæti séð hana, og settist síðan sjálfur niður til að semja frumvarp í einum grænum; frumvarp gegn "Baugsmiðlunum", frumvarp til bjargar Mogganum, frumvarp sem hvorki snerti heilagan bláskjá RÚV né ástkæran hjáskjá einn. Hinn nýskipaði og fagurskapaði menntamálaráðherra fékk hvergi nálægt frumvarpinu komið þótt formlega séð ætti málið heima í húsinu við Sölvhólsgötu 4. Og Morgunblaðið var svo smekklegt að taka strax undir með Dabba sínum; Styrmirinn var hjartanlega sammála nýju frumvarpi sem var klæðskerasaumað til að hnekkja á samkeppnisaðilunum. Ég sagði blaðinu upp daginn eftir. Og mætti síðan á fyrsta mótmælafundinn gegn fjölmiðlafrumvarpinu. Það var ískaldur maídagur á Austurvelli. Tvö hundruð og fimmtíu manns norpuðu fyrir framan svið á hjólum og hlustuðu á rappandi unglinga og KK. Idol-kynnarnir Simmi og Jói töluðu á milli atriða gegn ríkisstjórninni. Enn á ný trúði maður ekki því sem var að gerast. Davíð hafði tekist hið ómögulega; að fá Simma og Jóa upp á móti sér! Saklausir gleðigjafar voru allt í einu orðnir hápólitískir. Mér varð litið í kringum mig. Þetta var allt meira og minna starfsfólk Norðurljósa. Allt frá förðunardömum og fjármálastjórum yfir í þáttargerðarmenn á Popp-Tíví og EFFEMM. Og allir reiðir og sárir. Hvað hafði gerst? Sjálfstæðisflokknum hafði tekist að draga EFFEMM-hnakkana á útifund! Flokknum hafði tekist að pólitísera þá ópólitísku; fengið sína eigin kjósendur á móti sér. Þjóðin sá í gegnum plottið gegn "Baugsmiðlunum" sem henni fannst ekkert sérlega hættulegir. Í skoðanakönnunum stóð meirihlutinn gegn frumvarpinu, þótt við værum bara 250 á Austurvelli í tveggja stiga frosti þann sjötta maí. En það átti eftir að hitna. Vorið 2004 var kaldur inngangur að heitasta sumri sögunnar. Á veðurmælum féll hvert hitametið á fætur öðru og skaphitinn fór hækkandi líkt og sólin.Hávinur Herra Geðstirðs Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi þann 24. maí. Tveir risastórir þingflokkar kóuðu með karlinum sem ekki vildi hverfa af forsætisstóli án þess að koma höggi á Baug. Það var fallegur sorgardagur, sólskinsbjartur. Mér tókst að verða síðastur inn af þeim þrjátíu sem hleypt var upp á þingpalla. Fréttahaukarnir á DV, Reynir Trausta & co, röðuðu sér á fremsta bekk, órakaðir, úfnir og tóbakslyktandi, og hlógu ógurlega þegar Halldór Blöndal gerði grein fyrir atkvæði sínu. Það var reyndar mjög fyndið þótt ég muni ekki hvers vegna. Davíð leit upp á þá eins og strangur skólastjóri sem vill aga nokkra pörupilta á aftasta bekk. Það var ekki síður fyndið. Eftir atkvæðagreiðsluna dokaði ég við á Austurvelli í góða veðrinu og var á tali við þáverandi forstjóra Norðurljósa þegar Hávinur Herra Geðstirðs gekk hjá og tók stjórann tali: "Jæja, ertu búinn að heyra í Ólafi Ragnari?" "Nei, ég hef ekki heyrt í honum lengi." "Nú? Var hann ekki í mat hjá þér í Lækjarási 7, þann 7. febrúar síðastliðinn, ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og fleiri góðum gestum?" Mér var ekki ætlað erindi inn í þetta samtal en stóðst þó ekki mátið og spurði HHG hvað hefði verið á borðum? Ekki stóð á svörum. Leyniþjónusta Flokksins klikkar ekki á smáatriðunum. "Það var skötuselur, andabringa og ís á eftir, ef ég man rétt." Forstjóri Norðurljósa horfði á Hávininn segja þetta með blendnu augnaráði líkt og hann væri að velta því fyrir sér hvort Bláa höndin bryti líka saman rúmfötin hans.Ballíhú Dagana á eftir var þetta spurningin sem brann á allra vörum: Hvað ætlar forsetinn að gera? Mun Ólafur Ragnar undirrita fjölmiðlalögin eða ekki? Í hléi á tónleikum Olgu Borodinu, hinnar rússnesku skapdýfu, á Listahátíð í Háskólabíói hitti ég manninn með ljósa sveipinn og gekk hreint til verks, spurði hvort hann ætlaði að skrifa undir? Forsetinn hló við og svaraði engu. Ég spurði þá hvort ekki yrði allt vitlaust ef hann skrifaði ekki undir? Forsetinn hló aftur og játti því; sjálfsagt yrði þá mikið ballíhú. Og hló síðan enn meir þegar ég viðurkenndi að ég þekkti ekki orðið. En forsetinn hafði talað. Var þetta ekki vísbending? Ef til vill. Ballíhú. Ég breyttist í Robert Langdon í Da Vinci Lyklinum þegar ég hóf leit í orðabókum. Hvað þýddi þetta orð? Íslensk orðabók Marðar gaf ekkert, og fullyrti ÓRG þó að orðið hefði mikið verið notað á Ísafirði í den, en í Webster’s fannst hinsvegar dálítið gamaldags og hollywoodlegt orð: ballyhoo: clamor or outcry. Það yrðu mikil læti. Það urðu mikil læti.Málskotsrétturinn Ég var staddur í mjög skapheitu veðri á stéttinni framan við flugstöðvarbygginguna á Tegel-velli þegar forseti Íslands tilkynnti um þá ákvörðun sína að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Ég hafði ákveðið að bíða aðeins með að tékka mig inn í flugið til Vínar, hringja í Egil Helgason og biðja hann að bera símtækið upp að sjónvarpinu. Þetta var söguleg og spennuþrungin stund sem maður mátti ekki missa af. Með Bessastaði í hægra eyranu varð mér litið út yfir bílastæðið; yfir breiðurnar af Bensum, Voffum og BM-Vöffum. Rödd Íslands heyrðist vel hér á meginlandinu en aðeins þó í einum síma. Við vorum enn bara örþjóð. The Buykings í Baugi og Bakkavör voru enn ekki búnir að kaupa Bretland. Stór ákvörðun eins manns var umheiminum ósýnileg. Daginn eftir fann ég ekki staf um málið, hvorki í Süddeutsche né Kurier. Í smössum sem vinir mínir létu dynja á gemsanum í kjölfar blaðamannafundarins kom fram að ÓRG hefði verið ákveðinn en óstyrkur. Yfirlýsingin titraði í höndum hans á meðan hann las. Sjálfsagt hefur þetta tekið á hann. Málskotsrétti forsetans hafði verið beitt í fyrsta sinn. Við höfðum öll lært um hann í skóla. Við kunnum þetta nánast utanbókar, orðrétt upp úr stjórnarskránni: "Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu." Og nú var sem sagt loksins komið að því. Hinu fræga ákvæði yrði beitt. Þjóðaratkvæði blasti við. Davíð var ekki viðtalshæfur fyrr en að rúmum sólarhring liðnum, og hafði þá víst tekist að hemja í sér mesta brjálæðið, en dúdinn Dóri kvað strax upp úr með að auðvitað yrði farið eftir stjórnarskránni.Ekki heilagt plagg Annað kom á daginn. Ríkisstjórnin fór aldrei að fyrirmælum þessa plaggs sem maður hélt í hjarta sínu að væri undirstaða lýðræðis á Íslandi; hinn háheilagi leiðbeiningabæklingur hverrar ríkisstjórnar. Í hönd fóru svartar vikur. Öllum á óvart lét Sjálfstæðisflokkurinn, einn af hornsteinum íslensks lýðræðis, skína í fasískar tennur sem við héldum satt að segja að hann ætti ekki til. Framsókn rölti á eftir. Ég sat úti í Hrísey og átti ekki orð. Það er undarleg tilfinning að vera bandbrjálaður inni í sér þegar úti skín sólin allan daginn og fjörðurinn er fægður spegill kvölds og morgna. Besta sumar lífsins var líka það versta. Svartur blettur í stjórnmálasögu Íslands. "Stjórnarskráin er ekkert heilagt plagg," hét það hjá sitjandanum í stóli utanríkisráðherra. "Holy shit", var það eina sem við gátum sagt. Að loknum hverjum fréttatíma stóð maður hálf lamaður úti á tröppum og horfði yfir fjörðinn, horfði til lands, þessa lands sem maður hélt að væri siðmenntað og lýðræðislegt. Smám saman rann það upp fyrir manni: Hér sátu vondir menn við völd og svifust einskis við að koma öllu sínu fram. Ekkert var lengur heilagt, allt var leyfilegt. Það sem hafði byrjað sem umræða um fjölmiðla var orðin grundvallarumræða um lýðræði og stjórnarskrá. Og mannasiði.Clintonískar hártoganir Bláu hundarnir byrjuðu á því að gelta um að málskotsrétturinn væri í raun ekki til. Að forseti Íslands hefði alls ekki þennan málskotsrétt, sama hvað stóð í stjórnarskránni. Mitt í öllum þessum clintonísku hártogunum var maður jafnvel farinn að efast um að forseti Íslands væri yfir höfuð til. Eða hvað merkti annars orðið "til"? Ég veit að þetta hljómar fáránlega nú, sex mánuðum síðar, en þá var þessari dellu haldið fram af mönnum sem síðar á árinu fengu að launum stöðu hæstaréttardómara annars vegar og sendiherra hins vegar. Menn sem nú sitja efst í stjórnkerfi landsins héldu því fram á liðnu sumri að stjórnarskráin væri bara bull sem ekki væri mark takandi á. Sömu menn héldu því síðan fram að það væri alfarið Davíðs að meta það hvort forsetinn hefði yfirhöfuð þennan málskotsrétt. Je, beibí, je. Maður gat sett setningarnar orðrétt inn í teiknimyndasögurnar. Brandararnir ultu fram úr öllum Júllunum og Jónsteinurunum. Í kjölfarið var síðan reynt, eins og áður segir, að segja forsetann vanhæfan. Því í ósköpunum kölluðu menn ekki bara út Víkingasveitina og létu hana umkringja Bessastaði? Sjálfsagt hefði það verið gert ef Ólafur Ragnar hefði farið úr landi á örlagastundu. Forsetinn hefði komið heim að læstum dyrum; Davíð þá orðinn æviráðinn forsætisráðherra OG forseti. Svo langt gengu menn þetta sveitta svarta sumar að landið stóð eiginlega á barmi valdaráns. En forsetinn var heima og steig sitt sögulega skref: Neitaði að skrifa undir. Og þá var breytt um taktík. Nú var hafist handa við að snúa út úr fremur einföldu orðalagi stjórnarskrárinnar. Menn vildu fyrir alla muni koma í veg fyrir ósigur í þjóðraatkvæðagreiðslu. Skoðanakannanir sýndu enn meirihlutaandstöðu við fjölmiðlafrumhlaup Davíðs. Samþykkt eða synjun "allra kosningabærra manna í landinu" var allt í einu orðið mjög óljóst orðalag. Það sem við lærðum utanbókar í barnaskóla tók allt í einu að vefjast fyrir "lögspekingum". Stundum eru hlutirnir svo einfaldir að sérfræðingarnir skilja þá ekki. Stundum sér barnið betur en "vitringurinn". Stundum er menntun ofmenntun. Þeir voru ófáir lögfræðingarnir sem síðastliðið sumar settu gæsalappir utan um starfsheiti sitt. Í tilraunum sínum til að sleikja hátt sitjandi rassa fóru þeir af stað með allskyns reikningskúnstir; hversu margir þyrftu að taka þátt, hve meirihluti þyrfti að vera stór, hvort miða skyldi við hámarksfylgi Sjálfstæðisflokksins í undanförnum þingkosningum eða meðalúrkomu á Þingvöllum í ágúst. Sumir fengu mynd af sér í Mogganum og aðrir jafnvel stól í einkavæðingarnefnd. Það borgar sig að sleikja þótt bragðið sé vont. Í öðrum hverjum fréttatíma birtust nýir útreikningar og síflóknari útlistingar á því hvernig ríkisstjórnin treysti sér til að hafa atkvæðagreiðsluna; endalausar millileiðir sem áttu í senn að tryggja stjórninni sigur en þó þannig að atkvæðagreiðslan yrði ekki algerlega að hætti fasista. Inn á milli hafði svo stjórnin komist að allt annarri lausn á málinu. Gamla frumvarpið skyldi fellt úr gildi en þó lagt aftur fram í breyttri mynd. Davíð fékk nýja reddingarhugmynd í hverri viku og Dóri dúd tók helgina til að kyngja henni og melta; sagði svo "jæja, ókei þá" á hverjum mánudegi. Og á eftir var svo tekið viðtal við Hjálmar Árnason, þingflokksformann Framsóknarflokksins, sem alltaf var jafn himinglaður með nýjustu niðurstöðuna í þessu máli, jafnvel þótt hún væri mjög frábrugðin þeirri sem fékkst í vikunni á undan. Hjálmar hlýtur titilinn Ánægðasti maður ársins. Og á nokkrum af hæstu hótelum Kínaveldis sat Björn Bjarnason sveittur við að leiðrétta heimasíðuna sína aftur í tímann, á la Stalín, í takt við nýjustu útspilin að heiman. Lausnir sem hann hafði kallað hinar fáránlegustu brellur fyrr um vorið voru allt í einu orðnar að nauðsynlegum veruleika í vandræðagangi ríkisstjórnarinnar og okkar maður varð því að breyta fyrri skrifum. Aldrei hefur íslenskur stjórnmálamaður teygt sig jafn langt til að hagræða sannleikanum og Björn Bjarnason sumarið 2004. Hann teygði sig alla leið frá Kína og hingað heim. Bing Daó! Brellu-Björn hlýtur titilinn Seinheppnasti maður ársins.Frí frá Davíð En brellan var engin Barbabrella, heldur bara ofur venjuleg Bjarnarbrella sem virkaði ekki á alla. Að minnsta kosti ekki á Alfreð Þorsteinsson. Allt í einu var Orkuveitukóngurinn eini maðurinn á Íslandi sem stöðvað gat Davíð Oddsson. Doninn setti Dúdanum stól fyrir dyr og Dóri gat ekki lengur sagt "jæja, ókei þá" heldur varð hann að segja sem var: "Heyrðu Dabbi, ég held að þetta virki bara ekki lengur. Við verðum bara að hætta við þetta allt. Það er eini möguleikinn í stöðunni. Flokkurinn leyfir mér ekki annað." Ríkisstjórnin varð að lúffa. Lúffa fyrir Alfreð. Lúffa fyrir þjóðinni. Lúffa fyrir forsetanum—sem þjóðin hafði í millitíðinni endurkjörið með miklum meirihluta. Og það sem versta var: Lúffa fyrir Baugi. Davíð fékk kast. Og það var ekki æðiskast. Uppsafnaður sjúkleiki sumars sprakk út á einum degi. Og reyndist vera af öðrum og einfaldari toga en við héldum. Forsætisráðherra var borinn út af sviðinu; hvarf inn á sjúkrahús þar sem Bláa höndin lærði loks að brjóta saman rúmföt. About time. Allt datt í dúnalogn. Hinn síbrjálaði heimilisfaðir sem hafði verið á sjóðandi túr í þrjá mánuði var allt í einu kominn í meðferð. Vonandi tækist læknum að skera af honum mestu gallana. Aðstandendur önduðu léttar. Viðbrigðin voru mikil. Þjóðin fékk sitt langþráða sumarfrí og jafnvel veðurguðirnir misstu sig af tómri gleði. Þegar skaphitinn lækkaði tók lofthitinn við. Hitabylgja allra tíma reið yfir landið líkt og það væri með fráhvarfseinkenni. Við þurftum öll á því að halda að fá frí frá Davíð. Og landið líka. En mest þó hann sjálfur. Batni honum vel.Svikasumar Ríkisstjórnin hafði lúffað fyrir öllu nema stjórnarskránni. Mitt í öllum hamaganginum gleymdist hún. Lögin voru afnumin og þjóðaratkvæðið líka. Fyrirmæli stjórnarskrár höfð að engu. Og satt að segja voru menn hreinlega orðnir of þreyttir til að fylgja þeim. ALLIR voru svo fegnir að ljúka þessu máli. ALLIR vildu gleyma því sem fyrst. Forsetinn skrifaði meira að segja sjálfur upp á afnám laganna sem þýddi að engin atkvæðagreiðsla færi fram. Gleymum þessu bara, var viðkvæðið. Það breytir því ekki að sumarið 2004 var sumar svika. Ríkisstjórnin sveik okkur. Hún sveik stjórnarskrána. Hún kallaði hana vanheilagt plagg og reyndi allt til að hafa sitt fram. Forsetinn var ataður aur, dóttir hans dregin niður á skítaplan forsætisráðherra, málskotsrétturinn dreginn í efa og lýðræðið svikið um kosningar. Frá því að forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin, þann 2. júní, og þar til forsætisráðherra var fluttur á sjúkrahús, þann 21. júlí, reyndi stjórnin allt sem hún gat til að komast hjá því að fylgja hinum einföldu fyrirmælum stjórnarskrárinnar, bara vegna þess að þau voru henni í óhag. Maður vaknaði orðlaus og sofnaði orðlaus og var næstum því hættur að geta skrifað út af þessum djöfuldómi. Var jafnvel farinn að efast um að þingkosningar yrðu haldnar að þremur árum liðnum. Við megum ekki gleyma þessu. Við megum aldrei gleyma sumrinu 2004, heitasta sumri sögunnar, svikasumrinu mikla. Þegar á hólminn kom var ekki hægt að treysta þessum herramönnum. Þeir lutu ekki leikreglum lýðræðisins. Þeir brugðust þjóðinni, landinu og stjórnarskránni. Og eiga ekkert gott skilið. Mörgum mánuðum seinna var forseti Alþingis enn að tuða um forsetann og málskotsréttinn: Ólafur Ragnar hafði sýnt þinginu vanvirðingu—með því að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn. Bara vegna þess að það hentaði þeim ekki var sjálft vegabréf hins íslenska þjóðríkis einskis virði. Halldór Blöndal hlýtur titilinn Þusari ársins. Og honum fylgdi hálfur þingflokkurinn. Sumir Sjálfstæðismenn eru enn ósáttir við reglurnar á sparkvelli íslenskra stjórnmála og sýndu barnaleg tapsárindi sín með því að mæta ekki í árlega jólaveislu forsetans á Bessastöðum. Litlar sálir í stórum flokki.Blindaðist af Norðurljósum Þegar horft er á þessa atburði úr fjarlægð blasir þetta við: Davíð vildi ekki hætta sem forsætisráðherra áður en honum hafði tekist að sparka duglega í Jón Ásgeir og Baug. Einhverra hluta vegna var hann með þennan mann og þetta fyrirtæki á heilanum. Kannski var hann að hefna fyrir alla gömlu heildsalana sem áttu harma að hefna gagnvart Bónus og Baugi. Þessir gömlu máttarstólpar flokksins höfðu jú kallað sinn mann á neyðarfund um árið og sagt honum farir sínar ósléttar: Gat hann ekki gert eitthvað í málunum? Jón Ásgeir hótaði þeim með neðstu hillunni í búðinni væru þeir ekki góðir og gæfu góðan afslátt. Þessir fyrrum einokrarar Íslands, millar bernsku minnar, höfðu mætt ofjarli sínum og hlupu vælandi í "stóru mömmu". Kannski var þetta uppsprettan að Baugshatrinu og þó... hún hlaut eiginlega að vera önnur og stórvægilegri. Að minnsta kosti hafði orðið "heildsali"í millitíðinni öðlast ansi fornlegan blæ; að hefna fyrir þá hljómaði dálítið eins og forsætisráðherra væri að hefna sín á nýjum starfsaðferðum Póstsins í nafni gömlu landpóstanna. Síðasta sumar sitt í embætti minnti Davíð Oddsson á fígúru í klassískri teiknimynd sem hefur hlaupið á sig, hlaupið fram af bjargbrúninni þar sem hún spólar í lausu lofti nokkra stund áður en hún fellur niður í gilið dimma og djúpa. Og á meðan hún spólar slettist skíturinn, sem hún hefur safnað á sig á löngum ferli, í allar áttir. Þjóðin horfði á með hendur í skauti, döpur í bragði. Sumir hlupu í pontu og hrópuðu "drusla!" á meðan aðrir fóru hjá sér úti í horni. Það sorglegasta við þessa teiknimynd var þó sú staðreynd að með höfuðfígúrunni spólaði heill stjórnmálaflokkur. Flokkur sem eitt sinn hafði verið voða virðulegur. Ekki einn einasti yfirlýstur Sjálfstæðismaður efaðist um hinn ofsafengna málflutning foringjans. Allir kóuðu þeir með honum. Þótt skipstjórinn hefði blindast af Norðurljósum stóð áhöfnin þögul hjá. Og var þar þó komið gullið tækifæri fyrir efnilegt foringjaefni að sanna sig og taka af skarið, þora að sýna örlítið sjálfstæði innan flokksins sem er jú kenndur við það sama fyrirbæri. Sá eða sú sem staðið hefði gegn ofsanum í Davíð síðastliðið vor hefði að hausti staðið uppi sem skynsamur og sterkur stjórnmálamaður, jafnvel formannsefni framtíðar, þegar fárviðrið hafði skilað höfundi sínum í sjúkrarúm og málinu aftur á byrjunarreit. En þetta reyndust allt vera tómir kjúklingar og eftir að Björn fékk bráðabrellu austur í Kína og Geir komst í ónáð hjá kóngi er enginn arftaki í augsýn.Arftaki starfsbróður Saddams Fimmtándi september kom og fór án þess að nokkurt mannfall yrði. Dóri tékkaði sig inn í sögubækurnar (reyndar aðeins of seint fyrir fyrsta bindið) og tók við keflinu af Davíð. Dóri er rólegri maður en forverinn og allt annar blær á landsstjórninni, en keflið var og er enn heitt af þeim eldum sem Davíð kveikti. Það er fjandanum snúnara að halda á því og Halldór er enn þá nálægt því að missa það út úr höndunum. Verst er Írak. Við fórum í stríð með bandamönnum án þess að ræða málið líkt og gert er í alvöru lýðræðisríkjum. Þeir sem lesið hafa þá annars litlausu bók Thirty Days um Tony Blair og aðdraganda stríðsins muna eftir hinni hörðu baráttu sem honum var gert að heyja við eigin þingflokk og breska þingið ÁÐUR en hann gat farið inn í Írak. Hér leit hins vegar forsætisráðherra á sig sem kollega Saddams: Hann réði þessu öllu einn. Og ekki var að finna einn einasta mann í Bat-flokki hans sem var á öðru máli. Þá virðist forsætisráðherrann fyrrverandi ekki hafa tapað neinu af sínu mikla egói þrátt fyrir alla uppskurðina: Eitt síðasta verk hans á árinu var að líkja Íraksstríðinu við eigið krabbamein, og það þótt á þeim tveimur "aðgerðum" muni aðeins eitt hundrað þúsund mannslífum eða svo. Sumir læra eitthvað annað en þakklæti og auðmýkt inni á sjúkrahúsunum. Sumir læra bara að búa um. Svo virðist meira að segja að lög hafi verið brotin þar sem ákvörðunin um stuðning við Íraksstríðið virðist ekki hafa verið borin undir utanríkismálanefnd. Ég segi "virðist" því hér er um klassískt íslenskt deilumál að ræða þar sem ekki einu sinni staðreyndirnar liggja fyrir. Menn stíga sinn deiludans í kringum kjarna málsins. Það ætti að vera SJÁLFSAGT MÁL fyrir okkur að fá það á hreint hvort ákvörðunin um að styðja stríðið var yfir höfuð rædd í nefndinni eða ekki. Steingrímur Joð situr í nefndinni og segir svo ekki hafa verið. Sigríður Anna er formaður nefndarinnar og segir svo hafa verið. Hinn nýi forsætisráðherra segir einnig að málið hafi verið rætt í nefndinni. Því eru staðreyndirnar ekki dregnar fram? Hér er mest við okkar aumu fjölmiðla að sakast. Stórmáli sem þessu er leyft að gufa upp án þess að niðurstaða fáist. Því málið er alvarlegt. Komi í ljós að forsætisráðherra hafi sagt okkur ósatt hlýtur hann að þurfa að segja af sér. En, hvað... Hér segja menn aldrei af sér heldur segja þeir af sér sögur. Ha ha ha! Og málið er dautt.Landvættir Íslands Málið er hins vegar ekki alveg dautt. Þökk sé Þjóðarhreyfingunni. Þessi samtök nokkurra góðra Reykvíkinga urðu til í byrjun fjölmiðlasumars og stóðu þá fyrir nokkrum vel heppnuðum mótmælastöðum. Í dag eru þau þekktari fyrir baráttu sína gegn þátttöku Íslands í Íraksstríðinu og settu á dögunum fram bestu hugmynd ársins: Að mótmæla stríðsrekstri okkar í sjálfu New York Times. Það sýnir best hve snjöll þessi hugmynd er hversu margt gott fólk hún hefur egnt til reiði. Hvers vegna eru menn svo reiðir? Jafnvel menn sem þykjast vera almannatenglar leggjast gegn hugmynd sem hefur vakið meiri athygli á málstaðnum en nokkuð annað og það löngu áður en henni hefur verið hrint í framkvæmd. Einu rökin sem heyrst hafa gegn auglýsingunni í The New York Times, fyrir utan þau að Halldór og Davíð hafi aldrei á ævinni opnað það blað, eru þau að frekar ætti að gefa peningana bágstöddum. Þetta fólk ætti fremur að gefa reiði sína gleðinni, ekki síst nú yfir hátíðarnar. Hans Kristján Árnason og Ólafur Hannibalsson hljóta titilinn Landvættir Íslands.Samráðsherrar Óvættir Íslands heita hinsvegar Kristinn, Einar og Geir. Er það ekki dálítið magnað að einn af þremur stærstu þjófum Íslandssögunnar skuli enn sitja sem forstjóri Olís? Hann situr þar enn undir fullu nafni og lætur sem ekkert sé en heldur bara áfram að herma bensínverðið eftir hinum og bjóða okkur ókeypis ferðir til London ef við gerumst svo vitlaus að taka þátt í samráðinu með honum. Og það sorglega er að VIÐ ERUM SVO VITLAUS að villast annað slagið inn í uppljómuð ræningjabælin með fram stofnbrautum borgarinnar og taka þar upp stútinn og kortið og hanskann fyrir forstjórann. Einar Benediktsson hlýtur titilinn Yfirskúrkur ársins. Hinir samráðsmeistararnir eru löngu horfnir úr sínum stólum og birtast okkur misölvaðir í morgunsárið úti í Leifsstöð, á leið til útlanda, burt frá hinum stóra dómi götunnar; á leið í sjálfskipað stofufangelsi á einhverju Hilton-hótelinu. Og við lesum það úr augunum á þeim að þeir hafa þegar fengið sína refsingu. Það liggur við að maður vorkenni þeim um leið og maður sér þá hverfa inn á Saga-class: Forsmáðir menn og eyðilagðir. Jafnvel þótt þeir síðar fengju þrjátíu ára fangelsisdóm væru þeir ekki verr settir en þeir eru nú. Við huggum okkur við það á meðan við ökum út á Kársnes til að fylla tankinn hjá Atlantsolíu.Fjölmiðlar á fjölmiðlafrumvarpsári Miðlarnir stóðu vaktina í sumar en svo er líkt og þeir hafi sofnað. Þeir minna okkur til dæmis ekki á þá staðreynd að forstjóri Olís heitir ennþá Einar Ben og þeir segja okkur ekki hvort Halldór Ágrímsson laug um Írak eða ekki. Þetta eru greinilega engin stórmál, þannig. Ef Íslendingar hefðu stjórnað bandarískum fjölmiðlum væri Nixon enn á lífi, löngu búinn að breyta stjórnarskránni og því enn þá forseti Bandaríkjanna, hefði dætur sínar sem aðstoðarmenn og búinn að raða barnabörnunum í The Supreme Court. Eða hvar eru blaðamennirnir sem geta sagt okkur hvað samráðsfurstarnir borguðu mikið í sjóði olíuflokkanna tveggja sem aldrei fást til að opna sitt eðla bókhald? DV hefur meiri áhuga á að segja okkur hvernig blessaðir morðingjarnir muni hafa það yfir jólin. Fréttanef Fréttablaðsins finnur bara peningalykt nú orðið. Blaðið er tómar auglýsingar. Og Mogginn er kominn út í móa. Styrmir hefur reist sér og blaðinu stórglæsilegt skuldafangelsi uppi við Rauðavatn. Á aðeins tuttugu árum hefur þeim tekist að skrifa sig burt úr hjarta miðborgarinnar og út úr hjarta þjóðarinnar. Ljósvakamiðlarnir eru lítt meira vakandi. Þrátt fyrir nýjan og ríkisalinn fréttastjóra er Stöð Tvö enn þá yfirborðsleg fréttastöð þótt Ísland í dag sé komið langt fram úr Kastljósinu sem hefur dofnað mjög í seinni tíð líkt og gjörvallt Ríkissjónvarpið. Flokkurinn er að ganga af því dauðu. Þrátt fyrir að vera stærsti flokkur landsins verður að segjast eins og er að innan hans eru ekki alltof mörg sjónvarpstalent að finna. Og nú þegar Norðurljósin ljóma stafræn á skjánum er gamla ríkislúkkið ekki bara halló heldur líka loðið; við hliðina á digital stöðvunum lítur RÚV út eins og gömul lopapeysa. Þá tekst þeim enn ekki að koma fréttatímanum óbrengluðum frá sér og á dögunum gátu þeir ekki einu sinni sett Frasier í loftið á réttum tíma. Þegar hann loks birtist vantaði á hann textann. Tæknimenn Ríkissjónvarpsins fá titilinn Tréhausar ársins. Líklega er þörf á nýju og allt öðru vísi fjölmiðlafrumvarpi á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þann fjórtánda maí síðastliðinn hrópaði Steingrímur J. Sigfússon úr ræðustól Alþingis að Davíð Oddsson væri "drusla". Maður trúði vart útvarpinu. Var þetta virkilega að gerast? Um kvöldið kom Davíð í sjónvarpsfréttir og gerði gott betur. Forsætisráðherra sagði forseta Íslands vanhæfan til afgreiðslu á fjölmiðlalögunum þar sem dóttir hans starfaði hjá Baugi. Maður trúði vart sjónvarpinu. Sagði maðurinn þetta virkilega? Íslensk stjórnmál höfðu náð nýjum botni. Ráðherrann hafði reddað Steingrími Joð frá sögulegri skömm: Og sannreynt orð hans: Dabbi var í alvörunni drusla. Kvöldið sem Davíð birtist með geðveikisglampann í augunum frammi fyrir Vigdísi Hjaltadóttur og okkur hinum til að djöflast á dóttur forsetans var hann settur dómsmálaráðherra í forföllum Björns Bjarnasonar. Davíð sat því með son sinn sem aðstoðarmann, sem skömmu áður hafði aðstoðað ráðherrann við að troða frænda þeirra feðga í Hæstarétt, þvert á öll lögfræðileg hæfnismöt. Forsætisráðherra var því nokkuð fjölhæfur þetta kvöld, ef ekki alhæfur. En alls ekki vanhæfur.Geðveikur leiðtogi Við vissum alltaf að Davíð væri geðveikur leiðtogi en nú hvarflaði allt í einu að okkur að taka þau orð bókstaflega. Var karlinn á leið yfir um? Hann hafði jú lengi stefnt þangað. Misserin á undan hafði hann skammað Hæstarétt eins og skólabekk, kallað stjórnarandstöðuna "dóna" í beinni, fengið biskupinn til að íhuga málsókn gegn sér, og þegið í staðinn mótmæli frá öllum prestum landsins, sönnunarlaust sakað stærsta forstjóra landsins um að ætla að múta sér, hellt sér yfir nokkra óleiðitama fréttamenn í votta viðurvist og hringt í umboðsmann Alþingis til að hóta honum öllu illu. Nánast á hverju einasta kvöldi stóð þjóðin skelkuð og langþreytt upp frá sjónvarpsfréttum, með nýjustu fúkyrði forsætisráðherra glymjandi í eyrunum. Og nú hafði hann ráðist á sjálfan forseta Íslands. Manninum var greinilega ekkert heilagt. Hann hafði í raun lokið við að lítilsvirða ALLA æðstu embættismenn þjóðarinnar. Kannski vildi hann klára það áður en hann gengi út úr Stjórnarráðinu. Og allan veturinn hafði hann verið með "Baugstíðindin" á heilanum, notað hvert tækifæri til að níða niður Fréttablaðið, DV og Stöð Tvö. Síðan hafði hann sett saman nefnd "góðra" manna til að semja álit um hið stórhættulega nýja fjölmiðlaumhverfi. Þegar vinirnir skiluðu ekki nógu svartri skýrslu öskraði hann á þá, reif skýrsluna í tætlur, svo enginn gæti séð hana, og settist síðan sjálfur niður til að semja frumvarp í einum grænum; frumvarp gegn "Baugsmiðlunum", frumvarp til bjargar Mogganum, frumvarp sem hvorki snerti heilagan bláskjá RÚV né ástkæran hjáskjá einn. Hinn nýskipaði og fagurskapaði menntamálaráðherra fékk hvergi nálægt frumvarpinu komið þótt formlega séð ætti málið heima í húsinu við Sölvhólsgötu 4. Og Morgunblaðið var svo smekklegt að taka strax undir með Dabba sínum; Styrmirinn var hjartanlega sammála nýju frumvarpi sem var klæðskerasaumað til að hnekkja á samkeppnisaðilunum. Ég sagði blaðinu upp daginn eftir. Og mætti síðan á fyrsta mótmælafundinn gegn fjölmiðlafrumvarpinu. Það var ískaldur maídagur á Austurvelli. Tvö hundruð og fimmtíu manns norpuðu fyrir framan svið á hjólum og hlustuðu á rappandi unglinga og KK. Idol-kynnarnir Simmi og Jói töluðu á milli atriða gegn ríkisstjórninni. Enn á ný trúði maður ekki því sem var að gerast. Davíð hafði tekist hið ómögulega; að fá Simma og Jóa upp á móti sér! Saklausir gleðigjafar voru allt í einu orðnir hápólitískir. Mér varð litið í kringum mig. Þetta var allt meira og minna starfsfólk Norðurljósa. Allt frá förðunardömum og fjármálastjórum yfir í þáttargerðarmenn á Popp-Tíví og EFFEMM. Og allir reiðir og sárir. Hvað hafði gerst? Sjálfstæðisflokknum hafði tekist að draga EFFEMM-hnakkana á útifund! Flokknum hafði tekist að pólitísera þá ópólitísku; fengið sína eigin kjósendur á móti sér. Þjóðin sá í gegnum plottið gegn "Baugsmiðlunum" sem henni fannst ekkert sérlega hættulegir. Í skoðanakönnunum stóð meirihlutinn gegn frumvarpinu, þótt við værum bara 250 á Austurvelli í tveggja stiga frosti þann sjötta maí. En það átti eftir að hitna. Vorið 2004 var kaldur inngangur að heitasta sumri sögunnar. Á veðurmælum féll hvert hitametið á fætur öðru og skaphitinn fór hækkandi líkt og sólin.Hávinur Herra Geðstirðs Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi þann 24. maí. Tveir risastórir þingflokkar kóuðu með karlinum sem ekki vildi hverfa af forsætisstóli án þess að koma höggi á Baug. Það var fallegur sorgardagur, sólskinsbjartur. Mér tókst að verða síðastur inn af þeim þrjátíu sem hleypt var upp á þingpalla. Fréttahaukarnir á DV, Reynir Trausta & co, röðuðu sér á fremsta bekk, órakaðir, úfnir og tóbakslyktandi, og hlógu ógurlega þegar Halldór Blöndal gerði grein fyrir atkvæði sínu. Það var reyndar mjög fyndið þótt ég muni ekki hvers vegna. Davíð leit upp á þá eins og strangur skólastjóri sem vill aga nokkra pörupilta á aftasta bekk. Það var ekki síður fyndið. Eftir atkvæðagreiðsluna dokaði ég við á Austurvelli í góða veðrinu og var á tali við þáverandi forstjóra Norðurljósa þegar Hávinur Herra Geðstirðs gekk hjá og tók stjórann tali: "Jæja, ertu búinn að heyra í Ólafi Ragnari?" "Nei, ég hef ekki heyrt í honum lengi." "Nú? Var hann ekki í mat hjá þér í Lækjarási 7, þann 7. febrúar síðastliðinn, ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og fleiri góðum gestum?" Mér var ekki ætlað erindi inn í þetta samtal en stóðst þó ekki mátið og spurði HHG hvað hefði verið á borðum? Ekki stóð á svörum. Leyniþjónusta Flokksins klikkar ekki á smáatriðunum. "Það var skötuselur, andabringa og ís á eftir, ef ég man rétt." Forstjóri Norðurljósa horfði á Hávininn segja þetta með blendnu augnaráði líkt og hann væri að velta því fyrir sér hvort Bláa höndin bryti líka saman rúmfötin hans.Ballíhú Dagana á eftir var þetta spurningin sem brann á allra vörum: Hvað ætlar forsetinn að gera? Mun Ólafur Ragnar undirrita fjölmiðlalögin eða ekki? Í hléi á tónleikum Olgu Borodinu, hinnar rússnesku skapdýfu, á Listahátíð í Háskólabíói hitti ég manninn með ljósa sveipinn og gekk hreint til verks, spurði hvort hann ætlaði að skrifa undir? Forsetinn hló við og svaraði engu. Ég spurði þá hvort ekki yrði allt vitlaust ef hann skrifaði ekki undir? Forsetinn hló aftur og játti því; sjálfsagt yrði þá mikið ballíhú. Og hló síðan enn meir þegar ég viðurkenndi að ég þekkti ekki orðið. En forsetinn hafði talað. Var þetta ekki vísbending? Ef til vill. Ballíhú. Ég breyttist í Robert Langdon í Da Vinci Lyklinum þegar ég hóf leit í orðabókum. Hvað þýddi þetta orð? Íslensk orðabók Marðar gaf ekkert, og fullyrti ÓRG þó að orðið hefði mikið verið notað á Ísafirði í den, en í Webster’s fannst hinsvegar dálítið gamaldags og hollywoodlegt orð: ballyhoo: clamor or outcry. Það yrðu mikil læti. Það urðu mikil læti.Málskotsrétturinn Ég var staddur í mjög skapheitu veðri á stéttinni framan við flugstöðvarbygginguna á Tegel-velli þegar forseti Íslands tilkynnti um þá ákvörðun sína að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Ég hafði ákveðið að bíða aðeins með að tékka mig inn í flugið til Vínar, hringja í Egil Helgason og biðja hann að bera símtækið upp að sjónvarpinu. Þetta var söguleg og spennuþrungin stund sem maður mátti ekki missa af. Með Bessastaði í hægra eyranu varð mér litið út yfir bílastæðið; yfir breiðurnar af Bensum, Voffum og BM-Vöffum. Rödd Íslands heyrðist vel hér á meginlandinu en aðeins þó í einum síma. Við vorum enn bara örþjóð. The Buykings í Baugi og Bakkavör voru enn ekki búnir að kaupa Bretland. Stór ákvörðun eins manns var umheiminum ósýnileg. Daginn eftir fann ég ekki staf um málið, hvorki í Süddeutsche né Kurier. Í smössum sem vinir mínir létu dynja á gemsanum í kjölfar blaðamannafundarins kom fram að ÓRG hefði verið ákveðinn en óstyrkur. Yfirlýsingin titraði í höndum hans á meðan hann las. Sjálfsagt hefur þetta tekið á hann. Málskotsrétti forsetans hafði verið beitt í fyrsta sinn. Við höfðum öll lært um hann í skóla. Við kunnum þetta nánast utanbókar, orðrétt upp úr stjórnarskránni: "Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu." Og nú var sem sagt loksins komið að því. Hinu fræga ákvæði yrði beitt. Þjóðaratkvæði blasti við. Davíð var ekki viðtalshæfur fyrr en að rúmum sólarhring liðnum, og hafði þá víst tekist að hemja í sér mesta brjálæðið, en dúdinn Dóri kvað strax upp úr með að auðvitað yrði farið eftir stjórnarskránni.Ekki heilagt plagg Annað kom á daginn. Ríkisstjórnin fór aldrei að fyrirmælum þessa plaggs sem maður hélt í hjarta sínu að væri undirstaða lýðræðis á Íslandi; hinn háheilagi leiðbeiningabæklingur hverrar ríkisstjórnar. Í hönd fóru svartar vikur. Öllum á óvart lét Sjálfstæðisflokkurinn, einn af hornsteinum íslensks lýðræðis, skína í fasískar tennur sem við héldum satt að segja að hann ætti ekki til. Framsókn rölti á eftir. Ég sat úti í Hrísey og átti ekki orð. Það er undarleg tilfinning að vera bandbrjálaður inni í sér þegar úti skín sólin allan daginn og fjörðurinn er fægður spegill kvölds og morgna. Besta sumar lífsins var líka það versta. Svartur blettur í stjórnmálasögu Íslands. "Stjórnarskráin er ekkert heilagt plagg," hét það hjá sitjandanum í stóli utanríkisráðherra. "Holy shit", var það eina sem við gátum sagt. Að loknum hverjum fréttatíma stóð maður hálf lamaður úti á tröppum og horfði yfir fjörðinn, horfði til lands, þessa lands sem maður hélt að væri siðmenntað og lýðræðislegt. Smám saman rann það upp fyrir manni: Hér sátu vondir menn við völd og svifust einskis við að koma öllu sínu fram. Ekkert var lengur heilagt, allt var leyfilegt. Það sem hafði byrjað sem umræða um fjölmiðla var orðin grundvallarumræða um lýðræði og stjórnarskrá. Og mannasiði.Clintonískar hártoganir Bláu hundarnir byrjuðu á því að gelta um að málskotsrétturinn væri í raun ekki til. Að forseti Íslands hefði alls ekki þennan málskotsrétt, sama hvað stóð í stjórnarskránni. Mitt í öllum þessum clintonísku hártogunum var maður jafnvel farinn að efast um að forseti Íslands væri yfir höfuð til. Eða hvað merkti annars orðið "til"? Ég veit að þetta hljómar fáránlega nú, sex mánuðum síðar, en þá var þessari dellu haldið fram af mönnum sem síðar á árinu fengu að launum stöðu hæstaréttardómara annars vegar og sendiherra hins vegar. Menn sem nú sitja efst í stjórnkerfi landsins héldu því fram á liðnu sumri að stjórnarskráin væri bara bull sem ekki væri mark takandi á. Sömu menn héldu því síðan fram að það væri alfarið Davíðs að meta það hvort forsetinn hefði yfirhöfuð þennan málskotsrétt. Je, beibí, je. Maður gat sett setningarnar orðrétt inn í teiknimyndasögurnar. Brandararnir ultu fram úr öllum Júllunum og Jónsteinurunum. Í kjölfarið var síðan reynt, eins og áður segir, að segja forsetann vanhæfan. Því í ósköpunum kölluðu menn ekki bara út Víkingasveitina og létu hana umkringja Bessastaði? Sjálfsagt hefði það verið gert ef Ólafur Ragnar hefði farið úr landi á örlagastundu. Forsetinn hefði komið heim að læstum dyrum; Davíð þá orðinn æviráðinn forsætisráðherra OG forseti. Svo langt gengu menn þetta sveitta svarta sumar að landið stóð eiginlega á barmi valdaráns. En forsetinn var heima og steig sitt sögulega skref: Neitaði að skrifa undir. Og þá var breytt um taktík. Nú var hafist handa við að snúa út úr fremur einföldu orðalagi stjórnarskrárinnar. Menn vildu fyrir alla muni koma í veg fyrir ósigur í þjóðraatkvæðagreiðslu. Skoðanakannanir sýndu enn meirihlutaandstöðu við fjölmiðlafrumhlaup Davíðs. Samþykkt eða synjun "allra kosningabærra manna í landinu" var allt í einu orðið mjög óljóst orðalag. Það sem við lærðum utanbókar í barnaskóla tók allt í einu að vefjast fyrir "lögspekingum". Stundum eru hlutirnir svo einfaldir að sérfræðingarnir skilja þá ekki. Stundum sér barnið betur en "vitringurinn". Stundum er menntun ofmenntun. Þeir voru ófáir lögfræðingarnir sem síðastliðið sumar settu gæsalappir utan um starfsheiti sitt. Í tilraunum sínum til að sleikja hátt sitjandi rassa fóru þeir af stað með allskyns reikningskúnstir; hversu margir þyrftu að taka þátt, hve meirihluti þyrfti að vera stór, hvort miða skyldi við hámarksfylgi Sjálfstæðisflokksins í undanförnum þingkosningum eða meðalúrkomu á Þingvöllum í ágúst. Sumir fengu mynd af sér í Mogganum og aðrir jafnvel stól í einkavæðingarnefnd. Það borgar sig að sleikja þótt bragðið sé vont. Í öðrum hverjum fréttatíma birtust nýir útreikningar og síflóknari útlistingar á því hvernig ríkisstjórnin treysti sér til að hafa atkvæðagreiðsluna; endalausar millileiðir sem áttu í senn að tryggja stjórninni sigur en þó þannig að atkvæðagreiðslan yrði ekki algerlega að hætti fasista. Inn á milli hafði svo stjórnin komist að allt annarri lausn á málinu. Gamla frumvarpið skyldi fellt úr gildi en þó lagt aftur fram í breyttri mynd. Davíð fékk nýja reddingarhugmynd í hverri viku og Dóri dúd tók helgina til að kyngja henni og melta; sagði svo "jæja, ókei þá" á hverjum mánudegi. Og á eftir var svo tekið viðtal við Hjálmar Árnason, þingflokksformann Framsóknarflokksins, sem alltaf var jafn himinglaður með nýjustu niðurstöðuna í þessu máli, jafnvel þótt hún væri mjög frábrugðin þeirri sem fékkst í vikunni á undan. Hjálmar hlýtur titilinn Ánægðasti maður ársins. Og á nokkrum af hæstu hótelum Kínaveldis sat Björn Bjarnason sveittur við að leiðrétta heimasíðuna sína aftur í tímann, á la Stalín, í takt við nýjustu útspilin að heiman. Lausnir sem hann hafði kallað hinar fáránlegustu brellur fyrr um vorið voru allt í einu orðnar að nauðsynlegum veruleika í vandræðagangi ríkisstjórnarinnar og okkar maður varð því að breyta fyrri skrifum. Aldrei hefur íslenskur stjórnmálamaður teygt sig jafn langt til að hagræða sannleikanum og Björn Bjarnason sumarið 2004. Hann teygði sig alla leið frá Kína og hingað heim. Bing Daó! Brellu-Björn hlýtur titilinn Seinheppnasti maður ársins.Frí frá Davíð En brellan var engin Barbabrella, heldur bara ofur venjuleg Bjarnarbrella sem virkaði ekki á alla. Að minnsta kosti ekki á Alfreð Þorsteinsson. Allt í einu var Orkuveitukóngurinn eini maðurinn á Íslandi sem stöðvað gat Davíð Oddsson. Doninn setti Dúdanum stól fyrir dyr og Dóri gat ekki lengur sagt "jæja, ókei þá" heldur varð hann að segja sem var: "Heyrðu Dabbi, ég held að þetta virki bara ekki lengur. Við verðum bara að hætta við þetta allt. Það er eini möguleikinn í stöðunni. Flokkurinn leyfir mér ekki annað." Ríkisstjórnin varð að lúffa. Lúffa fyrir Alfreð. Lúffa fyrir þjóðinni. Lúffa fyrir forsetanum—sem þjóðin hafði í millitíðinni endurkjörið með miklum meirihluta. Og það sem versta var: Lúffa fyrir Baugi. Davíð fékk kast. Og það var ekki æðiskast. Uppsafnaður sjúkleiki sumars sprakk út á einum degi. Og reyndist vera af öðrum og einfaldari toga en við héldum. Forsætisráðherra var borinn út af sviðinu; hvarf inn á sjúkrahús þar sem Bláa höndin lærði loks að brjóta saman rúmföt. About time. Allt datt í dúnalogn. Hinn síbrjálaði heimilisfaðir sem hafði verið á sjóðandi túr í þrjá mánuði var allt í einu kominn í meðferð. Vonandi tækist læknum að skera af honum mestu gallana. Aðstandendur önduðu léttar. Viðbrigðin voru mikil. Þjóðin fékk sitt langþráða sumarfrí og jafnvel veðurguðirnir misstu sig af tómri gleði. Þegar skaphitinn lækkaði tók lofthitinn við. Hitabylgja allra tíma reið yfir landið líkt og það væri með fráhvarfseinkenni. Við þurftum öll á því að halda að fá frí frá Davíð. Og landið líka. En mest þó hann sjálfur. Batni honum vel.Svikasumar Ríkisstjórnin hafði lúffað fyrir öllu nema stjórnarskránni. Mitt í öllum hamaganginum gleymdist hún. Lögin voru afnumin og þjóðaratkvæðið líka. Fyrirmæli stjórnarskrár höfð að engu. Og satt að segja voru menn hreinlega orðnir of þreyttir til að fylgja þeim. ALLIR voru svo fegnir að ljúka þessu máli. ALLIR vildu gleyma því sem fyrst. Forsetinn skrifaði meira að segja sjálfur upp á afnám laganna sem þýddi að engin atkvæðagreiðsla færi fram. Gleymum þessu bara, var viðkvæðið. Það breytir því ekki að sumarið 2004 var sumar svika. Ríkisstjórnin sveik okkur. Hún sveik stjórnarskrána. Hún kallaði hana vanheilagt plagg og reyndi allt til að hafa sitt fram. Forsetinn var ataður aur, dóttir hans dregin niður á skítaplan forsætisráðherra, málskotsrétturinn dreginn í efa og lýðræðið svikið um kosningar. Frá því að forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin, þann 2. júní, og þar til forsætisráðherra var fluttur á sjúkrahús, þann 21. júlí, reyndi stjórnin allt sem hún gat til að komast hjá því að fylgja hinum einföldu fyrirmælum stjórnarskrárinnar, bara vegna þess að þau voru henni í óhag. Maður vaknaði orðlaus og sofnaði orðlaus og var næstum því hættur að geta skrifað út af þessum djöfuldómi. Var jafnvel farinn að efast um að þingkosningar yrðu haldnar að þremur árum liðnum. Við megum ekki gleyma þessu. Við megum aldrei gleyma sumrinu 2004, heitasta sumri sögunnar, svikasumrinu mikla. Þegar á hólminn kom var ekki hægt að treysta þessum herramönnum. Þeir lutu ekki leikreglum lýðræðisins. Þeir brugðust þjóðinni, landinu og stjórnarskránni. Og eiga ekkert gott skilið. Mörgum mánuðum seinna var forseti Alþingis enn að tuða um forsetann og málskotsréttinn: Ólafur Ragnar hafði sýnt þinginu vanvirðingu—með því að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn. Bara vegna þess að það hentaði þeim ekki var sjálft vegabréf hins íslenska þjóðríkis einskis virði. Halldór Blöndal hlýtur titilinn Þusari ársins. Og honum fylgdi hálfur þingflokkurinn. Sumir Sjálfstæðismenn eru enn ósáttir við reglurnar á sparkvelli íslenskra stjórnmála og sýndu barnaleg tapsárindi sín með því að mæta ekki í árlega jólaveislu forsetans á Bessastöðum. Litlar sálir í stórum flokki.Blindaðist af Norðurljósum Þegar horft er á þessa atburði úr fjarlægð blasir þetta við: Davíð vildi ekki hætta sem forsætisráðherra áður en honum hafði tekist að sparka duglega í Jón Ásgeir og Baug. Einhverra hluta vegna var hann með þennan mann og þetta fyrirtæki á heilanum. Kannski var hann að hefna fyrir alla gömlu heildsalana sem áttu harma að hefna gagnvart Bónus og Baugi. Þessir gömlu máttarstólpar flokksins höfðu jú kallað sinn mann á neyðarfund um árið og sagt honum farir sínar ósléttar: Gat hann ekki gert eitthvað í málunum? Jón Ásgeir hótaði þeim með neðstu hillunni í búðinni væru þeir ekki góðir og gæfu góðan afslátt. Þessir fyrrum einokrarar Íslands, millar bernsku minnar, höfðu mætt ofjarli sínum og hlupu vælandi í "stóru mömmu". Kannski var þetta uppsprettan að Baugshatrinu og þó... hún hlaut eiginlega að vera önnur og stórvægilegri. Að minnsta kosti hafði orðið "heildsali"í millitíðinni öðlast ansi fornlegan blæ; að hefna fyrir þá hljómaði dálítið eins og forsætisráðherra væri að hefna sín á nýjum starfsaðferðum Póstsins í nafni gömlu landpóstanna. Síðasta sumar sitt í embætti minnti Davíð Oddsson á fígúru í klassískri teiknimynd sem hefur hlaupið á sig, hlaupið fram af bjargbrúninni þar sem hún spólar í lausu lofti nokkra stund áður en hún fellur niður í gilið dimma og djúpa. Og á meðan hún spólar slettist skíturinn, sem hún hefur safnað á sig á löngum ferli, í allar áttir. Þjóðin horfði á með hendur í skauti, döpur í bragði. Sumir hlupu í pontu og hrópuðu "drusla!" á meðan aðrir fóru hjá sér úti í horni. Það sorglegasta við þessa teiknimynd var þó sú staðreynd að með höfuðfígúrunni spólaði heill stjórnmálaflokkur. Flokkur sem eitt sinn hafði verið voða virðulegur. Ekki einn einasti yfirlýstur Sjálfstæðismaður efaðist um hinn ofsafengna málflutning foringjans. Allir kóuðu þeir með honum. Þótt skipstjórinn hefði blindast af Norðurljósum stóð áhöfnin þögul hjá. Og var þar þó komið gullið tækifæri fyrir efnilegt foringjaefni að sanna sig og taka af skarið, þora að sýna örlítið sjálfstæði innan flokksins sem er jú kenndur við það sama fyrirbæri. Sá eða sú sem staðið hefði gegn ofsanum í Davíð síðastliðið vor hefði að hausti staðið uppi sem skynsamur og sterkur stjórnmálamaður, jafnvel formannsefni framtíðar, þegar fárviðrið hafði skilað höfundi sínum í sjúkrarúm og málinu aftur á byrjunarreit. En þetta reyndust allt vera tómir kjúklingar og eftir að Björn fékk bráðabrellu austur í Kína og Geir komst í ónáð hjá kóngi er enginn arftaki í augsýn.Arftaki starfsbróður Saddams Fimmtándi september kom og fór án þess að nokkurt mannfall yrði. Dóri tékkaði sig inn í sögubækurnar (reyndar aðeins of seint fyrir fyrsta bindið) og tók við keflinu af Davíð. Dóri er rólegri maður en forverinn og allt annar blær á landsstjórninni, en keflið var og er enn heitt af þeim eldum sem Davíð kveikti. Það er fjandanum snúnara að halda á því og Halldór er enn þá nálægt því að missa það út úr höndunum. Verst er Írak. Við fórum í stríð með bandamönnum án þess að ræða málið líkt og gert er í alvöru lýðræðisríkjum. Þeir sem lesið hafa þá annars litlausu bók Thirty Days um Tony Blair og aðdraganda stríðsins muna eftir hinni hörðu baráttu sem honum var gert að heyja við eigin þingflokk og breska þingið ÁÐUR en hann gat farið inn í Írak. Hér leit hins vegar forsætisráðherra á sig sem kollega Saddams: Hann réði þessu öllu einn. Og ekki var að finna einn einasta mann í Bat-flokki hans sem var á öðru máli. Þá virðist forsætisráðherrann fyrrverandi ekki hafa tapað neinu af sínu mikla egói þrátt fyrir alla uppskurðina: Eitt síðasta verk hans á árinu var að líkja Íraksstríðinu við eigið krabbamein, og það þótt á þeim tveimur "aðgerðum" muni aðeins eitt hundrað þúsund mannslífum eða svo. Sumir læra eitthvað annað en þakklæti og auðmýkt inni á sjúkrahúsunum. Sumir læra bara að búa um. Svo virðist meira að segja að lög hafi verið brotin þar sem ákvörðunin um stuðning við Íraksstríðið virðist ekki hafa verið borin undir utanríkismálanefnd. Ég segi "virðist" því hér er um klassískt íslenskt deilumál að ræða þar sem ekki einu sinni staðreyndirnar liggja fyrir. Menn stíga sinn deiludans í kringum kjarna málsins. Það ætti að vera SJÁLFSAGT MÁL fyrir okkur að fá það á hreint hvort ákvörðunin um að styðja stríðið var yfir höfuð rædd í nefndinni eða ekki. Steingrímur Joð situr í nefndinni og segir svo ekki hafa verið. Sigríður Anna er formaður nefndarinnar og segir svo hafa verið. Hinn nýi forsætisráðherra segir einnig að málið hafi verið rætt í nefndinni. Því eru staðreyndirnar ekki dregnar fram? Hér er mest við okkar aumu fjölmiðla að sakast. Stórmáli sem þessu er leyft að gufa upp án þess að niðurstaða fáist. Því málið er alvarlegt. Komi í ljós að forsætisráðherra hafi sagt okkur ósatt hlýtur hann að þurfa að segja af sér. En, hvað... Hér segja menn aldrei af sér heldur segja þeir af sér sögur. Ha ha ha! Og málið er dautt.Landvættir Íslands Málið er hins vegar ekki alveg dautt. Þökk sé Þjóðarhreyfingunni. Þessi samtök nokkurra góðra Reykvíkinga urðu til í byrjun fjölmiðlasumars og stóðu þá fyrir nokkrum vel heppnuðum mótmælastöðum. Í dag eru þau þekktari fyrir baráttu sína gegn þátttöku Íslands í Íraksstríðinu og settu á dögunum fram bestu hugmynd ársins: Að mótmæla stríðsrekstri okkar í sjálfu New York Times. Það sýnir best hve snjöll þessi hugmynd er hversu margt gott fólk hún hefur egnt til reiði. Hvers vegna eru menn svo reiðir? Jafnvel menn sem þykjast vera almannatenglar leggjast gegn hugmynd sem hefur vakið meiri athygli á málstaðnum en nokkuð annað og það löngu áður en henni hefur verið hrint í framkvæmd. Einu rökin sem heyrst hafa gegn auglýsingunni í The New York Times, fyrir utan þau að Halldór og Davíð hafi aldrei á ævinni opnað það blað, eru þau að frekar ætti að gefa peningana bágstöddum. Þetta fólk ætti fremur að gefa reiði sína gleðinni, ekki síst nú yfir hátíðarnar. Hans Kristján Árnason og Ólafur Hannibalsson hljóta titilinn Landvættir Íslands.Samráðsherrar Óvættir Íslands heita hinsvegar Kristinn, Einar og Geir. Er það ekki dálítið magnað að einn af þremur stærstu þjófum Íslandssögunnar skuli enn sitja sem forstjóri Olís? Hann situr þar enn undir fullu nafni og lætur sem ekkert sé en heldur bara áfram að herma bensínverðið eftir hinum og bjóða okkur ókeypis ferðir til London ef við gerumst svo vitlaus að taka þátt í samráðinu með honum. Og það sorglega er að VIÐ ERUM SVO VITLAUS að villast annað slagið inn í uppljómuð ræningjabælin með fram stofnbrautum borgarinnar og taka þar upp stútinn og kortið og hanskann fyrir forstjórann. Einar Benediktsson hlýtur titilinn Yfirskúrkur ársins. Hinir samráðsmeistararnir eru löngu horfnir úr sínum stólum og birtast okkur misölvaðir í morgunsárið úti í Leifsstöð, á leið til útlanda, burt frá hinum stóra dómi götunnar; á leið í sjálfskipað stofufangelsi á einhverju Hilton-hótelinu. Og við lesum það úr augunum á þeim að þeir hafa þegar fengið sína refsingu. Það liggur við að maður vorkenni þeim um leið og maður sér þá hverfa inn á Saga-class: Forsmáðir menn og eyðilagðir. Jafnvel þótt þeir síðar fengju þrjátíu ára fangelsisdóm væru þeir ekki verr settir en þeir eru nú. Við huggum okkur við það á meðan við ökum út á Kársnes til að fylla tankinn hjá Atlantsolíu.Fjölmiðlar á fjölmiðlafrumvarpsári Miðlarnir stóðu vaktina í sumar en svo er líkt og þeir hafi sofnað. Þeir minna okkur til dæmis ekki á þá staðreynd að forstjóri Olís heitir ennþá Einar Ben og þeir segja okkur ekki hvort Halldór Ágrímsson laug um Írak eða ekki. Þetta eru greinilega engin stórmál, þannig. Ef Íslendingar hefðu stjórnað bandarískum fjölmiðlum væri Nixon enn á lífi, löngu búinn að breyta stjórnarskránni og því enn þá forseti Bandaríkjanna, hefði dætur sínar sem aðstoðarmenn og búinn að raða barnabörnunum í The Supreme Court. Eða hvar eru blaðamennirnir sem geta sagt okkur hvað samráðsfurstarnir borguðu mikið í sjóði olíuflokkanna tveggja sem aldrei fást til að opna sitt eðla bókhald? DV hefur meiri áhuga á að segja okkur hvernig blessaðir morðingjarnir muni hafa það yfir jólin. Fréttanef Fréttablaðsins finnur bara peningalykt nú orðið. Blaðið er tómar auglýsingar. Og Mogginn er kominn út í móa. Styrmir hefur reist sér og blaðinu stórglæsilegt skuldafangelsi uppi við Rauðavatn. Á aðeins tuttugu árum hefur þeim tekist að skrifa sig burt úr hjarta miðborgarinnar og út úr hjarta þjóðarinnar. Ljósvakamiðlarnir eru lítt meira vakandi. Þrátt fyrir nýjan og ríkisalinn fréttastjóra er Stöð Tvö enn þá yfirborðsleg fréttastöð þótt Ísland í dag sé komið langt fram úr Kastljósinu sem hefur dofnað mjög í seinni tíð líkt og gjörvallt Ríkissjónvarpið. Flokkurinn er að ganga af því dauðu. Þrátt fyrir að vera stærsti flokkur landsins verður að segjast eins og er að innan hans eru ekki alltof mörg sjónvarpstalent að finna. Og nú þegar Norðurljósin ljóma stafræn á skjánum er gamla ríkislúkkið ekki bara halló heldur líka loðið; við hliðina á digital stöðvunum lítur RÚV út eins og gömul lopapeysa. Þá tekst þeim enn ekki að koma fréttatímanum óbrengluðum frá sér og á dögunum gátu þeir ekki einu sinni sett Frasier í loftið á réttum tíma. Þegar hann loks birtist vantaði á hann textann. Tæknimenn Ríkissjónvarpsins fá titilinn Tréhausar ársins. Líklega er þörf á nýju og allt öðru vísi fjölmiðlafrumvarpi á næsta ári.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun