Gæðavottun gott framtak en dugar ekki til 27. október 2005 06:00 Lóa Aldísardóttir "Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa. Spurð um hvað henni sýnist í þeim efnum svarar hún að hún viti ekki til þess að nokkur maður sé á því að kynbundinn launamunur sé eitthvað sem eigi að líða. Lóa veltir fyrir sér hugmyndum Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, sem hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna: "Mér sýnist margir á þeirri skoðun að þessi hugmynd um gæðavottunarkerfi sé vissulega gott skref og fínt framtak en muni ekki nægja til að gera skurk í þessum málum." Lóa segist svo sannarlega vona að menn gleymi sér ekki í því að jafna launamun kynjanna nú þegar kvennafrídagurinn sé að baki. En Lóa þarf að huga að fleiru á næstunni. Brátt verður útvarpsþættinum þeirra Hallgríms sjónvarpað: "Það verður eftir tvær vikur. Eins og er eigum við að byrja mánudaginn 7. nóvember hér á annarri hæðinni," segir Lóa, sem flytur sig þá á milli hæða í húsi 365 miðla í Skaftahlíðinni. En mun hún sakna útvarpsins? "Ég veit það ekki. Já, já, en ég vissi svo sem alltaf að þetta stæði til og að útvarpið væri millibilsástand. Ég hef aldrei unnið í sjónvarpi og hlakka til að takast á við verkefnið." Lífið Menning Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
"Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa. Spurð um hvað henni sýnist í þeim efnum svarar hún að hún viti ekki til þess að nokkur maður sé á því að kynbundinn launamunur sé eitthvað sem eigi að líða. Lóa veltir fyrir sér hugmyndum Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, sem hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna: "Mér sýnist margir á þeirri skoðun að þessi hugmynd um gæðavottunarkerfi sé vissulega gott skref og fínt framtak en muni ekki nægja til að gera skurk í þessum málum." Lóa segist svo sannarlega vona að menn gleymi sér ekki í því að jafna launamun kynjanna nú þegar kvennafrídagurinn sé að baki. En Lóa þarf að huga að fleiru á næstunni. Brátt verður útvarpsþættinum þeirra Hallgríms sjónvarpað: "Það verður eftir tvær vikur. Eins og er eigum við að byrja mánudaginn 7. nóvember hér á annarri hæðinni," segir Lóa, sem flytur sig þá á milli hæða í húsi 365 miðla í Skaftahlíðinni. En mun hún sakna útvarpsins? "Ég veit það ekki. Já, já, en ég vissi svo sem alltaf að þetta stæði til og að útvarpið væri millibilsástand. Ég hef aldrei unnið í sjónvarpi og hlakka til að takast á við verkefnið."
Lífið Menning Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira