Lögheimili og menntun 25. nóvember 2005 06:00 Í tilefni nýlegrar reynslu minnar sé ég mig tilneydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leikskólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugðist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sumar, vinna á Selfossi og nýta mér dagmæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru undanskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er einstæð og með fleiri en eitt barn á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna sveitarfélagsins. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir einstaklingar hafa borgað þjónustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dagmömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls konar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu, sem flækir gerð skattaskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver samantekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tækifæri til rökræðna eða breytingar á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beðin um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði annaðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: "Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hinsvegar ekki lofað jákvæðum viðbrögðum." Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveitarfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eignaðist börnin. Í dag er hinsvegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mikilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars staðar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tilefni nýlegrar reynslu minnar sé ég mig tilneydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leikskólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugðist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sumar, vinna á Selfossi og nýta mér dagmæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru undanskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er einstæð og með fleiri en eitt barn á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna sveitarfélagsins. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir einstaklingar hafa borgað þjónustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dagmömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls konar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu, sem flækir gerð skattaskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver samantekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tækifæri til rökræðna eða breytingar á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beðin um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði annaðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: "Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hinsvegar ekki lofað jákvæðum viðbrögðum." Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveitarfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eignaðist börnin. Í dag er hinsvegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mikilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars staðar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun