Hvað segir Jesús núna? 3. desember 2005 05:15 Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar. Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi. Meginágreiningurinn, á milli þeirra sem eru annars vegar jákvæðir í garð hjónavígslu samkynhneigðra para og hinna sem eru neikvæðir, felst í því hvernig við túlkum Biblíuna sem Guðs orð. Þeir sem eru jákvæðir, og meðal þeirra er undirritaður, vilja hlusta á þau skilaboð Guðs sem eru óbreytanleg í tíma og rúmi, eru hafin yfir tíma og menningu, eru nokkurn veginn algild. Þeir sem eru neikvæðari í afstöðu sinni byggja rök sín á forsendum eins og: "...samkvæmt skýrum orðum Jesú Krists og postula hans er hjónaband á milli karls og konu en ekki tveggja einstaklinga af sama kyni" (Friðrik Schram, Mbl. 23. nóv. 2005). Mér finnst að þeir sem andmæla kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra þurfi að staldra við um stund og íhuga stöðu sína. Kennisetningar kirkjunnar og guðfræði byggjast nú þegar öll á túlkun Biblíunnar, a.m.k. í lúterskri kirkju. Ólíkt því sem margir trúa, þá kveður Biblían ekki skýrt á um að hjónaband verði að vera milli karls og konu. Sú hugmynd tilheyrir kennisetningu sem túlkuð er út frá Biblíunni, ekki biblíutextanum sjálfum. Ef við leitum þá finnum við orð sem Páll postuli segir: "Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd." (1. Kor.6.). Við fyrsta lestur virðist sem Páll postuli sé að segja okkur að það sé best fyrir okkur að giftast alls ekki, en þegar við lærum um og skiljum sögu og menningu þeirra tíma sem Páll var uppi á og þeirra sem Biblían er skrifuð á fá orð hans dýpri merkingu og rétta þýðingu. En að sjálfsögðu vita andmælendur af atriðum eins og þessum. Þeir eru ekki bókstaflegir trúmenn. Þeir kjósa hins vegar að túlka Biblíuna í samræmi við eigin hugmyndaheim, sem er skiljanlegt en ekki endilega réttlætanlegt. Kjarni málsins snýst nefnilega ekki um orðalag Biblíunnar heldur er það ímynd andmælendanna um "hið góða kristilega siðgæði", sem þeim var kennt og þeir vilja halda á lofti. Og samkynhneigð hjón virðast hjá þeim falla utan við ramma "hinna góðu kristilega gilda". Ég veit að það er erfitt fyrir okkur öll að hreyfa við viðteknum venjum, hefðum og gildum. Það er samt hægt ef við (ég segi það um kristið fólk) trúum á Jesú og setjum æðstu gildi lífsins í hendur Jesú og íhugum hvað hann vill segja við okkur í dag. Við megum ekki láta hefðbundna menningu eða aðrar hefðir villa okkur sýn. Kraftur Jesú og náð virkar til að frelsa okkur frá sjálfsdýrkun, sjálfsgirni, áhugaleysi gagnvart náunganum og kúgun, en veitir okkur aldrei rétt til þess að kúga eða mismuna. Íhugum því hvað frelsarinn segir við okkur í dag. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar. Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi. Meginágreiningurinn, á milli þeirra sem eru annars vegar jákvæðir í garð hjónavígslu samkynhneigðra para og hinna sem eru neikvæðir, felst í því hvernig við túlkum Biblíuna sem Guðs orð. Þeir sem eru jákvæðir, og meðal þeirra er undirritaður, vilja hlusta á þau skilaboð Guðs sem eru óbreytanleg í tíma og rúmi, eru hafin yfir tíma og menningu, eru nokkurn veginn algild. Þeir sem eru neikvæðari í afstöðu sinni byggja rök sín á forsendum eins og: "...samkvæmt skýrum orðum Jesú Krists og postula hans er hjónaband á milli karls og konu en ekki tveggja einstaklinga af sama kyni" (Friðrik Schram, Mbl. 23. nóv. 2005). Mér finnst að þeir sem andmæla kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra þurfi að staldra við um stund og íhuga stöðu sína. Kennisetningar kirkjunnar og guðfræði byggjast nú þegar öll á túlkun Biblíunnar, a.m.k. í lúterskri kirkju. Ólíkt því sem margir trúa, þá kveður Biblían ekki skýrt á um að hjónaband verði að vera milli karls og konu. Sú hugmynd tilheyrir kennisetningu sem túlkuð er út frá Biblíunni, ekki biblíutextanum sjálfum. Ef við leitum þá finnum við orð sem Páll postuli segir: "Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd." (1. Kor.6.). Við fyrsta lestur virðist sem Páll postuli sé að segja okkur að það sé best fyrir okkur að giftast alls ekki, en þegar við lærum um og skiljum sögu og menningu þeirra tíma sem Páll var uppi á og þeirra sem Biblían er skrifuð á fá orð hans dýpri merkingu og rétta þýðingu. En að sjálfsögðu vita andmælendur af atriðum eins og þessum. Þeir eru ekki bókstaflegir trúmenn. Þeir kjósa hins vegar að túlka Biblíuna í samræmi við eigin hugmyndaheim, sem er skiljanlegt en ekki endilega réttlætanlegt. Kjarni málsins snýst nefnilega ekki um orðalag Biblíunnar heldur er það ímynd andmælendanna um "hið góða kristilega siðgæði", sem þeim var kennt og þeir vilja halda á lofti. Og samkynhneigð hjón virðast hjá þeim falla utan við ramma "hinna góðu kristilega gilda". Ég veit að það er erfitt fyrir okkur öll að hreyfa við viðteknum venjum, hefðum og gildum. Það er samt hægt ef við (ég segi það um kristið fólk) trúum á Jesú og setjum æðstu gildi lífsins í hendur Jesú og íhugum hvað hann vill segja við okkur í dag. Við megum ekki láta hefðbundna menningu eða aðrar hefðir villa okkur sýn. Kraftur Jesú og náð virkar til að frelsa okkur frá sjálfsdýrkun, sjálfsgirni, áhugaleysi gagnvart náunganum og kúgun, en veitir okkur aldrei rétt til þess að kúga eða mismuna. Íhugum því hvað frelsarinn segir við okkur í dag. Höfundur er prestur innflytjenda.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun