Róbert ræðir við Gummersbach 3. janúar 2005 00:01 Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson mun að öllum líkindum spila með þýska félaginu Gummersbach næstu árin. Róbert hefur undanfarin ár leikið með danska félaginu Århus með frábærum árangri. Mörg þýsk félög hafa borið víurnar í Róbert síðustu ár en hann hefur staðist gylliboð þeirra til þessa. Samningur hans við Århus rennur aftur á móti út í sumar og Róbert hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og fara til Þýskalands næsta vetur. "Ég hef verið í sambandi við Gummersbach síðustu tvo mánuði og skaust svo út á milli jóla og nýárs, leit á aðstæður, sá leikinn gegn Essen og ræddi síðan við þá," sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær frá Svíþjóð þar sem hann kom til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu, en þeir munu mæta Svíum í landsleik í dag og 6. janúar. Róbert sagðist vera ánægður með það sem hann sá hjá félaginu og gerir frekar ráð fyrir því að ganga í raðir félagsins áður en HM hefst í Túnis. "Ég vil endilega klára þessi mál áður en við förum til Túnis. Ég vil ekki hafa þetta hangandi yfir mér þegar við byrjum að spila. Málið klárast samt ekki alveg strax þar sem umboðsmaður minn er erlendis og getur ekki gengið frá málinu fyrr en eftir svona viku í fyrsta lagi. Aftur á móti ef allt stendur þá mun ég ganga í raðir félagsins en það er ekkert pottþétt fyrr en búið er að skrifa undir," sagði Róbert en ef hann skrifar undir við félagið verður hann annar Íslendingurinn sem gerir það á skömmum tíma því Guðjón Valur Sigurðsson skrifaði undir samning við félagið á dögunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson mun að öllum líkindum spila með þýska félaginu Gummersbach næstu árin. Róbert hefur undanfarin ár leikið með danska félaginu Århus með frábærum árangri. Mörg þýsk félög hafa borið víurnar í Róbert síðustu ár en hann hefur staðist gylliboð þeirra til þessa. Samningur hans við Århus rennur aftur á móti út í sumar og Róbert hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og fara til Þýskalands næsta vetur. "Ég hef verið í sambandi við Gummersbach síðustu tvo mánuði og skaust svo út á milli jóla og nýárs, leit á aðstæður, sá leikinn gegn Essen og ræddi síðan við þá," sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær frá Svíþjóð þar sem hann kom til móts við félaga sína í íslenska landsliðinu, en þeir munu mæta Svíum í landsleik í dag og 6. janúar. Róbert sagðist vera ánægður með það sem hann sá hjá félaginu og gerir frekar ráð fyrir því að ganga í raðir félagsins áður en HM hefst í Túnis. "Ég vil endilega klára þessi mál áður en við förum til Túnis. Ég vil ekki hafa þetta hangandi yfir mér þegar við byrjum að spila. Málið klárast samt ekki alveg strax þar sem umboðsmaður minn er erlendis og getur ekki gengið frá málinu fyrr en eftir svona viku í fyrsta lagi. Aftur á móti ef allt stendur þá mun ég ganga í raðir félagsins en það er ekkert pottþétt fyrr en búið er að skrifa undir," sagði Róbert en ef hann skrifar undir við félagið verður hann annar Íslendingurinn sem gerir það á skömmum tíma því Guðjón Valur Sigurðsson skrifaði undir samning við félagið á dögunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira