Óttast frekari samdrátt hjá SÁÁ 5. janúar 2005 00:01 Samdráttaraðgerðir þær sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi vegna fjárskorts bitna verst á fólki sem þarf endurteknar innritanir og þarf mikið á bráðaþjónustu að halda, fólki sem er mikið veikt og á erfitt með að halda sér frá vímuefnum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Hann óttast að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til að koma til móts við kostnað viðhaldsmeðferða ópíumfíkla, sem ríkið hafi enn ekki greitt krónu til. Þórarinn lagði línurnar með starfsfólki sínu á fundi í fyrradag. Dregið verður úr innlögnum, og bráðaþjónusta og innlögnum í framhaldi af henni verður hætt. "Það verður einungis unnið út frá biðlistum hér eins og þeir liggja fyrir," sagði Þórarinn. "Allir þeir sem eru 16 ára og fram að tvítugu eiga greiðan aðgang að spítalanum, svo og þeir sem ekki hafa verið í meðferð áður." Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíumfíkla heldur áfram fyrir þá sem þegar voru í hana komnir, en nýir verða ekki teknir inn. "Við erum ekki farnir að sjá neina peninga í hana ennþá, ekki einu sinni þá sem við áttum að fá á síðasta ári," sagði Þórarinn. "En við reynum að halda þessu á floti áfram." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið nýlega, að hann vildi eiga samskipti við SÁÁ á grundvelli gildandi þjónustusamnings. Forráðamenn sjúkrahússins gætu sent formlega beiðni til ráðuneytisins um viðræður um endurskoðun samningsins ef þeim byði svo við að horfa. Spurður hvort slíkt hefði verið gert kvað Þórarinn svo ekki vera. "Það má minna á hvernig göngudeildin á Akureyri var fjármögnuð á árinu 2000, að mig minnir, þegar þurfti að færa fjármagn vegna þeirrar þjónustu sem við vorum með á Akureyri," sagði Þórarinn. "Það fjármagn var tekið af rekstrarfénu á Vogi. Þá var skilgreint að hluti af fjárveitingu Vogs ætti að fara til Akureyrar, sem þýddi að við urðum að draga saman. Mér heyrist ráðherrann vera að gefa upp boltann með það að hann ætli að leysa kostnaðinn við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla með því að draga úr meðferð á Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar ekki að fjármagna hana með því að taka upp þjónustusamninginn, eða bæta aukalið við hann, þá hlýtur hann að ætla sér að taka peninga sem eru í öðrum meðferðarþáttum í þetta. Það þykir mér leiðinlegt að heyra." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Samdráttaraðgerðir þær sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi vegna fjárskorts bitna verst á fólki sem þarf endurteknar innritanir og þarf mikið á bráðaþjónustu að halda, fólki sem er mikið veikt og á erfitt með að halda sér frá vímuefnum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Hann óttast að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til að koma til móts við kostnað viðhaldsmeðferða ópíumfíkla, sem ríkið hafi enn ekki greitt krónu til. Þórarinn lagði línurnar með starfsfólki sínu á fundi í fyrradag. Dregið verður úr innlögnum, og bráðaþjónusta og innlögnum í framhaldi af henni verður hætt. "Það verður einungis unnið út frá biðlistum hér eins og þeir liggja fyrir," sagði Þórarinn. "Allir þeir sem eru 16 ára og fram að tvítugu eiga greiðan aðgang að spítalanum, svo og þeir sem ekki hafa verið í meðferð áður." Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíumfíkla heldur áfram fyrir þá sem þegar voru í hana komnir, en nýir verða ekki teknir inn. "Við erum ekki farnir að sjá neina peninga í hana ennþá, ekki einu sinni þá sem við áttum að fá á síðasta ári," sagði Þórarinn. "En við reynum að halda þessu á floti áfram." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið nýlega, að hann vildi eiga samskipti við SÁÁ á grundvelli gildandi þjónustusamnings. Forráðamenn sjúkrahússins gætu sent formlega beiðni til ráðuneytisins um viðræður um endurskoðun samningsins ef þeim byði svo við að horfa. Spurður hvort slíkt hefði verið gert kvað Þórarinn svo ekki vera. "Það má minna á hvernig göngudeildin á Akureyri var fjármögnuð á árinu 2000, að mig minnir, þegar þurfti að færa fjármagn vegna þeirrar þjónustu sem við vorum með á Akureyri," sagði Þórarinn. "Það fjármagn var tekið af rekstrarfénu á Vogi. Þá var skilgreint að hluti af fjárveitingu Vogs ætti að fara til Akureyrar, sem þýddi að við urðum að draga saman. Mér heyrist ráðherrann vera að gefa upp boltann með það að hann ætli að leysa kostnaðinn við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla með því að draga úr meðferð á Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar ekki að fjármagna hana með því að taka upp þjónustusamninginn, eða bæta aukalið við hann, þá hlýtur hann að ætla sér að taka peninga sem eru í öðrum meðferðarþáttum í þetta. Það þykir mér leiðinlegt að heyra."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira