Er kominn tími til að halda "stéttabaráttudag"? 1. nóvember 2005 06:00 Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn en þó ekki of seint í rassinn gripið því sjaldan er góð vísa of oft kveðin eins og þar stendur. Nú hafa íslenskar konur fagnað því að fyrir þrjátíu árum stóðu þær upp frá vinnu sinni, í hverju sem hún var fólgin, og gengu út, tóku sér frí og ræddu stöðu sína. Þetta var ótrúlegur dagur, bæði fyrir þrjátíu árum og núna. Mikilvægasti árangur dagsins þá og nú er kannski sú umræða sem hann skapaði. Inni á heimilum, á vinnustöðum og í skólastofum ræddu Íslendingar stöðu kvenna í samfélaginu. Slík umræða vekur yfirleitt fleiri spurningar en hún svarar. Það er enginn vafi á því að mikill árangur hefur náðst hvað varðar jafnrétti kvenna og karla. Það er ótrúlega stutt síðan konur höfðu ekki kosningarétt, voru í raun ekki fjárráða, höfðu engan rétt til náms og svo mætti lengi telja. Konur hafa látið að sér kveða á öllum sviðum samfélagsins þótt enn finnist ýmsum á vanta að nóg sé að gert. Við vitum að mun færri konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, færri konur en karlar ráðherrar o.s.frv. En þó virðast konur enn stjórna mikilvægustu fyrirtækjum landsins; heimilunum. A.m.k. er svo að heyra á konunum sjálfum. Það skiptir auðvitað ekki máli hver vinnur störfin inni á heimilinu, svo fremi sem þar er samkomulag um og verkefnum réttlátlega skipt niður á vinnubæra heimilismenn. Það skiptir hins vegar máli að þessi mikilvægu störf fáist metin. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Þau störf sem eru kannski mikilvægust í samfélaginu eru minnst metin. Nýtur heimavinnandi fólk einhverra réttinda? Eru heimilisstörf metin til lífeyrisréttinda, orlofs, veikindaréttar o.s.frv.? Er frí um helgar? Væntanlega gilda sömu reglur, hvort sem sá heimavinnandi er karl eða kona. Sennilega eru engin störf í samfélaginu eins virðisaukaskapandi og rekstur heimilis. Þar er rekið heilt fyrirtæki sem kemst ekki upp með að skipta um kennitölu ef illa fer í rekstri. Þar er ekki hægt að keyra allt um koll og byrja svo bara aftur með hreint borð. Og þar eru aldir upp þeir einstaklingar sem taka við samfélaginu þegar fram líða stundir. Þar eru líka framleidd matvæli, fatnaður og ýmislegt fleira sem augljóslega er virðisaukaskapandi. Þessi störf eru harla lítils eða jafnvel einskis metin. Karlar og konur fá sömu laun fyrir sömu vinnu á þeim vinnustöðum sem ég þekki til. Það er svo önnur saga að kynin vinna ekki endilega sömu vinnu, karlar eru oftar í stjórnunarstöðum. En leikskólakennarar, grunnskólakennarar og starfsfólk í umönnunarstörfum fær sömu laun, hvort sem þau eru unnin af körlum eða konum. Þessi störf eru hins vegar á vitlausum stað í launastiga samfélagsins. Hvernig er hægt að réttlæta það að grunnskólakennari með margra ára starfsreynslu skuli vera innan við hálfdrættingur á við meðaljóninn í Kaupþingi í launum? Hvernig er hægt að réttlæta að það sé verðmætara að forrita tölvur en sinna leikskólabörnum? Hvernig er hægt að réttlæta að það sé mikilvægara að stýra banka en sinna sjúkum ættingjum okkar og vinum? Við þurfum að gjörbreyta verðmætamati og forgangsröðun. Við þurfum að setja heimilið og mannauðinn í forgrunn. Ef heimilið fer úr lagi verður annað harla lítils virði og titlatog hjóm eitt. Kannski konur hafi verið of uppteknar af því að ná stöðu karlmannsins á kostnað virðingar fyrir þeim störfum sem þær gegndu almennt og gegna raunar enn Mikilvægast er þó að fólk eigi val, karlar jafnt sem konur, og sitji við sama borð. Það þarf að vera aðgengilegt og njóta virðingar að sinna heimili og börnum. Hér njóta karlar ekki jafnréttis. Það er ótrúlegt að það skuli gerast árið 2005 að karlar verði fyrir aðkasti fyrir að taka leyfi vegna fæðingar barns, jafnvel frá vinnuveitendum sínum. Störf þeirra og mikilvægi sem heimilisfeður virðist lítils metið. Það er t.d. langsótt réttlæti í því að karlmaður á besta aldri fái það einskis metið til bóta að hann getur ekki haldið á börnum sínum vegna skaða sem hann varð fyrir. Kannski næsti baráttudagur verði "stéttabaráttudagur". Kannski kominn sé tími til að berjast fyrir því að sjúkraliðar og leikskólakennarar raðist ofar en forritarar og bankastjórar í launastiganum og heimilisrekstur með öllu því sem honum tilheyrir verði metinn að verðleikum. Núverandi launamunur og röðun milli stétta, burtséð frá því hvort karlar eða konur vinna störfin, eru ekki réttlát. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn en þó ekki of seint í rassinn gripið því sjaldan er góð vísa of oft kveðin eins og þar stendur. Nú hafa íslenskar konur fagnað því að fyrir þrjátíu árum stóðu þær upp frá vinnu sinni, í hverju sem hún var fólgin, og gengu út, tóku sér frí og ræddu stöðu sína. Þetta var ótrúlegur dagur, bæði fyrir þrjátíu árum og núna. Mikilvægasti árangur dagsins þá og nú er kannski sú umræða sem hann skapaði. Inni á heimilum, á vinnustöðum og í skólastofum ræddu Íslendingar stöðu kvenna í samfélaginu. Slík umræða vekur yfirleitt fleiri spurningar en hún svarar. Það er enginn vafi á því að mikill árangur hefur náðst hvað varðar jafnrétti kvenna og karla. Það er ótrúlega stutt síðan konur höfðu ekki kosningarétt, voru í raun ekki fjárráða, höfðu engan rétt til náms og svo mætti lengi telja. Konur hafa látið að sér kveða á öllum sviðum samfélagsins þótt enn finnist ýmsum á vanta að nóg sé að gert. Við vitum að mun færri konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, færri konur en karlar ráðherrar o.s.frv. En þó virðast konur enn stjórna mikilvægustu fyrirtækjum landsins; heimilunum. A.m.k. er svo að heyra á konunum sjálfum. Það skiptir auðvitað ekki máli hver vinnur störfin inni á heimilinu, svo fremi sem þar er samkomulag um og verkefnum réttlátlega skipt niður á vinnubæra heimilismenn. Það skiptir hins vegar máli að þessi mikilvægu störf fáist metin. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Þau störf sem eru kannski mikilvægust í samfélaginu eru minnst metin. Nýtur heimavinnandi fólk einhverra réttinda? Eru heimilisstörf metin til lífeyrisréttinda, orlofs, veikindaréttar o.s.frv.? Er frí um helgar? Væntanlega gilda sömu reglur, hvort sem sá heimavinnandi er karl eða kona. Sennilega eru engin störf í samfélaginu eins virðisaukaskapandi og rekstur heimilis. Þar er rekið heilt fyrirtæki sem kemst ekki upp með að skipta um kennitölu ef illa fer í rekstri. Þar er ekki hægt að keyra allt um koll og byrja svo bara aftur með hreint borð. Og þar eru aldir upp þeir einstaklingar sem taka við samfélaginu þegar fram líða stundir. Þar eru líka framleidd matvæli, fatnaður og ýmislegt fleira sem augljóslega er virðisaukaskapandi. Þessi störf eru harla lítils eða jafnvel einskis metin. Karlar og konur fá sömu laun fyrir sömu vinnu á þeim vinnustöðum sem ég þekki til. Það er svo önnur saga að kynin vinna ekki endilega sömu vinnu, karlar eru oftar í stjórnunarstöðum. En leikskólakennarar, grunnskólakennarar og starfsfólk í umönnunarstörfum fær sömu laun, hvort sem þau eru unnin af körlum eða konum. Þessi störf eru hins vegar á vitlausum stað í launastiga samfélagsins. Hvernig er hægt að réttlæta það að grunnskólakennari með margra ára starfsreynslu skuli vera innan við hálfdrættingur á við meðaljóninn í Kaupþingi í launum? Hvernig er hægt að réttlæta að það sé verðmætara að forrita tölvur en sinna leikskólabörnum? Hvernig er hægt að réttlæta að það sé mikilvægara að stýra banka en sinna sjúkum ættingjum okkar og vinum? Við þurfum að gjörbreyta verðmætamati og forgangsröðun. Við þurfum að setja heimilið og mannauðinn í forgrunn. Ef heimilið fer úr lagi verður annað harla lítils virði og titlatog hjóm eitt. Kannski konur hafi verið of uppteknar af því að ná stöðu karlmannsins á kostnað virðingar fyrir þeim störfum sem þær gegndu almennt og gegna raunar enn Mikilvægast er þó að fólk eigi val, karlar jafnt sem konur, og sitji við sama borð. Það þarf að vera aðgengilegt og njóta virðingar að sinna heimili og börnum. Hér njóta karlar ekki jafnréttis. Það er ótrúlegt að það skuli gerast árið 2005 að karlar verði fyrir aðkasti fyrir að taka leyfi vegna fæðingar barns, jafnvel frá vinnuveitendum sínum. Störf þeirra og mikilvægi sem heimilisfeður virðist lítils metið. Það er t.d. langsótt réttlæti í því að karlmaður á besta aldri fái það einskis metið til bóta að hann getur ekki haldið á börnum sínum vegna skaða sem hann varð fyrir. Kannski næsti baráttudagur verði "stéttabaráttudagur". Kannski kominn sé tími til að berjast fyrir því að sjúkraliðar og leikskólakennarar raðist ofar en forritarar og bankastjórar í launastiganum og heimilisrekstur með öllu því sem honum tilheyrir verði metinn að verðleikum. Núverandi launamunur og röðun milli stétta, burtséð frá því hvort karlar eða konur vinna störfin, eru ekki réttlát.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun