Snjóflóðahætta enn í Bolungarvík 5. janúar 2005 00:01 Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Fjöldi húsa var rýmdur í Bolungarvík. 92 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín og nú síðdegis var framhaldið ákveðið. Einar Pétursson bæjarstjóri segir stöðuna óbreytta; 26 hús hafi verið rýmd og þau verða látin satnda á meðan beðið sé frekari upplýsinga um snjóalög og veðurspá. Smáflóð hafa fallið í Bolungarvík en að sögn Einars hefur ekkert tjón hlotist af. Hann segir að þrátt fyrir að svona margir hafi þurft að yfirgefa heimili sín hafi gengið furðuvel að koma öllum þeim fjölda fyrir annars staðar. Búið var að rýma svæði í norðanverðum Hnífsdal en flóð féllu á nokkur hús þar. Tjón varð þegar snjóflóð féll á bæinn Hraun. Bóndinn á bænum, Hjálmar Sigurðsson, segir hann ónýtan og telur að allar sínar vélar og tæki séu það sömuleiðis. Hann segist ekki vita til þess að svona stórt flóð hafi fallið þarna áður og reyndar séu ekki til sagnir um slíkt undanfarnar þrjár aldir. Nýja íbúðarhúsið stendur aðeins frá gamla húsinu og var byggt undir hrygg í fjallinu, að yfirlögðu ráði, enda hafa komið snjóflóð sem hafa klofnað á hryggnum sem hefur varið nýja íbúðarhúsið. Þá féllu flóð á raðhús og fjölbýlishús sem stendur í norðanverðum Hnífsdal og hlutust skemmdir af. Reyndar er búið að ákveða að kaupa húsin á þessu svæði upp þannig að ekki verður búið þar í framtíðinni. Almannavarnarnefnd Ísafjarðar ákvað nú undir kvöld að aflétta hættuástandi og fara yfir á svokallað viðbúnaðarstig. Það þýðir að þeir íbúar sem vilja mega snúa aftur til síns heima en nokkur fjöldi, eða rúmlega 40 manns, þurfti að fara að heiman vegna hættu á snjóflóðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir vel hafa gengið að koma því fólki fyrir. Rafmagn er þó ekki komið á í þeim húsum sem flóð féllu á í Hnífsdal. Halldór varar fólk við að vera á ferli undir hlíðum, þótt ekki sé talin hætta á snjóflóðum á svæðinu núna. Flóð geti fallið í bröttum hlíðum þar snjór safnast upp þótt ekki sé von á snjóflóðum í byggð. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Fjöldi húsa var rýmdur í Bolungarvík. 92 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín og nú síðdegis var framhaldið ákveðið. Einar Pétursson bæjarstjóri segir stöðuna óbreytta; 26 hús hafi verið rýmd og þau verða látin satnda á meðan beðið sé frekari upplýsinga um snjóalög og veðurspá. Smáflóð hafa fallið í Bolungarvík en að sögn Einars hefur ekkert tjón hlotist af. Hann segir að þrátt fyrir að svona margir hafi þurft að yfirgefa heimili sín hafi gengið furðuvel að koma öllum þeim fjölda fyrir annars staðar. Búið var að rýma svæði í norðanverðum Hnífsdal en flóð féllu á nokkur hús þar. Tjón varð þegar snjóflóð féll á bæinn Hraun. Bóndinn á bænum, Hjálmar Sigurðsson, segir hann ónýtan og telur að allar sínar vélar og tæki séu það sömuleiðis. Hann segist ekki vita til þess að svona stórt flóð hafi fallið þarna áður og reyndar séu ekki til sagnir um slíkt undanfarnar þrjár aldir. Nýja íbúðarhúsið stendur aðeins frá gamla húsinu og var byggt undir hrygg í fjallinu, að yfirlögðu ráði, enda hafa komið snjóflóð sem hafa klofnað á hryggnum sem hefur varið nýja íbúðarhúsið. Þá féllu flóð á raðhús og fjölbýlishús sem stendur í norðanverðum Hnífsdal og hlutust skemmdir af. Reyndar er búið að ákveða að kaupa húsin á þessu svæði upp þannig að ekki verður búið þar í framtíðinni. Almannavarnarnefnd Ísafjarðar ákvað nú undir kvöld að aflétta hættuástandi og fara yfir á svokallað viðbúnaðarstig. Það þýðir að þeir íbúar sem vilja mega snúa aftur til síns heima en nokkur fjöldi, eða rúmlega 40 manns, þurfti að fara að heiman vegna hættu á snjóflóðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir vel hafa gengið að koma því fólki fyrir. Rafmagn er þó ekki komið á í þeim húsum sem flóð féllu á í Hnífsdal. Halldór varar fólk við að vera á ferli undir hlíðum, þótt ekki sé talin hætta á snjóflóðum á svæðinu núna. Flóð geti fallið í bröttum hlíðum þar snjór safnast upp þótt ekki sé von á snjóflóðum í byggð.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira